Fresta jólaglögg vegna áhyggna af öryggi í miðbænum Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 24. nóvember 2022 17:50 Um 150 starfsmenn Símans höfðu boðað komu sína á jólaglöggina. vísir/vilhelm Starfsmannafélag Símans hefur ákveðið að fresta jólaglögg starfsmanna sem átti að fara fram í miðbænum annað kvöld vegna óvissu í kring um átök í undirheimum. Hótanir um árásir í miðbænum um helgina hafa gengið manna á milli á samfélagsmiðlum. „Það er í rauninni bara út af þessu ástandi sem er komið upp varðandi skemmtanalíf í miðbænum, því miður. Og auðvitað öll þessi skjáskot sem hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Það var kominn svona óhugur í starfsmannahópinn, þannig þetta var svoldið svona okkar sameiginlega ákvörðun, bara öryggisins vegna,“ segir Inga María Hjartardóttir sem situr í stjórn starfsmannafélagsins. Inga María Hjartardóttir situr í stjórn starfsmannafélags Símans.vísir/egill Í kjölfar hnífstunguárásarinnar á Bankastræti Club hafa átök tveggja hópa haldið áfram; bensínsprengjum hefur verið kastað í hús og rúður brotnar heima hjá fjölskyldumeðlimum þeirra sem tengjast málinu, svo eitthvað sé nefnt. Síðasta dæmið um þetta varð í nótt þegar reyksprengju var kastað inn um rúðuna á húsi þar sem finna má staðina The Dubliner og Paloma Club. Sögur af árásum um helgina Skjáskot af ssögusögnum um fyrirhugaðar árásir á skemmtistaði í miðbænum um helgina gengið manna á milli síðustu daga. Bandaríska sendiráðið biðlaði til sinna borgara á Íslandi að vera varir um sig í bænum um helgina og lögregla verður með stóraukinn viðbúnað þar. Einhverjir telja málið uppblásið en aðrir óttast stöðuna. Starfsmannafélag Símans hefur tekið ákvörðun um að fresta árlegri jólaglögg starfsmanna sinna sem átti að fara fram á skemmtistaðnum HAX á Hverfisgötu annað kvöld. Í kring um 150 starfsmenn Símans höfðu boðað sig á fögnuðinn. „Og mikil eftirvænting fyrir þessu. Þetta er alveg svona á við árshátíðina hjá okkur og hefur verið. En við í rauninni sáum okkur ekki annan kost í stöðunni en að fresta þessu fram í janúar og taka stöðuna svoldið þá,“ segir Inga María. Óvissan skapar mestan óhug Hún segir að ákvörðunin hafi verið tekin í góðu samráði við eigendur skemmtistaðarins HAX, sem hafi skilið starfsmenn Símans vel og verið viljugir að færa viðburðinn fram í janúar. Hér hafi ekki verið um að ræða tilmæli frá lögreglu heldur sameiginlega ákvörðun starfsfólksins sjálfs. „Þetta er náttúrulega óvissan sem er að skapa hve mestan óhug hjá okkur. Þannig að okkur fannst kannski vissara að fá að fá að fresta þessu aðeins. Og þó að tilhlökkunin hafi verið mikil og stefndi í flott partý að þá var kannski öruggara að fá að taka þetta aðeins seinna.“ Reykjavík Næturlíf Hnífstunguárás á Bankastræti Club Síminn Tengdar fréttir Myndband sýnir hnífaárásina á Bankastræti Club Myndbönd úr öryggismyndavélum Bankastræti Club frá því að hnífstunguárás var framin þar á aðfaranótt föstudags eru í dreifingu. Þar má sjá að árásin tók ekki meira en mínútu frá því að fyrstu menn ruddust inn þar til allir voru búnir að hlaupa út. 22. nóvember 2022 20:50 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Sjá meira
„Það er í rauninni bara út af þessu ástandi sem er komið upp varðandi skemmtanalíf í miðbænum, því miður. Og auðvitað öll þessi skjáskot sem hafa verið í dreifingu á samfélagsmiðlum. Það var kominn svona óhugur í starfsmannahópinn, þannig þetta var svoldið svona okkar sameiginlega ákvörðun, bara öryggisins vegna,“ segir Inga María Hjartardóttir sem situr í stjórn starfsmannafélagsins. Inga María Hjartardóttir situr í stjórn starfsmannafélags Símans.vísir/egill Í kjölfar hnífstunguárásarinnar á Bankastræti Club hafa átök tveggja hópa haldið áfram; bensínsprengjum hefur verið kastað í hús og rúður brotnar heima hjá fjölskyldumeðlimum þeirra sem tengjast málinu, svo eitthvað sé nefnt. Síðasta dæmið um þetta varð í nótt þegar reyksprengju var kastað inn um rúðuna á húsi þar sem finna má staðina The Dubliner og Paloma Club. Sögur af árásum um helgina Skjáskot af ssögusögnum um fyrirhugaðar árásir á skemmtistaði í miðbænum um helgina gengið manna á milli síðustu daga. Bandaríska sendiráðið biðlaði til sinna borgara á Íslandi að vera varir um sig í bænum um helgina og lögregla verður með stóraukinn viðbúnað þar. Einhverjir telja málið uppblásið en aðrir óttast stöðuna. Starfsmannafélag Símans hefur tekið ákvörðun um að fresta árlegri jólaglögg starfsmanna sinna sem átti að fara fram á skemmtistaðnum HAX á Hverfisgötu annað kvöld. Í kring um 150 starfsmenn Símans höfðu boðað sig á fögnuðinn. „Og mikil eftirvænting fyrir þessu. Þetta er alveg svona á við árshátíðina hjá okkur og hefur verið. En við í rauninni sáum okkur ekki annan kost í stöðunni en að fresta þessu fram í janúar og taka stöðuna svoldið þá,“ segir Inga María. Óvissan skapar mestan óhug Hún segir að ákvörðunin hafi verið tekin í góðu samráði við eigendur skemmtistaðarins HAX, sem hafi skilið starfsmenn Símans vel og verið viljugir að færa viðburðinn fram í janúar. Hér hafi ekki verið um að ræða tilmæli frá lögreglu heldur sameiginlega ákvörðun starfsfólksins sjálfs. „Þetta er náttúrulega óvissan sem er að skapa hve mestan óhug hjá okkur. Þannig að okkur fannst kannski vissara að fá að fá að fresta þessu aðeins. Og þó að tilhlökkunin hafi verið mikil og stefndi í flott partý að þá var kannski öruggara að fá að taka þetta aðeins seinna.“
Reykjavík Næturlíf Hnífstunguárás á Bankastræti Club Síminn Tengdar fréttir Myndband sýnir hnífaárásina á Bankastræti Club Myndbönd úr öryggismyndavélum Bankastræti Club frá því að hnífstunguárás var framin þar á aðfaranótt föstudags eru í dreifingu. Þar má sjá að árásin tók ekki meira en mínútu frá því að fyrstu menn ruddust inn þar til allir voru búnir að hlaupa út. 22. nóvember 2022 20:50 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Innlent Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Innlent Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Innlent Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Erlent Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Innlent Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Innlent Fleiri fréttir Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ „Stórmerkileg niðurstaða“ í nýrri könnun Hilda Jana fer ekki aftur fram fyrir Samfylkingu á Akureyri Kjaradeilu flugumferðarstjóra og Isavia vísað til gerðardóms Staðfestu dóm höfuðpaurs en milduðu dóma annarra Funduðu um Bergið en samningurinn liggur ekki fyrir Mæðgurnar svöruðu engu Útlendingar 69 prósent nýrra íbúa frá 2017 Skúli sækist eftir 2. sæti Bein útsending: Kynnir skýrslu um þróun útgáfu dvalarleyfa Stofnaði Örninn fyrir tíu ára ömmustelpu í sorg Vill svara ESB með tollahækkun Kom óánægju sinni á framfæri við von der Leyen Ungu fólki í endurhæfingu vegna offitu fjölgar Framsókn vill svara ESB í sömu mynt en fjármálaráðherra tekur dræmt í slíkar hugmyndir Magnús Guðmundsson er látinn Þjóðin skiptist í fylkingar um göng eða brú Nær allir sammála um afsögn ríkislögreglustjóra Um 6.000 flóttamenn og hælisleitendur á Íslandi Bein útsending: Heilbrigðisþing – Endurhæfing - leiðir til betra lífs Feta einstigi milli metnaðar og raunsæis í loftslagsmarkmiði Mótmæla fyrirhuguðum þungaflutningum í gegnum Selfoss Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Maður að trufla umferð og eldur í bakaríi Bílastæðasjóður hætti eftirliti á bílastæðum við Landspítala og HR Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Sjá meira
Myndband sýnir hnífaárásina á Bankastræti Club Myndbönd úr öryggismyndavélum Bankastræti Club frá því að hnífstunguárás var framin þar á aðfaranótt föstudags eru í dreifingu. Þar má sjá að árásin tók ekki meira en mínútu frá því að fyrstu menn ruddust inn þar til allir voru búnir að hlaupa út. 22. nóvember 2022 20:50