Bandaríska sendiráðið hefur gefið út tilkynningu og biður fólk að fara varlega í miðbænum um helgina og forðast mannmergðVilhelm
Bandaríska sendiráðið biður Bandaríkjamenn að fara varlega í miðbæ Reykjavíkur um helgina. Í tilkynningu sem sendiráðið birti á Facebook fyrr í dag eru ferðamenn beðnir um að forðast mannmergð og flýta sér í burtu ef þeir verða vitni að einhverju óeðlilegu.
Þá er þeim bent á að fylgjast vel með tilmælum lögreglunnar og fréttamiðlum.
Tilefni viðvörunnarinnar er fréttaflutningur af tilhuguðum árásum og auknum viðbúnaði vegna spennu í undirheimum í kjölfar hnífaárásarinnar á Bankastræti Club í síðustu viku.
Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.