Skipta út skönnum í Strætó til að taka við snertilausum greiðslum Kjartan Kjartansson skrifar 24. nóvember 2022 09:31 Klapp-greiðslukerfið hefur ekki notið mikilla vinsælda farþega Strætó. Fram að þessu hefur aðeins verið hægt að greiða með sérstöku Klapp-korti, snjallforriti í síma eða pappakorti en eftir innleiðingu snertilausra greiðslna á næstu vikum og mánuðum verður loks hægt að greiða með greiðslukortum og snjallsímum. Stöð 2/Egill Byrjað verður að skipta út skönnum í svokölluðu Klapp-greiðslukerfi Strætó í næsta mánuði til að hægt verði að taka við snertilausum greiðslum. Eftir skiptin geta farþegar Strætó greitt með greiðslukortum og símum. Ítrekað hefur verið fjallað um vandræðagang á rafrænu greiðslukerfi Strætó frá því að það var tekið í notkun í fyrra. Skannar í strætisvögnum hafa þannig tekið upp á að endurræsa sig í tíma og ótíma með tilheyrandi töfum fyrir farþega. Nú þegar innleiða á snertilausar greiðslur í Strætó stóð birginn sem útvegaði skannana frammi fyrir vali um að uppfæra þá þannig að þeir stæðust kröfur sem eru gerðar til slíkra greiðslukerfa eða skipta þeim út, að sögn Jóhannesar Svavars Rúnarssonar, framkvæmdastjóra Strætó. „Hann ákvað frekar að skipta þeim út og kemur þá með vottaða skanna og vonandi þá leysir þessu litlu vandamál sem eftir lifðu af þessum skannavandamálum,“ segir hann í samtali við Vísi. Ekki sé rétt sem Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, heldur fram í aðsendri grein í Morgunblaðinu að skannarnir séu ónothæfir. Eldri gerðin haldi áfram að virka á meðan unnið er að því að skipta þeim út. Byrjað verður á skiptunum í desember og haldið áfram á nýju ári. Birginn ber allan kostnaðinn af skiptunum. „Þeir áttu bara að koma með skanna sem voru tilbúnir fyrir snertilausar greiðslur. Þeir höfðu þennan möguleika að uppfæra núverandi skanna en kannski í ljósi þess að þeir hafa einhverja fídusa í sér sem virðist erfitt að ná út úr þeim ákváðu þeir bara að skipta þeim út,“ segir Jóhannes. Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs.Vísir Gátu ekki borgað reikninga í hálfan sólarhring Strætó er illa statt fjárhagslega en félagið tapaði um tveimur milljörðum króna í kórónuveirufaraldrinum. Svo rammt kvað að þessum erfiðleikum í síðustu viku að Strætó átti ekki fyrir reikningum á fimmtudaginn. Jóhannes segir þetta í fyrsta skipti frá því að hann tók við sem félagið hafi ekki getað borgað reikninga á réttum tíma. Reikningarnir voru greiddir degi síðar þegar rúmur hálfur milljarður sem sveitarfélögin samþykktu að leggja Strætó til fyrr í þessum mánuði barst. „Þetta sýnir svo sem bara glöggt að greiðslustaða Strætó er mjög tæp. Það er verið að vinna í lausn og við erum að minnsta kosti rekstrar- og greiðsluhæf út þetta ár og teljum okkur líka vera það út næsta ár en það þarf að finna einhverja framtíðarlausn,“ segir Jóhannes. Strætó hafi komið þeim skilaboðum til fjárveitingarvaldsins að það séu vonbrigði að ekki sé gert ráð fyrir framlögum til félagsins í fjáraukalögum fyrir næsta ár. Ítrekað hafi verið bent á að bæta þyrfti tapaðar tekjur sem Strætó varð fyrir í faraldrinum á meðan hann reyndi að halda þjónustu uppi, meðal annars að hvatningu stjórnvalda. Í nágrannalöndunum hafi milljörðum verið dælt inn í almenningssamgöngur höfuðborganna eftir faraldurinn. Íslenska ríkið hafi veitt Strætó um 120 milljóna króna styrk „en það er bara brotabrot af því sem við þurfum,“ að sögn Jóhannesar. Strætó Samgöngur Tengdar fréttir Vill að rekstur allra leiða verði boðinn út til einkaaðila Framkvæmdastjóri Strætó bs. talar fyrir því að rekstur allra strætisvagna fyrirtækisins verði boðinn út til einkaaðila, enda fáist þannig hagstæðari verð. Aukin útvistun núna muni þó ekki leysa bráðavandann sem Strætó er í - framkvæmdastjórinn hefur aldrei séð það svartara í fjármálum félagsins frá því að hann tók við. 23. október 2022 20:59 Hætta með næturstrætó Strætó hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Ljóst er að farþegafjöldi í næturstrætó var ekki jafn mikill og búist var við. 18. október 2022 09:33 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sjá meira
Ítrekað hefur verið fjallað um vandræðagang á rafrænu greiðslukerfi Strætó frá því að það var tekið í notkun í fyrra. Skannar í strætisvögnum hafa þannig tekið upp á að endurræsa sig í tíma og ótíma með tilheyrandi töfum fyrir farþega. Nú þegar innleiða á snertilausar greiðslur í Strætó stóð birginn sem útvegaði skannana frammi fyrir vali um að uppfæra þá þannig að þeir stæðust kröfur sem eru gerðar til slíkra greiðslukerfa eða skipta þeim út, að sögn Jóhannesar Svavars Rúnarssonar, framkvæmdastjóra Strætó. „Hann ákvað frekar að skipta þeim út og kemur þá með vottaða skanna og vonandi þá leysir þessu litlu vandamál sem eftir lifðu af þessum skannavandamálum,“ segir hann í samtali við Vísi. Ekki sé rétt sem Kjartan Magnússon, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, heldur fram í aðsendri grein í Morgunblaðinu að skannarnir séu ónothæfir. Eldri gerðin haldi áfram að virka á meðan unnið er að því að skipta þeim út. Byrjað verður á skiptunum í desember og haldið áfram á nýju ári. Birginn ber allan kostnaðinn af skiptunum. „Þeir áttu bara að koma með skanna sem voru tilbúnir fyrir snertilausar greiðslur. Þeir höfðu þennan möguleika að uppfæra núverandi skanna en kannski í ljósi þess að þeir hafa einhverja fídusa í sér sem virðist erfitt að ná út úr þeim ákváðu þeir bara að skipta þeim út,“ segir Jóhannes. Jóhannes Svavar Rúnarsson, framkvæmdastjóri Strætó bs.Vísir Gátu ekki borgað reikninga í hálfan sólarhring Strætó er illa statt fjárhagslega en félagið tapaði um tveimur milljörðum króna í kórónuveirufaraldrinum. Svo rammt kvað að þessum erfiðleikum í síðustu viku að Strætó átti ekki fyrir reikningum á fimmtudaginn. Jóhannes segir þetta í fyrsta skipti frá því að hann tók við sem félagið hafi ekki getað borgað reikninga á réttum tíma. Reikningarnir voru greiddir degi síðar þegar rúmur hálfur milljarður sem sveitarfélögin samþykktu að leggja Strætó til fyrr í þessum mánuði barst. „Þetta sýnir svo sem bara glöggt að greiðslustaða Strætó er mjög tæp. Það er verið að vinna í lausn og við erum að minnsta kosti rekstrar- og greiðsluhæf út þetta ár og teljum okkur líka vera það út næsta ár en það þarf að finna einhverja framtíðarlausn,“ segir Jóhannes. Strætó hafi komið þeim skilaboðum til fjárveitingarvaldsins að það séu vonbrigði að ekki sé gert ráð fyrir framlögum til félagsins í fjáraukalögum fyrir næsta ár. Ítrekað hafi verið bent á að bæta þyrfti tapaðar tekjur sem Strætó varð fyrir í faraldrinum á meðan hann reyndi að halda þjónustu uppi, meðal annars að hvatningu stjórnvalda. Í nágrannalöndunum hafi milljörðum verið dælt inn í almenningssamgöngur höfuðborganna eftir faraldurinn. Íslenska ríkið hafi veitt Strætó um 120 milljóna króna styrk „en það er bara brotabrot af því sem við þurfum,“ að sögn Jóhannesar.
Strætó Samgöngur Tengdar fréttir Vill að rekstur allra leiða verði boðinn út til einkaaðila Framkvæmdastjóri Strætó bs. talar fyrir því að rekstur allra strætisvagna fyrirtækisins verði boðinn út til einkaaðila, enda fáist þannig hagstæðari verð. Aukin útvistun núna muni þó ekki leysa bráðavandann sem Strætó er í - framkvæmdastjórinn hefur aldrei séð það svartara í fjármálum félagsins frá því að hann tók við. 23. október 2022 20:59 Hætta með næturstrætó Strætó hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Ljóst er að farþegafjöldi í næturstrætó var ekki jafn mikill og búist var við. 18. október 2022 09:33 Mest lesið Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Innlent Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug Innlent Brunaði austur til að finna litla frænda Innlent Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Erlent Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Innlent Dóra Björt stefnir á formanninn Innlent Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Innlent Fleiri fréttir Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Lofar látum og vísar gagnrýni Samtaka atvinnulífsins á bug „Fyrst og fremst erum við að biðja um að fá að vera skráð í okkar hús“ Þriggja ára fangelsi eftir flug frá Berlín Fann aldagamlan mun, brást hárrétt við og langar að gerast fornleifafræðingur Brunaði austur til að finna litla frænda „Þá erum við að tala um 60 milljarða í töpuðum útflutningstekjum“ Kvíðið starfsfólk, handtökur og fornminjafundur Starfsmenn Kubbs og Terra grunaðir um samráð Lúkas Geir áfrýjar eins og hinir tveir Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda Landsnet fagnar sigri í baráttu við landeigendur Falsað myndband af kennara og nemanda fór í dreifingu Nýr lögreglustjóri á Austurlandi verði skipaður á allra næstu dögum Gagnrýna lítinn fyrirvara á skipulagi kvennafrídagsins „Við finnum fyrir mikilli spennu frá heimsbyggðinni“ Verktakar hafi greinilega nóg því þeir kjósi frekar að bíða en lækka Pallborðið: Dómgreindarbrestur hjá CoolBet Guðmundur til ráðherra og framkvæmdastjóri HK tekur við Sjaldan eins erfitt að kaupa fasteign og konur undirbúa verkfall Titringur í hreppnum vegna lögheimilisflutninga Sjá meira
Vill að rekstur allra leiða verði boðinn út til einkaaðila Framkvæmdastjóri Strætó bs. talar fyrir því að rekstur allra strætisvagna fyrirtækisins verði boðinn út til einkaaðila, enda fáist þannig hagstæðari verð. Aukin útvistun núna muni þó ekki leysa bráðavandann sem Strætó er í - framkvæmdastjórinn hefur aldrei séð það svartara í fjármálum félagsins frá því að hann tók við. 23. október 2022 20:59
Hætta með næturstrætó Strætó hefur ákveðið að hætta að bjóða upp á næturstrætó um helgar. Ljóst er að farþegafjöldi í næturstrætó var ekki jafn mikill og búist var við. 18. október 2022 09:33
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent
Kvenleiðtogar á kvennafrídegi: Kristrún með fjölskyldunni, Inga vill kíkja á Arnarhól og Þorgerður með í baráttuanda
Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Erlent