Lokun Stjörnutorgs sögð aðför að æsku menntskælinga Elísabet Inga Sigurðardóttir og Viktor Örn Ásgeirsson skrifa 23. nóvember 2022 20:15 Menntskælingar virðast missáttir með breytingarnar. Vísir/Egill Landsmenn kvöddu Stjörnutorg í dag eftir 23 ára starfsemi og lýstu sumir fastagestir torgsins brotthvarfinu sem aðför að æskunni. Merki Stjörnutorgs verður selt á uppboði. Tilkynnt var um endalok Stjörnutorgs í síðasta mánuði og tóku sumir fréttunum nærri sér. Nýtt veitinga- og afþreyingarsvæði Kringlunnar hefur fengið nafnið Kúmen og verða nýir staðir opnaðir þar í bland við þá eldri. Stjörnutorg hefur í gegnum árin verið hreiður Verslinga í matarhléum en þeir voru allt annað en sáttir í kveðjuhófinu í dag. „Þetta er alveg hræðilegt, ég mun sakna torgsins. Þetta á ekki við menntskælinga - að vera að versla við einhverja svona rándýra matsölustaði, þeir vilja versla á torginu,“ segir Erling Edwald sem viðstaddur var kveðjuhófið í dag. Vinur hans, Þór Trausti, tekur undir og segir að yfirbragð nýja veitingasvæðisins beri með sér að veitingar þar verði mun dýrari. „Ég skil pælinguna að vera að gera þetta svona fínt og flott og svoleiðis. En það er svo mikill persónuleiki í Stjörnutorgi. Þú ert með svo náttúrulegt ljós hérna og krúttlega bása. Þetta er svo mikil sameining, mér finnst ljótt að það sé verið að taka þetta í burtu frá okkur. Þannig að ég er súr,“ segir Viktor Sigurðsson. Finnst þér þetta aðför gegn æsku ykkar? „Þvílík, klárt mál.“ Vísir var í beinni útsendingu frá kveðjuhófinu á Stjörnutorgi í dag. Hægt er að horfa á upptöku af útsendingunni hér að neðan. Kringlan Reykjavík Veitingastaðir Tímamót Framhaldsskólar Tengdar fréttir Bein útsending: Landsmenn kveðja Stjörnutorg Stjörnutorgi verður lokað í dag eftir 23 ára starfsemi. Kveðjuhóf fer fram á svæðinu klukkan 11:30 og verður Vísir í beinni útsendingu frá tímamótunum. 23. nóvember 2022 10:46 Sá sér leik á borði og selur Stjörnutorg Eigandi lénsins Stjörnutorg.is hefur sett lénið á sölu. Stjörnutorg lokar í dag eftir 23 ára starfsemi en Kringlan hefur engin tengsl við lénið að sögn markaðsstjóra. 23. nóvember 2022 07:31 Kveðja Stjörnutorg fyrir fullt og allt með tónlistaratriðum og gefins bíómiðum Kveðjuhóf verður haldið á Stjörnutorgi í Kringlunni klukkan 11:30 á morgun. Gestalistinn er öllum opinn en rapparinn Daniil tekur lagið, Gústi B þeytir skífum og gefnir verða bíómiðar. Nýtt veitinga- og afþreyingarsvæði, Kúmen, opnar á allra næstu dögum og lokar Stjörnutorg því eftir 23 ára starfsemi. 22. nóvember 2022 18:44 Mest lesið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Melanie Watson er látin Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Fleiri fréttir Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Sveppi mundi eftir fólkinu sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Sjá meira
Tilkynnt var um endalok Stjörnutorgs í síðasta mánuði og tóku sumir fréttunum nærri sér. Nýtt veitinga- og afþreyingarsvæði Kringlunnar hefur fengið nafnið Kúmen og verða nýir staðir opnaðir þar í bland við þá eldri. Stjörnutorg hefur í gegnum árin verið hreiður Verslinga í matarhléum en þeir voru allt annað en sáttir í kveðjuhófinu í dag. „Þetta er alveg hræðilegt, ég mun sakna torgsins. Þetta á ekki við menntskælinga - að vera að versla við einhverja svona rándýra matsölustaði, þeir vilja versla á torginu,“ segir Erling Edwald sem viðstaddur var kveðjuhófið í dag. Vinur hans, Þór Trausti, tekur undir og segir að yfirbragð nýja veitingasvæðisins beri með sér að veitingar þar verði mun dýrari. „Ég skil pælinguna að vera að gera þetta svona fínt og flott og svoleiðis. En það er svo mikill persónuleiki í Stjörnutorgi. Þú ert með svo náttúrulegt ljós hérna og krúttlega bása. Þetta er svo mikil sameining, mér finnst ljótt að það sé verið að taka þetta í burtu frá okkur. Þannig að ég er súr,“ segir Viktor Sigurðsson. Finnst þér þetta aðför gegn æsku ykkar? „Þvílík, klárt mál.“ Vísir var í beinni útsendingu frá kveðjuhófinu á Stjörnutorgi í dag. Hægt er að horfa á upptöku af útsendingunni hér að neðan.
Kringlan Reykjavík Veitingastaðir Tímamót Framhaldsskólar Tengdar fréttir Bein útsending: Landsmenn kveðja Stjörnutorg Stjörnutorgi verður lokað í dag eftir 23 ára starfsemi. Kveðjuhóf fer fram á svæðinu klukkan 11:30 og verður Vísir í beinni útsendingu frá tímamótunum. 23. nóvember 2022 10:46 Sá sér leik á borði og selur Stjörnutorg Eigandi lénsins Stjörnutorg.is hefur sett lénið á sölu. Stjörnutorg lokar í dag eftir 23 ára starfsemi en Kringlan hefur engin tengsl við lénið að sögn markaðsstjóra. 23. nóvember 2022 07:31 Kveðja Stjörnutorg fyrir fullt og allt með tónlistaratriðum og gefins bíómiðum Kveðjuhóf verður haldið á Stjörnutorgi í Kringlunni klukkan 11:30 á morgun. Gestalistinn er öllum opinn en rapparinn Daniil tekur lagið, Gústi B þeytir skífum og gefnir verða bíómiðar. Nýtt veitinga- og afþreyingarsvæði, Kúmen, opnar á allra næstu dögum og lokar Stjörnutorg því eftir 23 ára starfsemi. 22. nóvember 2022 18:44 Mest lesið Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Lífið Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Lífið Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Lífið Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Lífið Melanie Watson er látin Lífið Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Lífið Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Lífið „Hæ ástin mín, Nýtt í hverjum mánuði á fimmtudaginn, ertu laus?“ Áskorun „Fyrri kona mannsins míns er með Parkinson, ekki ég“ Áskorun Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Lífið Fleiri fréttir Von á barni með þeim nýja átta mánuðum eftir skilnaðinn Sveppi mundi eftir fólkinu sem var grátandi, ælandi og öskrandi Kryddsíld fagnar afmæli og öllum er boðið Melanie Watson er látin Telur notkun á lagi í Miðflokks-stuðningsmyndbandi siðlausa Stjörnulífið: „Ég get ekki frestað þessu lengur“ Heldur ótrauð áfram þrátt fyrir að ná ekki milljónamarkmiðinu Brigitte Bardot er látin Glódís Perla og Kristófer gengu í það heilaga Bæði sorg og gleði að ala upp fimm börn með sérþarfir Sjálfur jólasveinninn skotspónn samsæriskenninga Þakkar Trump í ólettutilkynningunni Íslenskur mágur Rex Heuermann efins um ódæði hans Vinsælustu myndböndin á Vísi á árinu Frægir fjölguðu sér árið 2025 Gítarleikari The Cure er látinn Skilaði týndum heyrnartólum alla leið til Hamborgar Sjáðu nýja stiklu úr stjörnuprýddri hasarmynd Balta Ásgeir Kolbeins furðu lostinn yfir steini í jólapakkanum Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein Sat uppi með sex kíló af kæstri skötu Kristmundur Axel tók við af Bubba Seinfeld og Friends-leikari látinn Jólagjafir íslenskra vinnustaða Deildar meiningar um lyktina: „Þetta er byrjendaskata“ Fréttamenn gæða sér á skötu í gegnum árin Laufey á landinu Þar sem vinsælustu lög landsins verða til Þessi smurðu mest á reikning Jommunnar Einhverfir kaþólikkar um allan heim heita Þorlákur Sjá meira
Bein útsending: Landsmenn kveðja Stjörnutorg Stjörnutorgi verður lokað í dag eftir 23 ára starfsemi. Kveðjuhóf fer fram á svæðinu klukkan 11:30 og verður Vísir í beinni útsendingu frá tímamótunum. 23. nóvember 2022 10:46
Sá sér leik á borði og selur Stjörnutorg Eigandi lénsins Stjörnutorg.is hefur sett lénið á sölu. Stjörnutorg lokar í dag eftir 23 ára starfsemi en Kringlan hefur engin tengsl við lénið að sögn markaðsstjóra. 23. nóvember 2022 07:31
Kveðja Stjörnutorg fyrir fullt og allt með tónlistaratriðum og gefins bíómiðum Kveðjuhóf verður haldið á Stjörnutorgi í Kringlunni klukkan 11:30 á morgun. Gestalistinn er öllum opinn en rapparinn Daniil tekur lagið, Gústi B þeytir skífum og gefnir verða bíómiðar. Nýtt veitinga- og afþreyingarsvæði, Kúmen, opnar á allra næstu dögum og lokar Stjörnutorg því eftir 23 ára starfsemi. 22. nóvember 2022 18:44
Viðtöl ársins 2025: Missir, afsögn ráðherra, umsáturseinelti og læknir sem þóttist vera með krabbamein