Viðskipti innlent

Bein útsending: Landsmenn kveðja Stjörnutorg

Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar
Margir munu eflaust gráta Stjörnutorg í hádeginu.
Margir munu eflaust gráta Stjörnutorg í hádeginu. Vísir/Vilhelm

Stjörnutorgi verður lokað í dag eftir 23 ára starfsemi. Kveðjuhóf fer fram á svæðinu klukkan 11:30 og verður Vísir í beinni útsendingu frá tímamótunum.

Nýtt veitinga- og afþreyingasvæði Kringlunnar verður opnað í stað Stjörnutorgs á allra næstu dögum og hefur fengið nafnið Kúmen. Sautján veitingastaðir verða á svæðinu en nokkrir þekktir staðir Stjörnutorgs munu hverfa á brott.

Í spilaranum hér að neðan má fylgjast með beinni útsendingu Vísis sem hefst um hálf tólf:

Baldvina Snælaugsdóttir markaðsstjóri Kringlunnar sagði í gær að fréttir af lokun Stjörnutorgs hafi vakið upp blendnar tilfinningar hjá mörgum. Sumir hræðist breytingarnar á meðan aðrir séu spenntir: „Þessi hæð verður svo miklu meira en mathöll eða matartorg, þess vegna var nafnið Stjörnutorg ekki lengur við hæfi, af því þetta verður svo miklu meira,“ segir Baldvina.


Tengdar fréttir

Sá sér leik á borði og selur Stjörnu­torg

Eigandi lénsins Stjörnutorg.is hefur sett lénið á sölu. Stjörnutorg lokar í dag eftir 23 ára starfsemi en Kringlan hefur engin tengsl við lénið að sögn markaðsstjóra.

Stjörnu­torg verður að Kúmen

Nýtt veitinga- og afþreyingasvæði Kringlunnar hefur fengið nafnið Kúmen. Sautján veitingastaðir verða á svæðinu en nokkrir þekktir staðir Stjörnutorgs munu hverfa á brott. 

Domino's kveður eftir kvar­t­öld í Kringlunni

Pizzakeðjan Domino‘s hefur lokað veitingastað sínum í Kringlunni. Staðnum var lokað í síðustu viku og kemur ekki til með að opna hann aftur þegar búið verður að breyta fyrirkomulaginu á Stjörnutorgi.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×