Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Telma Lucinda Tómasson les fréttir klukkan 18:30.
Telma Lucinda Tómasson les fréttir klukkan 18:30.

Viðræður Starfsgreinasambandsins og samtaka verslunarmanna við Samtök atvinnulífsins um nýjan skammtíma kjarasamning eru í uppnámi eftir vaxtahækkun Seðlabankans í morgun. Seðlabankastjóri segir neyslugleði almennings stuðla að mikilli verðbólgu og nauðsynlegt að stilla saman veruleika og væntingar.

Við fjöllum nánar um málið í kvöldfréttum og ræðum við framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins í beinni útsendingu.

Lögregla hefur lagt hald á töluvert af vopnum í tengslum við rannsókn á árásinni á skemmistaðnum Bankastræti Club. Þar á meðal skotvopn. Aðstoðaryfirlögregluþjónn segir átök undanfarinna daga snúast um völd. Við förum yfir nýjustu vendingar og ræðum ástandið við Karl Steinar Valsson, yfirlögregluþjón hjá ríkislögreglustjóra, í beinni.

Nýfætt barn var á meðal þeirra sem lést í árásum Rússa í nótt. Farið verður yfir stöðu mála í Úkraínu. Þá kynnum við okkur hávaðakvartanir í miðbænum, framkvæmdir við Dynjanda og fylgjumst með þegar margir kvöddu Stjörnutorg í Kringlunni með trega í dag.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×