Innlent

Klór­slys í Grafar­vogs­laug

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Slökkviliðið er að störfum á vettvangi.
Slökkviliðið er að störfum á vettvangi. Vísir/Ísabella

Minni háttar klórslys varð í Grafarvogslaug skömmu fyrir klukkan níu í kvöld. Slökkviliðið hefur lokið störfum á vettvangi. Nokkrir voru fluttir á bráðamóttöku til aðhlynningar.

Varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins segir að slysið hafi verið minni háttar.

„Það var verið að þrífa gufubaðsofn [með klór] og að öllum líkindum hafa einhverjir gestir farið inn þegar það gerist,“ segir Guðjón Guðjónsson varðstjóri hjá slökkviliði höfuðborgarsvæðisins.

Hann segir allt benda til þess að um óhapp hafi verið að ræða. Fjórir eða fimm sundlaugagestir fengu far með sjúkrabíl niður á bráðamóttöku vegna eymsla í öndunarfærum.

„Þegar klórinn gufar upp og þú andar honum að þér þá sest hann þar sem að þú ert með einhvern raka eins og í öndunarfærunum og niður í háls. Þannig að þetta getur verið svolítinn tíma að ganga yfir,“ segir Guðjón.

Fréttin hefur verið uppfærð.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.