Innlent

Kvöld­fréttir Stöðvar 2

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Telma Lucinda Tómasson les fréttir klukkan 18:30.
Telma Lucinda Tómasson les fréttir klukkan 18:30.

Lögreglan verður með stóraukinn viðbúnað í miðbænum um helgina. Skilaboð um yfirvofandi hefndarárás vegna átaka í undirheimunum eru litin alvarlegum augum.

Við ræðum við lögreglu í kvöldfréttum og verðum í beinni útsendingu frá Alþingi þar sem þingmenn hafa áhyggjur af fangelsismálum nú þegar margfalt fleiri en vanalega eru í gæsluvarðhaldi. Hættuástand er sagt ríkja í málaflokknum.

Forsætisráðherra Finnlands segir skipta öllu máli að Vesturlönd hjálpi Úkraínu að vinna stríðið gegn Rússum og gefi þar ekkert eftir. Vinni Rússar stríðið væri það ávísun á enn frekari hernað þeirra gegn öðrum Evrópuríkjum. Við hittum finnska forsætisráðherrann Sönnu Marin sem er í heimsókn á Íslandi.

Fréttastofan fór á stúfana í morgun og skoðaði götulýsingu í borginni en Reykvíkingar hafa verið að furða sig á birtuskilyrðum í skammdeginu. Atvinnurekandi í miðbænum segist ekki hissa á að slys verði í umferðinni vegna myrkurs og telur ástandið ömurlegt.

Þá kíkjum við á götulistaverk sem stendur við Sundhöllina og reynist nokkur slysahætta, verðum í beinni frá Bíó Paradís þar sem óvenjuleg sýning á kvikmyndinni Leynilögga verður í kvöld og hittum bónda sem nýtur þess að raða heyrúllum snyrtilega upp.

Þetta og margt fleira á samtengdum rásum Bylgjunnar og Stöðvar 2 klukkan 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×