Lífið

Tilnefnd sem framúrskarandi ungir Íslendingar

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Þessi tíu hljóta tilnefningu í ár.
Þessi tíu hljóta tilnefningu í ár.

Junior Chamber International á Íslandi (JCI) verðlaunar framúrskarandi unga Íslendinga í 21. skipti í ár. Dómnefnd hefur farið yfir tilnefningar og valið tíu einstaklinga sem hljóta viðurkenningu. Einn hlýtur svo verðlaunin.

Eftirfarandi Íslendingar hljóta viðurkenningu í ár.

  • Anna Sæunn Ólafsdóttir - Störf/ afrek á sviði menningar
  • Björn Grétar Baldursson - Framlag til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda
  • Daníel E. Arnarsson - Framlag til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda
  • Embla Gabríela Wigum Borgesdóttir - Störf/ afrek á sviði menningar
  • Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir - Framlag til barna, heimsfriðar og/eða mannréttinda
  • Ingvi Hrannar Ómarsson - Leiðtogar/ afrek á sviði menntamála
  • Sólborg Guðbrandsdóttir - Leiðtogar/ afrek á sviði menntamála
  • Stefán Ólafur Stefánsson - Störf á sviði viðskipta, frumkvöðla og/eða hagfræði
  • Viktor Ómarsson - Störf á sviði mannúðar- eða sjálfboðaliðamála
  • Vivien Nagy - Störf á sviði tækni og vísinda

Tilkynnt verður um hver hlýtur nafnbótina Framúrskarandi ungur Íslendingur árið 2022 þann 30. nóvember. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, afhendir verðlaunin ásamt Ríkey Jónu Eiríksdóttur, landsforseta JCI.

Meðal þeirra sem hafa hlotið verðlaunin eru Emilíana Torrini, Andri Snær Magnason, Bjarni Ármannsson, Víkingur Heiðar Ólafsson, Margét Lára Viðarsdóttir og Gunnar Nelsson.

Þórunn Eva G. Pálsdóttir hlaut titilinn í fyrra. Þórunn Eva hefur vakið athygli á málefnum langveikra barna og aðstandenda þeirra. Hún hefur skrifað bók um efnið, stofnað góðgerðarsamtök og stendur á bak við Míuverðlaunin.


Tengdar fréttir

Þórunn Eva er fram­úr­skarandi ungur Ís­lendingur

Þórunn Eva G. Pálsdóttir hlaut titilinn Framúrskarandi ungur Íslendingur árið 2021 í gær. Þórunn Eva hefur vakið athygli á málefnum langveikra barna og aðstandenda þeirra. Hún hefur skrifað bók um efnið, stofnað góðgerðarsamtök og stendur á bak við Míuverðlaunin.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×