Biðja aðdáendur afsökunar eftir misheppnaða miðasölu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. nóvember 2022 23:40 Taylor Swift er alls ekki sátt með hvernig tókst til í miðasölu fyrir tónleika hennar í tilefni af nýrri plötu hennar, Anti-hero, sem hefur notið gríðarlegra vinsælda. Getty/Terry Wyatt Miðasölurisinn Ticketmaster hefur beðið aðdáaendur stórsöngkonunnar Taylor Swift afsökunar vegna hruns sem varð á síðu fyrirtækisins þegar sala hófst á miðum á tónleika söngkonunnar. Ticketmaster hefur kennt metaðsókn og tölvuþrjótum um algjörlega misheppnaða sölu. Dæmi eru um að miðar á tónleika Taylor í tilefni af nýrri plötu hennar, Anti-Hero, kosti á bilinu 2,5-9 milljónir króna í endursölu. Töluvert færri aðdáendum tókst að fá miða en vildu í forsölu þegar 2 milljónir miða á tónleikana seldust. Ticketmaster hefur greint frá því að um 15 prósent notenda hafi lent í vandræðum og misst miða sem þeir hafi þegar tryggt sér. Dæmi eru um að tölvuþrjótar sanki að sér miðum til að selja aftur á uppsprengdu verði. Hefur þetta vakið mikla reiði meðal aðdáenda en miðasala Taylor er ekki sú fyrsta sem fer úr böndunum hjá Ticketmaster. Due to extraordinarily high demands on ticketing systems and insufficient remaining ticket inventory to meet that demand, tomorrow's public on-sale for Taylor Swift | The Eras Tour has been cancelled.— Ticketmaster (@Ticketmaster) November 17, 2022 Margir biðu í nokkra klukkutíma í „röð“ á netinu eftir miðum á tónleika Taylor en á endanum hrundi síðan. Ticketmaster er nánast einráður á markaði í netmiðasölu eftir samruna við LiveNation og lýsti því yfir á Twitter að aldrei fyrr hafi eftirspurn eftir miðum verið svo mikil og nú þegar selja átti miða á tónleika Taylor. Í kjölfar klúðursins hætti miðasölufyrirtækið við almenna miðasölu og gaf frá sér yfirlýsingu þar sem beðist er afsökunar á því hvernig miðasalan fór fram. „Í fyrsta lagi viljum við biðja Taylor og alla hennar aðdáendur afsökunar - sérstaklega þá sem áttu hræðilega upplifun af því að reyna að kaupa miða,“ segir í yfirlýsingu og í framhaldi útskýrt að kerfi hafi átt að sía út tölvuþrjóta þannig að raunverulegir aðdáendur söngkonunnar kæmust að. Það virðist ekki hafa gengið sem skyldi. Taylor Swift segir í yfirlýsingu á Instagram að atvikið hafa pirrað hana mjög. Alexandria Ocasio-Cortez, þingkona Demókrata tjáði sig um málið í kjölfar misheppnaðrar miðasölunnar og kallar Ticketmaster einokunarfyrirtæki. „Samruninn með LiveNation hefði aldrei átt að vera samþykktur, og það verður að grípa í taumana,“ segir Ocasio-Cortez Daily reminder that Ticketmaster is a monopoly, it’s merger with LiveNation should never have been approved, and they need to be reigned in. Break them up.— Alexandria Ocasio-Cortez (@AOC) November 15, 2022 Hollywood Bandaríkin Mest lesið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Fleiri fréttir Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira
Dæmi eru um að miðar á tónleika Taylor í tilefni af nýrri plötu hennar, Anti-Hero, kosti á bilinu 2,5-9 milljónir króna í endursölu. Töluvert færri aðdáendum tókst að fá miða en vildu í forsölu þegar 2 milljónir miða á tónleikana seldust. Ticketmaster hefur greint frá því að um 15 prósent notenda hafi lent í vandræðum og misst miða sem þeir hafi þegar tryggt sér. Dæmi eru um að tölvuþrjótar sanki að sér miðum til að selja aftur á uppsprengdu verði. Hefur þetta vakið mikla reiði meðal aðdáenda en miðasala Taylor er ekki sú fyrsta sem fer úr böndunum hjá Ticketmaster. Due to extraordinarily high demands on ticketing systems and insufficient remaining ticket inventory to meet that demand, tomorrow's public on-sale for Taylor Swift | The Eras Tour has been cancelled.— Ticketmaster (@Ticketmaster) November 17, 2022 Margir biðu í nokkra klukkutíma í „röð“ á netinu eftir miðum á tónleika Taylor en á endanum hrundi síðan. Ticketmaster er nánast einráður á markaði í netmiðasölu eftir samruna við LiveNation og lýsti því yfir á Twitter að aldrei fyrr hafi eftirspurn eftir miðum verið svo mikil og nú þegar selja átti miða á tónleika Taylor. Í kjölfar klúðursins hætti miðasölufyrirtækið við almenna miðasölu og gaf frá sér yfirlýsingu þar sem beðist er afsökunar á því hvernig miðasalan fór fram. „Í fyrsta lagi viljum við biðja Taylor og alla hennar aðdáendur afsökunar - sérstaklega þá sem áttu hræðilega upplifun af því að reyna að kaupa miða,“ segir í yfirlýsingu og í framhaldi útskýrt að kerfi hafi átt að sía út tölvuþrjóta þannig að raunverulegir aðdáendur söngkonunnar kæmust að. Það virðist ekki hafa gengið sem skyldi. Taylor Swift segir í yfirlýsingu á Instagram að atvikið hafa pirrað hana mjög. Alexandria Ocasio-Cortez, þingkona Demókrata tjáði sig um málið í kjölfar misheppnaðrar miðasölunnar og kallar Ticketmaster einokunarfyrirtæki. „Samruninn með LiveNation hefði aldrei átt að vera samþykktur, og það verður að grípa í taumana,“ segir Ocasio-Cortez Daily reminder that Ticketmaster is a monopoly, it’s merger with LiveNation should never have been approved, and they need to be reigned in. Break them up.— Alexandria Ocasio-Cortez (@AOC) November 15, 2022
Hollywood Bandaríkin Mest lesið „Ég nenni ekki að hlusta á 7. október rökstuðninginn enn og aftur“ Lífið Fagnaði afmælinu með sínum kærustu vinkonum Lífið Einhentar íslenskar vinkonur: „Eins og við hefðum þekkst alla ævi“ Lífið Abba skilar 350 milljörðum í kassann Tónlist „Versta hljómsveit Íslandssögunnar“ segir rappara vera með sig á heilanum Menning Alltaf til í flipp en nennir ekki að borða vondan mat Lífið Einn tenóranna þriggja með tónleika í Hörpu í mars Lífið Þegar desember verður erfiðari en hann þarf að vera Áskorun Aðeins of leiðinlegt til að vera skemmtilegt Gagnrýni Konfektleikur í tilefni 90 ára afmælis Nóa Síríus Lífið samstarf Fleiri fréttir Abba skilar 350 milljörðum í kassann Ísraelar fá að vera með í Eurovision Halda aðra tónleika á Íslandi fyrir þá sem misstu af Allt alltaf alls staðar í allra besta lagi Miley Cyrus trúlofuð Þau þykja skara fram úr í íslenskri tónlist Þau hlutu verðlaun Dags íslenskrar tónlistar Bein útsending: Hver hlýtur viðurkenningu á Degi íslenskrar tónlistar? Bjallaði í eitt virtasta tónskáld Kasakstan Patti Smith heldur tónleika í Hörpu og Hofi Reggí-risinn Jimmy Cliff allur Lifandi tónlist beint í æð allan ársins hring Hlýja og nánd heima og uppi á sviði Gæsahúð gekk á milli gesta á Stuðmönnum Lög sem mönnum yrði slaufað fyrir í dag Frumsýning á Vísi: Fögnuðu nýjum lífstíl Lítið mál að trylla lýðinn kasólétt Fagnar fimmtugsafmæli með fyrstu tónleikum Ampop í átján ár Tók málin í eigin hendur og stofnaði nýja metal-hátíð á Selfossi Una Torfa heillaði baðgesti upp úr sundskónum Áhrifamikill óður til Grindvíkinga Sjá meira