Biðja aðdáendur afsökunar eftir misheppnaða miðasölu Ólafur Björn Sverrisson skrifar 20. nóvember 2022 23:40 Taylor Swift er alls ekki sátt með hvernig tókst til í miðasölu fyrir tónleika hennar í tilefni af nýrri plötu hennar, Anti-hero, sem hefur notið gríðarlegra vinsælda. Getty/Terry Wyatt Miðasölurisinn Ticketmaster hefur beðið aðdáaendur stórsöngkonunnar Taylor Swift afsökunar vegna hruns sem varð á síðu fyrirtækisins þegar sala hófst á miðum á tónleika söngkonunnar. Ticketmaster hefur kennt metaðsókn og tölvuþrjótum um algjörlega misheppnaða sölu. Dæmi eru um að miðar á tónleika Taylor í tilefni af nýrri plötu hennar, Anti-Hero, kosti á bilinu 2,5-9 milljónir króna í endursölu. Töluvert færri aðdáendum tókst að fá miða en vildu í forsölu þegar 2 milljónir miða á tónleikana seldust. Ticketmaster hefur greint frá því að um 15 prósent notenda hafi lent í vandræðum og misst miða sem þeir hafi þegar tryggt sér. Dæmi eru um að tölvuþrjótar sanki að sér miðum til að selja aftur á uppsprengdu verði. Hefur þetta vakið mikla reiði meðal aðdáenda en miðasala Taylor er ekki sú fyrsta sem fer úr böndunum hjá Ticketmaster. Due to extraordinarily high demands on ticketing systems and insufficient remaining ticket inventory to meet that demand, tomorrow's public on-sale for Taylor Swift | The Eras Tour has been cancelled.— Ticketmaster (@Ticketmaster) November 17, 2022 Margir biðu í nokkra klukkutíma í „röð“ á netinu eftir miðum á tónleika Taylor en á endanum hrundi síðan. Ticketmaster er nánast einráður á markaði í netmiðasölu eftir samruna við LiveNation og lýsti því yfir á Twitter að aldrei fyrr hafi eftirspurn eftir miðum verið svo mikil og nú þegar selja átti miða á tónleika Taylor. Í kjölfar klúðursins hætti miðasölufyrirtækið við almenna miðasölu og gaf frá sér yfirlýsingu þar sem beðist er afsökunar á því hvernig miðasalan fór fram. „Í fyrsta lagi viljum við biðja Taylor og alla hennar aðdáendur afsökunar - sérstaklega þá sem áttu hræðilega upplifun af því að reyna að kaupa miða,“ segir í yfirlýsingu og í framhaldi útskýrt að kerfi hafi átt að sía út tölvuþrjóta þannig að raunverulegir aðdáendur söngkonunnar kæmust að. Það virðist ekki hafa gengið sem skyldi. Taylor Swift segir í yfirlýsingu á Instagram að atvikið hafa pirrað hana mjög. Alexandria Ocasio-Cortez, þingkona Demókrata tjáði sig um málið í kjölfar misheppnaðrar miðasölunnar og kallar Ticketmaster einokunarfyrirtæki. „Samruninn með LiveNation hefði aldrei átt að vera samþykktur, og það verður að grípa í taumana,“ segir Ocasio-Cortez Daily reminder that Ticketmaster is a monopoly, it’s merger with LiveNation should never have been approved, and they need to be reigned in. Break them up.— Alexandria Ocasio-Cortez (@AOC) November 15, 2022 Hollywood Bandaríkin Mest lesið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Lífið Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira
Dæmi eru um að miðar á tónleika Taylor í tilefni af nýrri plötu hennar, Anti-Hero, kosti á bilinu 2,5-9 milljónir króna í endursölu. Töluvert færri aðdáendum tókst að fá miða en vildu í forsölu þegar 2 milljónir miða á tónleikana seldust. Ticketmaster hefur greint frá því að um 15 prósent notenda hafi lent í vandræðum og misst miða sem þeir hafi þegar tryggt sér. Dæmi eru um að tölvuþrjótar sanki að sér miðum til að selja aftur á uppsprengdu verði. Hefur þetta vakið mikla reiði meðal aðdáenda en miðasala Taylor er ekki sú fyrsta sem fer úr böndunum hjá Ticketmaster. Due to extraordinarily high demands on ticketing systems and insufficient remaining ticket inventory to meet that demand, tomorrow's public on-sale for Taylor Swift | The Eras Tour has been cancelled.— Ticketmaster (@Ticketmaster) November 17, 2022 Margir biðu í nokkra klukkutíma í „röð“ á netinu eftir miðum á tónleika Taylor en á endanum hrundi síðan. Ticketmaster er nánast einráður á markaði í netmiðasölu eftir samruna við LiveNation og lýsti því yfir á Twitter að aldrei fyrr hafi eftirspurn eftir miðum verið svo mikil og nú þegar selja átti miða á tónleika Taylor. Í kjölfar klúðursins hætti miðasölufyrirtækið við almenna miðasölu og gaf frá sér yfirlýsingu þar sem beðist er afsökunar á því hvernig miðasalan fór fram. „Í fyrsta lagi viljum við biðja Taylor og alla hennar aðdáendur afsökunar - sérstaklega þá sem áttu hræðilega upplifun af því að reyna að kaupa miða,“ segir í yfirlýsingu og í framhaldi útskýrt að kerfi hafi átt að sía út tölvuþrjóta þannig að raunverulegir aðdáendur söngkonunnar kæmust að. Það virðist ekki hafa gengið sem skyldi. Taylor Swift segir í yfirlýsingu á Instagram að atvikið hafa pirrað hana mjög. Alexandria Ocasio-Cortez, þingkona Demókrata tjáði sig um málið í kjölfar misheppnaðrar miðasölunnar og kallar Ticketmaster einokunarfyrirtæki. „Samruninn með LiveNation hefði aldrei átt að vera samþykktur, og það verður að grípa í taumana,“ segir Ocasio-Cortez Daily reminder that Ticketmaster is a monopoly, it’s merger with LiveNation should never have been approved, and they need to be reigned in. Break them up.— Alexandria Ocasio-Cortez (@AOC) November 15, 2022
Hollywood Bandaríkin Mest lesið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ Lífið „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Lífið Trúlofuðu sig í laxveiði Lífið Enn veldur Britney áhyggjum Lífið „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Lífið Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Tónlist Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Lífið Herra stal hund Sunnevu og mætti með hann í Bannað að hlæja Lífið Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Lífið Fleiri fréttir Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Djúpt snortinn yfir viðbrögðum samfélagsins Hneig niður í miðju lagi Joy Orbison treður upp í Austurbæjarbíói Samdi lag um ást sína á RIFF Söguleg rappveisla í Laugardalnum Laufey treður upp með Justin Bieber Árný Margrét ómaði á tískupöllum í New York Írar sniðganga Eurovision taki Ísrael þátt „Algjörlega út úr kortinu fyrir íslenskan listamann“ Uppselt á tónleika Laufeyjar og aukatónleikum bætt við Heiðra Arvo Pärt í Landakotskirkju Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Sjá meira