Búið að opna fyrir umferð en vegfarendur hvattir til að ferðast í dagsbirtu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 19. nóvember 2022 14:04 Skriðan er umfangsmikil. Unnið er að hreinsun. Vegagerðin Opnað hefur verið fyrir umferð um Grenivíkurveg síðar í dag þar sem líkur á frekari skriðum á svæðinu er taldar það litlar að ekki sé stætt á því að halda veginum lokuðum lengur. Vegfarendur eru þó hvattir til að ferðast um veginn í dagsbirtu og stoppa ekki á skriðusvæðinu. Vegurinn hefur verið lokaður frá því á fimmtudagsmorguninn þegar stór skriða féll nokkur hundruð metra úr fjallinu fyrir ofan og yfir veginn. Tveir bílar lentu í skriðunni en engan sakaði. Frá því á fimmtudaginn hafa sérfræðingar Veðurstofunnar unnið að því að meta frekari skriðuhættu. Þá hóf Vegagerðin vinnu í gær við að hreinsa veginn. Í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra segir að eftir greiningu á gögnum sé niðurstaðan sú að ekki hafi orðið vart við frekari hreyfingar í fjallinu. Einnig sjást ekki ummerki um að sérstök hætta sé á frekari skriðuföllum. „Þá hefur ekki verið úrkoma undanfarið og heldur kólnað i veðri, sem er hagstætt. Líkur á frekari skriðuföllum þykja því það litlar að forsvaranlegt sé að opna veginn á ný fyrir almennri umferð,“ segir í færslunni. Því er búið að opna fyrir umferð um veginn. „Vegfarendum er þó bent á að þrátt fyrir að líkur á stórri skriðu séu taldar litlar sé ekki að fullyrða með vissu um frekari skriðuföll. Vegfarendur verði því að meta sjálfir hvort þeir vilji fara þessa leið eða velja aðra. Hjáleið hefur verið um Dalsmynni síðustu daga. Fólk er hvatt til að fara frekar um svæðið í dagsbirtu en myrkri því ef frekari skriðuföll verða er ákveðin hætta á að ekið sé inn í skriðuna ef myrkur er.“ Einnig viljum við beina því til fólks að stoppa alls ekki á skriðusvæðinu til að taka myndir eða svala forvitninni. Það eykur bara hættu og getur truflað aðra umferð. Farið varlega en akið hiklaust í gegn. Að auki eru vegfarendur hvattir til að hringja í Neyðarlínuna og láta vita verði þeir varir við fleiri skriður, eða eitthvað annað óvenjulegt, á svæðinu. Fréttin hefur verið uppfærð. Grýtubakkahreppur Samgöngur Lögreglumál Tengdar fréttir „Þú verður bara að halda fast í stýrið og vona það besta“ Maður sem var hætt kominn þegar aurskriða féll á tvo bíla á Grenivíkurvegi snemma í morgun segir ótrúlegt að enginn hafi slasast. Það eina sem hann gat gert var að halda fast í stýrið og vona það besta. Skriðusérfræðingur segir viðbúið að aurskriðum fjölgi samhliða loftslagsbreytingum. 17. nóvember 2022 19:27 Skriðan er 160 metrar að breidd Aurskriðan sem féll á Grenivíkurveg snemma í morgun er 160 metrar að breidd. Óljóst er enn hvenær hægt verði að byrja á vinnu við opnun vegarins. 17. nóvember 2022 16:11 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fleiri fréttir Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Sjá meira
Vegurinn hefur verið lokaður frá því á fimmtudagsmorguninn þegar stór skriða féll nokkur hundruð metra úr fjallinu fyrir ofan og yfir veginn. Tveir bílar lentu í skriðunni en engan sakaði. Frá því á fimmtudaginn hafa sérfræðingar Veðurstofunnar unnið að því að meta frekari skriðuhættu. Þá hóf Vegagerðin vinnu í gær við að hreinsa veginn. Í færslu á Facebook-síðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra segir að eftir greiningu á gögnum sé niðurstaðan sú að ekki hafi orðið vart við frekari hreyfingar í fjallinu. Einnig sjást ekki ummerki um að sérstök hætta sé á frekari skriðuföllum. „Þá hefur ekki verið úrkoma undanfarið og heldur kólnað i veðri, sem er hagstætt. Líkur á frekari skriðuföllum þykja því það litlar að forsvaranlegt sé að opna veginn á ný fyrir almennri umferð,“ segir í færslunni. Því er búið að opna fyrir umferð um veginn. „Vegfarendum er þó bent á að þrátt fyrir að líkur á stórri skriðu séu taldar litlar sé ekki að fullyrða með vissu um frekari skriðuföll. Vegfarendur verði því að meta sjálfir hvort þeir vilji fara þessa leið eða velja aðra. Hjáleið hefur verið um Dalsmynni síðustu daga. Fólk er hvatt til að fara frekar um svæðið í dagsbirtu en myrkri því ef frekari skriðuföll verða er ákveðin hætta á að ekið sé inn í skriðuna ef myrkur er.“ Einnig viljum við beina því til fólks að stoppa alls ekki á skriðusvæðinu til að taka myndir eða svala forvitninni. Það eykur bara hættu og getur truflað aðra umferð. Farið varlega en akið hiklaust í gegn. Að auki eru vegfarendur hvattir til að hringja í Neyðarlínuna og láta vita verði þeir varir við fleiri skriður, eða eitthvað annað óvenjulegt, á svæðinu. Fréttin hefur verið uppfærð.
Grýtubakkahreppur Samgöngur Lögreglumál Tengdar fréttir „Þú verður bara að halda fast í stýrið og vona það besta“ Maður sem var hætt kominn þegar aurskriða féll á tvo bíla á Grenivíkurvegi snemma í morgun segir ótrúlegt að enginn hafi slasast. Það eina sem hann gat gert var að halda fast í stýrið og vona það besta. Skriðusérfræðingur segir viðbúið að aurskriðum fjölgi samhliða loftslagsbreytingum. 17. nóvember 2022 19:27 Skriðan er 160 metrar að breidd Aurskriðan sem féll á Grenivíkurveg snemma í morgun er 160 metrar að breidd. Óljóst er enn hvenær hægt verði að byrja á vinnu við opnun vegarins. 17. nóvember 2022 16:11 Mest lesið Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Innlent „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Innlent Heitir umfangsmestu brottvísunum í sögu Bandaríkjanna Erlent Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Innlent Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Innlent Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Innlent Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Innlent Bein útsending: Trump sver embættiseið Erlent Búið að laga bilunina Innlent Setti Íslandsmet í klassískri bekkpressu í gær Sport Fleiri fréttir Svanhildur verður viðstödd innsetningu Trump Aðstoðar Hönnu Katrínu Rýma fleiri hús á Seyðisfirði Dómari fær ekki að víkja í máli Margrétar Of snemmt að álykta um þörf á endurtalningu atkvæða Bætti mikið í snjóinn fyrir austan í nótt Nágrannar kæra veitingu leyfis vegna flóttafólks Halla óskar Trump velfarnaðar í embætti Málið orðið persónulegt og erfitt fyrir íbúa Seyðisfjarðar Nokkur fjöldi fastur á Fjarðarheiði í gær Búið að laga bilunina Gagnrýna að BRCA-konur greiði meira fyrir brjóstaskimunina Biðst ekki fullrar lausnar fyrr en úrslit kosninganna verða staðfest Víða ófært á landinu og vegir lokaðir Andrés Ingi ráðinn framkvæmdastjóri DÍS Engar fregnir af ofanflóðum í nótt Ekkert ferðaveður á morgun og Freyja komin í Seyðisfjörð „Ég held að ég þurfi að fara að pakka niður í tösku og flytja upp í ský“ Umhverfis- og tæknisvið uppsveita á Laugarvatni Ók inn í snjóflóð í Færivallaskriðum Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Sjá meira
„Þú verður bara að halda fast í stýrið og vona það besta“ Maður sem var hætt kominn þegar aurskriða féll á tvo bíla á Grenivíkurvegi snemma í morgun segir ótrúlegt að enginn hafi slasast. Það eina sem hann gat gert var að halda fast í stýrið og vona það besta. Skriðusérfræðingur segir viðbúið að aurskriðum fjölgi samhliða loftslagsbreytingum. 17. nóvember 2022 19:27
Skriðan er 160 metrar að breidd Aurskriðan sem féll á Grenivíkurveg snemma í morgun er 160 metrar að breidd. Óljóst er enn hvenær hægt verði að byrja á vinnu við opnun vegarins. 17. nóvember 2022 16:11