Borgarbyggð sættir sig ekki við niðurstöðu í Gunnlaugsmáli Atli Ísleifsson skrifar 18. nóvember 2022 09:59 Gunnlaugur A. Júlíusson var sveitarstjóri Borgarbyggðar á árunum 2016 til 2019 og stefndi sveitarfélaginu árið 2020. Vísir/Vilhelm/Borgarbyggð Sveitarstjórn Borgarbyggðar hyggst leita eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar eftir niðurstöðu Landsréttar í máli Gunnlaugs A. Júlíussonar, fyrrverandi sveitarstjóra, þar sem sveitarfélaginu var gert að greiða Gunnlaugi 3,7 milljónir króna vegna uppsagnar hans árið 2019. Þetta kemur fram í bókun byggðaráðs Borgarbyggðar sem kom saman til fundar í gær. Fram kemur í bókuninni að nú hafi verið „staðfest á tveimur dómsstigum að rétt var staðið að uppsögn fyrrverandi sveitarstjóra“. Segir að Landsréttur hafi þó komist að þeirri niðurstöðu að þriggja mánaða uppsagnarfrestur teldist ekki til umsamins sex mánaða biðlaunatíma. Teljist biðlaunatíminn fyrst byrja að líða að loknum uppsagnarfresti, og því ætti fyrrverandi sveitarstjóri rétt á orlofi í uppsagnarfresti. „Dómurinn staðfestir öll sjónarmið Borgarbyggðar að öðru leyti og kemur því verulega á óvart að sveitarfélaginu sé gert að bera svo háan málskostnað. Byggðarráð telur rétt að leita eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar þar sem niðurstaðan hefur almennt fordæmisgildi um hvernig túlka beri samningsákvæði um biðlaunarétt,“ segir í bókuninni. Landsréttur dæmdi sveitarfélagið til að greiða þrjár milljónir króna í málskostnað og hefur byggðarráð nú falið núverandi sveitarstjóra, Stefáni Brodda Guðjónssyni, að fylgja málinu eftir. Rýrður starfsheiður Gunnlaugur stefndi sveitarfélaginu í apríl árið 2020 og krafðist sextíu milljóna króna í bætur. Gunnlaugur var sveitarstjóri frá 2016 til 2019 þegar honum var sagt upp. Gunnlaugur vildi meina að starfsheiður hans hafi verið rýrður, uppsögnin verið mikið andlegt tjón og valdið honum mikilli vanlíðan. Greint var frá því að Gunnlaugi hafi verið gert að yfirgefa skrifstofu sína um leið og honum var sagt upp. Þá hafi hann samdægurs þurft að skila síma, tölvu og bíl sem hann hafði til umráða. Gunnlaugur gerði sömuleiðis athugasemd við að honum hafi verið ekki sagt upp með formlegum hætti líkt og kveður um í lögum. Í staðinn fyrir að uppsögnin hafi verið borin upp á fundi sveitarstjórnar hafi forseti sveitarstjórnar afhent honum uppsagnarbréf. Héraðsdómur Vesturlands sýknaði Borgarbyggð í málinu, en Landsréttur dæmdi svo sveitarfélagið til að greiða Gunnlaugi 3,7 milljónir króna. Borgarbyggð Sveitarstjórnarmál Kjaramál Uppsögn sveitarstjóra Borgarbyggðar Tengdar fréttir Gunnlaugur lagði Borgarbyggð í seinni glímunni fyrir Landsrétti Sveitarfélagið Borgarbyggð var í Landsrétti í dag dæmt til þess að greiða fyrrverandi sveitarstjóra sínum tæpar 3,7 milljónir króna. Sveitarfélagið hafði áður verið sýknað fyrir héraðsdómi. 11. nóvember 2022 15:25 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Sjá meira
Þetta kemur fram í bókun byggðaráðs Borgarbyggðar sem kom saman til fundar í gær. Fram kemur í bókuninni að nú hafi verið „staðfest á tveimur dómsstigum að rétt var staðið að uppsögn fyrrverandi sveitarstjóra“. Segir að Landsréttur hafi þó komist að þeirri niðurstöðu að þriggja mánaða uppsagnarfrestur teldist ekki til umsamins sex mánaða biðlaunatíma. Teljist biðlaunatíminn fyrst byrja að líða að loknum uppsagnarfresti, og því ætti fyrrverandi sveitarstjóri rétt á orlofi í uppsagnarfresti. „Dómurinn staðfestir öll sjónarmið Borgarbyggðar að öðru leyti og kemur því verulega á óvart að sveitarfélaginu sé gert að bera svo háan málskostnað. Byggðarráð telur rétt að leita eftir áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar þar sem niðurstaðan hefur almennt fordæmisgildi um hvernig túlka beri samningsákvæði um biðlaunarétt,“ segir í bókuninni. Landsréttur dæmdi sveitarfélagið til að greiða þrjár milljónir króna í málskostnað og hefur byggðarráð nú falið núverandi sveitarstjóra, Stefáni Brodda Guðjónssyni, að fylgja málinu eftir. Rýrður starfsheiður Gunnlaugur stefndi sveitarfélaginu í apríl árið 2020 og krafðist sextíu milljóna króna í bætur. Gunnlaugur var sveitarstjóri frá 2016 til 2019 þegar honum var sagt upp. Gunnlaugur vildi meina að starfsheiður hans hafi verið rýrður, uppsögnin verið mikið andlegt tjón og valdið honum mikilli vanlíðan. Greint var frá því að Gunnlaugi hafi verið gert að yfirgefa skrifstofu sína um leið og honum var sagt upp. Þá hafi hann samdægurs þurft að skila síma, tölvu og bíl sem hann hafði til umráða. Gunnlaugur gerði sömuleiðis athugasemd við að honum hafi verið ekki sagt upp með formlegum hætti líkt og kveður um í lögum. Í staðinn fyrir að uppsögnin hafi verið borin upp á fundi sveitarstjórnar hafi forseti sveitarstjórnar afhent honum uppsagnarbréf. Héraðsdómur Vesturlands sýknaði Borgarbyggð í málinu, en Landsréttur dæmdi svo sveitarfélagið til að greiða Gunnlaugi 3,7 milljónir króna.
Borgarbyggð Sveitarstjórnarmál Kjaramál Uppsögn sveitarstjóra Borgarbyggðar Tengdar fréttir Gunnlaugur lagði Borgarbyggð í seinni glímunni fyrir Landsrétti Sveitarfélagið Borgarbyggð var í Landsrétti í dag dæmt til þess að greiða fyrrverandi sveitarstjóra sínum tæpar 3,7 milljónir króna. Sveitarfélagið hafði áður verið sýknað fyrir héraðsdómi. 11. nóvember 2022 15:25 Mest lesið „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ Innlent Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna Innlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Fleiri fréttir Fjórðungur kosið í prófkjöri Viðreisnar Maður hlotið stórfellt líkamstjón eftir árás ungmenna „Dorrit og eiginmaður hennar frá Íslandi eru hér“ „Mjög áhugaverð umræða“ Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Breki Atlason gefur kost á sér á lista Miðflokksins Skjálfti fannst í Hveragerði Jói Fel málar með puttunum „Voðalega eru Íslendingarnir peppaðir“ Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Handboltaveisla í beinni, málsvörn olíufélaga og fögnuður leigubílstjóra Forsætisráðherra muni alltaf hafa samráð við forseta Rannsókn vegna Deildu.net hætt tíu árum frá kæru Ríkisstjórnin rugli og olíufélögin ekki sökudólgurinn Betri að innleiða tilskipanir en verri að innleiða reglugerðir Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Hitni undir olíufélögum sem þurfi að passa sig Stórleikurinn riðlar dagskrá margra Afar sérstakt að lækka laun og það á verkalýðsdaginn sjálfan Kristrún ræðir verðbólguna og allt á suðupunkti fyrir leikinn í kvöld Aldrei verið gefnar út fleiri rauðar viðvaranir Finnist hvergi eins sterk skilyrði til umhverfisverndar í lagareldi Streymi: Heilsan okkar: Meðferð offitu hjá fullorðnum Burðardýr hlaut þungan dóm fyrir vökvasmygl Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Ráðhús Árborgar sprungið – 10 starfsmenn fluttir í annað húsnæði Streymi: Málþing um stöðu fatlaðra barna í íþróttum Lögregla eltist við afbrotamenn Harma launalækkanir í fiskeldi á Vestfjörðum Sjá meira
Gunnlaugur lagði Borgarbyggð í seinni glímunni fyrir Landsrétti Sveitarfélagið Borgarbyggð var í Landsrétti í dag dæmt til þess að greiða fyrrverandi sveitarstjóra sínum tæpar 3,7 milljónir króna. Sveitarfélagið hafði áður verið sýknað fyrir héraðsdómi. 11. nóvember 2022 15:25