Innlent

Kvöldfréttir Stöðvar 2

Auður Ösp Guðmundsdóttir skrifar
Kvöldfréttirnar eru á sínum stað klukkan 18:30.
Kvöldfréttirnar eru á sínum stað klukkan 18:30.

Maður sem var hætt kominn þegar aurskriða féll á tvo bíla á Grenivíkurvegi snemma í morgun segir ótrúlegt að enginn hafi slasast. Það eina sem hann gat gert var að halda fast í stýrið og vona það besta. Skriðusérfræðingur segir viðbúið að aurskriðum fjölgi samhliða loftlagsbreytingum. Við fjöllum ítarlega um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 klukkan 18:30.

Við tökum einnig fyrir alvarlega stöðu sem komin er upp í hitaveitumálum. Hitaveitur landsins eru að nálgast þolmörk og huga þarf að betri nýtingu á heitu vatni sem og virkjun nýrra svæða til að anna ört vaxandi eftirspurn. Komið gæti til skömmtunar á heitu vatni á köldustu dögum ársins

Þá greinum við frá nýjustu tíðindum af stríðinu í Úkraínu og ræðum við þingmann Samfylkingarinnar um söluna á hlut í Íslandsbanka. Hann segir að stjórnarliðar hljóti nú að sameinast öðrum þingmönnum um að koma verði á fót sérstakri rannsóknarnefnd til að fara yfir söluna. Málflutningur þeirra fyrrnefndu bendi til þess.

Við verðum einnig í beinni frá góðgerðarkvöldi Krafts og Krabbameinsfélagsins, þar sem hópur Sýrlendinga eldar mat fyrir gesti og gangandi, ræðum við líffræðing um umdeildar hugmyndir um að fjarlægja stíflu Elliðavatns og sýnum beint frá afhjúpun heiðursmerkis fyrir einn ástsælasta skemmtikraft þjóðarinnar. 

Þetta og margt fleira í kvöldfréttum Stöðvar 2 á slaginu 18:30.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×