Fyrsta sýnishornið úr kvikmyndinni Napóleonsskjölin Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 18. nóvember 2022 11:01 Frá tökustað á Napóleonsskjölunum. Juliette Rowland Lífið á Vísi frumsýnir í dag fyrsta sýnishornið úr kvikmyndinni Napóleonsskjölin. Myndin er byggð á samnefndri metsölubók eftir Arnald Indriðason og verður frumsýnd í lok janúar á næsta ári. Myndarinnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu og er nú loks komið að því að birta fyrsta sýnishornið úr myndinni, sem gefur smjörþefinn af því sem áhorfendur eiga von á. Leikstjóri myndarinnar er Óskar Þór Axelsson en fyrri myndir hans eru Svartur á Leik og Ég man þig sem báðar nutu mikilla vinsælda. Með aðalhlutverk fara Vivian Ólafsdóttir (Leynilögga), Jack Fox (Riviera), Iain Glen (Game of Thrones), Ólafur Darri Ólafsson, Adesuwa Oni (The Witcher), Annette Badland (Ted Lasso), Atli Óskar Fjalarsson og Þröstur Leó Gunnarsson. Sýnishornið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Fyrsta stiklan úr Napóleonsskjölunum Leyndardómar flugvélaflaksins Myndin segir frá Kristínu, metnaðarfullum lögfræðingi sem dregst inn í óvænta atburðarás þegar bróðir hennar rambar fram á flugvélaflak úr seinni heimsstyrjöldinni uppi á Vatnajökli. Kristín og háskólaprófesssorinn Simon Rush þurfa á öllu sínu að halda til þess að komast undan valdamiklum aðilum sem svífast einskis til þess að komast yfir leyndardóminn sem flugvélaflakið geymir. Stilla úr kvikmyndinni Napóleonsskjölin.Sagafilm Sagafilm framleiðir myndina í samstarfi við þýska fyrirtækið Splendid Films en Beta Cinema sér um alþjóðlega dreifingu sem hefur farið vel af stað samkvæmt upplýsingum frá Sagafilm. Með dreifingu innanlands fer Samfilm, dreifingarfyrirtæki Sambíóanna, en eins og fyrr segir verður myndin frumsýnd í lok janúar 2023. Sagafilm er eitt elsta framleiðslufyrirtæki Íslands og hefur verið í fremstu röð í framleiðslu á leiknu íslensku efni síðustu áratugi. Sagafilm framleiddi kvikmyndarnar Wolka, Víti í Vestmannaeyjum og Bjarnfreðarson en síðustu verkefni Sagafilm hafa verið sjónvarpsþáttaraðirnar Stella Blómkvist 2, Systrabönd og Ráðherrann. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá tökum á myndinni. Frá tökustað á Napóleonsskjölunum.Juliette Rowland Frá tökustað á Napóleonsskjölunum.Juliette Rowland Frá tökustað á NapóleonsskjölunumJuliette Rowland Frá tökustað á Napóleonsskjölunum.Juliette Rowland Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Gera kvikmynd úr bók Arnaldar Íslenska framleiðslufyrirtækið Sagafilm og hið þýska Splendid Film vinna nú að kvikmyndinni Operation Napoleon. Myndin er byggð á skáldsögu Arnaldar Indriðasonar, Napóleonsskjölunum, sem kom út árið 1999. 3. febrúar 2021 18:51 Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Myndarinnar hefur verið beðið með mikilli eftirvæntingu og er nú loks komið að því að birta fyrsta sýnishornið úr myndinni, sem gefur smjörþefinn af því sem áhorfendur eiga von á. Leikstjóri myndarinnar er Óskar Þór Axelsson en fyrri myndir hans eru Svartur á Leik og Ég man þig sem báðar nutu mikilla vinsælda. Með aðalhlutverk fara Vivian Ólafsdóttir (Leynilögga), Jack Fox (Riviera), Iain Glen (Game of Thrones), Ólafur Darri Ólafsson, Adesuwa Oni (The Witcher), Annette Badland (Ted Lasso), Atli Óskar Fjalarsson og Þröstur Leó Gunnarsson. Sýnishornið má sjá í spilaranum hér fyrir neðan. Klippa: Fyrsta stiklan úr Napóleonsskjölunum Leyndardómar flugvélaflaksins Myndin segir frá Kristínu, metnaðarfullum lögfræðingi sem dregst inn í óvænta atburðarás þegar bróðir hennar rambar fram á flugvélaflak úr seinni heimsstyrjöldinni uppi á Vatnajökli. Kristín og háskólaprófesssorinn Simon Rush þurfa á öllu sínu að halda til þess að komast undan valdamiklum aðilum sem svífast einskis til þess að komast yfir leyndardóminn sem flugvélaflakið geymir. Stilla úr kvikmyndinni Napóleonsskjölin.Sagafilm Sagafilm framleiðir myndina í samstarfi við þýska fyrirtækið Splendid Films en Beta Cinema sér um alþjóðlega dreifingu sem hefur farið vel af stað samkvæmt upplýsingum frá Sagafilm. Með dreifingu innanlands fer Samfilm, dreifingarfyrirtæki Sambíóanna, en eins og fyrr segir verður myndin frumsýnd í lok janúar 2023. Sagafilm er eitt elsta framleiðslufyrirtæki Íslands og hefur verið í fremstu röð í framleiðslu á leiknu íslensku efni síðustu áratugi. Sagafilm framleiddi kvikmyndarnar Wolka, Víti í Vestmannaeyjum og Bjarnfreðarson en síðustu verkefni Sagafilm hafa verið sjónvarpsþáttaraðirnar Stella Blómkvist 2, Systrabönd og Ráðherrann. Hér fyrir neðan má sjá nokkrar myndir frá tökum á myndinni. Frá tökustað á Napóleonsskjölunum.Juliette Rowland Frá tökustað á Napóleonsskjölunum.Juliette Rowland Frá tökustað á NapóleonsskjölunumJuliette Rowland Frá tökustað á Napóleonsskjölunum.Juliette Rowland
Bíó og sjónvarp Kvikmyndagerð á Íslandi Tengdar fréttir Gera kvikmynd úr bók Arnaldar Íslenska framleiðslufyrirtækið Sagafilm og hið þýska Splendid Film vinna nú að kvikmyndinni Operation Napoleon. Myndin er byggð á skáldsögu Arnaldar Indriðasonar, Napóleonsskjölunum, sem kom út árið 1999. 3. febrúar 2021 18:51 Mest lesið Hverjum var boðið á Bessastaði og hverjum ekki? Lífið Plötuverslun sniðgengur Björk og tekur tónlist hennar úr hillum Lífið Snorri Másson leggi hornin á hilluna Lífið Móðguð fyrir hönd ferðaþjónustunnar Lífið Sonurinn kominn með nafn Lífið Eyjólfur og Suzanne eignuðust stúlku Lífið Skotin ganga á víxl um „eitraðan mömmuhóp“ Lífið Smurði kúk um allt stofugólfið þar til hann kafnaði úti í horni Lífið Allt að 450 þúsund bíógestir á einu ári Lífið Vilhjálmur Bergsson er látinn Menning Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Gera kvikmynd úr bók Arnaldar Íslenska framleiðslufyrirtækið Sagafilm og hið þýska Splendid Film vinna nú að kvikmyndinni Operation Napoleon. Myndin er byggð á skáldsögu Arnaldar Indriðasonar, Napóleonsskjölunum, sem kom út árið 1999. 3. febrúar 2021 18:51