Fjárhæð eingreiðslu til handa öryrkjum ákvörðuð í næstu viku Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 17. nóvember 2022 11:52 Formaður fjárlaganefndar telur að upphæð eingreiðslunnar muni hækka. Endanleg ákvörðun verður sennilega tekin í næstu viku. Vísir/Vilhelm Eingreiðsla til handa örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum í desember verður um helmingi minni en hún var í fyrra samkvæmt fjáraukalögum eða rétt tæpar 28 þúsund krónur. Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, formaður fjárlaganefndar, segir að þessi eingreiðsla hefði upphaflega komið til vegna COVID-19 en vegna verðbólgunnar hafi þótt skynsamlegt að leggja hana ekki alveg af. Ekki er búið að taka endanlega ákvörðun um fjárhæðina. „Það er vert að taka það fram að þetta er auðvitað ekki jólabónus eða neitt slíkt – það er innbyggt í kerfið að örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar fá slíkar greiðslur þannig að þessi eingreiðsla hefur komið til viðbótar síðustu tvö ár vegna ástandsins. Og núna var ákveðið að hálfu ríkisstjórnarinnar að leggja til helminginn þar sem verðbólga og annað þykir hvetja til þess að þessu verði ekki alveg hætt.“ Ekki sé búið að taka endanlega ákvörðun um fjárhæðina og að mati Bjarkeyjar þurfi að gera betur. Sjá nánar: Samstaða náðst um 53 þúsund króna aukagreiðslu til öryrkja En maður veltir fyrir sér, hefði þarna ekki verið gott tækifæri til að styðja við þessa viðkvæðum hópa sem verðbólgan kemur verst niður á? „Jú, jú, og það er í rauninni það sem er verið að gera þó það sé ekki af hálfu ríkisstjórnarinnar sama fjárhæð og var í fyrra þá er þetta, eins og ég segi, viðbót við hefðbundnar greiðslur og eru skatta- og skerðingarlausar, öðruvísi koma þær ekki að almennilegum notum. Þannig að það er sannarlega verið að styðja við en eins og ég segi, ég tel að við þurfum að gera betur til að minnsta kosti reyna að halda í við verðbólguna og ég held að nefndin verði bara einhuga um það,“ segir Bjarkey. Inga vill að eingreiðslan nemi 60 þúsund krónum Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur þegar lagt fram breytingartillögu við frumvarp til fjáraukalaga en hún felur í sér fjárheimild fyrir 60.000 kr. eingreiðslu í desember til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega. Hún segir óboðlegt að skera niður eingreiðslu til öryrkja sér í lagi í ljósi þess að verðlag hafi hækkað svo um munar. „Einnig er lagt til að eingreiðsla verði veitt til þeirra 6.000 ellilífeyrisþega sem lökust hafa kjörin sem einnig verði undanþegin skerðingum, enda ljóst að margir ellilífeyrisþegar eru jafn illa settir og efnaminnstu öryrkjarnir og algjörlega óverjandi að mismuna að þessu leyti. Lagt er til að fjárhæð eingreiðslunnar hækki úr 53.100 kr. í 60.000 kr. með tilliti til verðlagsþróunar.“ Alþingi Félagsmál Tengdar fréttir Öryrkjar fengu að lokum viðbótargreiðslu og í tæka tíð fyrir jólin Tryggingastofnun hefur greitt ríflega 24.400 örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum eingreiðslu sem nemur allt að 53.100 krónum. 23. desember 2021 18:01 Alþingismenn samstíga um kjarabætur til öryrkja Fulltrúar allra flokka á Alþingi eru sammála um nauðsyn þess að frumvarp sem felur í sér fimmtíu þúsund króna eingreiðslu og hækkun skerðingamarka bóta öryrkja verði að lögum fyrir jól. Full samstaða á Alþingi er ekki algeng í málum sem þessum. 8. desember 2020 19:21 Samstaða náðst um 53 þúsund króna aukagreiðslu til öryrkja Samstaða náðist í kvöld í fjárlaganefnd Alþingis um tillögu þess efnis að öryrkjum yrði greidd 53 þúsund króna aukagreiðslu til viðbótar við desemberuppbót sína. 20. desember 2021 19:48 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
„Það er vert að taka það fram að þetta er auðvitað ekki jólabónus eða neitt slíkt – það er innbyggt í kerfið að örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegar fá slíkar greiðslur þannig að þessi eingreiðsla hefur komið til viðbótar síðustu tvö ár vegna ástandsins. Og núna var ákveðið að hálfu ríkisstjórnarinnar að leggja til helminginn þar sem verðbólga og annað þykir hvetja til þess að þessu verði ekki alveg hætt.“ Ekki sé búið að taka endanlega ákvörðun um fjárhæðina og að mati Bjarkeyjar þurfi að gera betur. Sjá nánar: Samstaða náðst um 53 þúsund króna aukagreiðslu til öryrkja En maður veltir fyrir sér, hefði þarna ekki verið gott tækifæri til að styðja við þessa viðkvæðum hópa sem verðbólgan kemur verst niður á? „Jú, jú, og það er í rauninni það sem er verið að gera þó það sé ekki af hálfu ríkisstjórnarinnar sama fjárhæð og var í fyrra þá er þetta, eins og ég segi, viðbót við hefðbundnar greiðslur og eru skatta- og skerðingarlausar, öðruvísi koma þær ekki að almennilegum notum. Þannig að það er sannarlega verið að styðja við en eins og ég segi, ég tel að við þurfum að gera betur til að minnsta kosti reyna að halda í við verðbólguna og ég held að nefndin verði bara einhuga um það,“ segir Bjarkey. Inga vill að eingreiðslan nemi 60 þúsund krónum Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, hefur þegar lagt fram breytingartillögu við frumvarp til fjáraukalaga en hún felur í sér fjárheimild fyrir 60.000 kr. eingreiðslu í desember til örorku- og endurhæfingarlífeyrisþega. Hún segir óboðlegt að skera niður eingreiðslu til öryrkja sér í lagi í ljósi þess að verðlag hafi hækkað svo um munar. „Einnig er lagt til að eingreiðsla verði veitt til þeirra 6.000 ellilífeyrisþega sem lökust hafa kjörin sem einnig verði undanþegin skerðingum, enda ljóst að margir ellilífeyrisþegar eru jafn illa settir og efnaminnstu öryrkjarnir og algjörlega óverjandi að mismuna að þessu leyti. Lagt er til að fjárhæð eingreiðslunnar hækki úr 53.100 kr. í 60.000 kr. með tilliti til verðlagsþróunar.“
Alþingi Félagsmál Tengdar fréttir Öryrkjar fengu að lokum viðbótargreiðslu og í tæka tíð fyrir jólin Tryggingastofnun hefur greitt ríflega 24.400 örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum eingreiðslu sem nemur allt að 53.100 krónum. 23. desember 2021 18:01 Alþingismenn samstíga um kjarabætur til öryrkja Fulltrúar allra flokka á Alþingi eru sammála um nauðsyn þess að frumvarp sem felur í sér fimmtíu þúsund króna eingreiðslu og hækkun skerðingamarka bóta öryrkja verði að lögum fyrir jól. Full samstaða á Alþingi er ekki algeng í málum sem þessum. 8. desember 2020 19:21 Samstaða náðst um 53 þúsund króna aukagreiðslu til öryrkja Samstaða náðist í kvöld í fjárlaganefnd Alþingis um tillögu þess efnis að öryrkjum yrði greidd 53 þúsund króna aukagreiðslu til viðbótar við desemberuppbót sína. 20. desember 2021 19:48 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent Fleiri fréttir Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Sjá meira
Öryrkjar fengu að lokum viðbótargreiðslu og í tæka tíð fyrir jólin Tryggingastofnun hefur greitt ríflega 24.400 örorku- og endurhæfingarlífeyrisþegum eingreiðslu sem nemur allt að 53.100 krónum. 23. desember 2021 18:01
Alþingismenn samstíga um kjarabætur til öryrkja Fulltrúar allra flokka á Alþingi eru sammála um nauðsyn þess að frumvarp sem felur í sér fimmtíu þúsund króna eingreiðslu og hækkun skerðingamarka bóta öryrkja verði að lögum fyrir jól. Full samstaða á Alþingi er ekki algeng í málum sem þessum. 8. desember 2020 19:21
Samstaða náðst um 53 þúsund króna aukagreiðslu til öryrkja Samstaða náðist í kvöld í fjárlaganefnd Alþingis um tillögu þess efnis að öryrkjum yrði greidd 53 þúsund króna aukagreiðslu til viðbótar við desemberuppbót sína. 20. desember 2021 19:48