Lífið

Endaði sem víkingur eftir að hafa greinst með krabbamein

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jökull Tandri hefur verið víkingur í 12 ár. 
Jökull Tandri hefur verið víkingur í 12 ár. 

Þættirnir Afbrigði í umsjón Ingileifar Friðriksdóttur hófu göngu sína á nýjan leik á Stöð 2 í gærkvöldi en þar er fjallað um fólk sem lifir óhefðbundnum lífsstíl og er óhætt að segja að um afar sérstaka og öðruvísi þætti sé að ræða.

Í þættinum í gær var fjallað um Víkinga frá fornöld. Jökull Tandri Ámundason er jarl víkingafélags hér á landi en það er það stærsta starfandi hér á landi.

„Ég fékk krabbamein árið 2010, eitlafrumukrabbamein á fyrsta stigi og fer í gegnum það á ári. Þetta er á svipuðum tíma og þegar Eyjafjallajökull gýs og þá læri ég að lifa lífinu upp á nýtt. Svo er ég í partíi með vinum mínum þegar við sjáum annan vin okkar vera skemmta sér konunglega í útilegu þar sem hann var að slást og taka þátt í einhverju veseni. Við stungum upp á það við hvorn annan að ef á versta veg færi þá ættum við allavega að prófa eitthvað skemmtilegt. Það er orsökin fyrir því að ég byrjaði,“ segir Jökull.

Það tók ekki langan tíma fyrir félagið að heltaka hann algjörlega.

„Ég er að búa mér til sjálfur föt, er að skylmast, syng hástöfum og þetta kemur bara allt saman í heildarpakkann í því sem kallast að vera víkingur. Þetta hefur verið fjölskyldan mín síðustu tólf árin.“

Hér að neðan má sjá brot úr síðasta þætti af Afbrigðum.

Klippa: Endaði sem víkingur eftir að hafa greinst með krabbamein

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.