Innlent

Reykja­nes­braut opnuð tíma­bundið vegna ó­veðurs

Atli Ísleifsson skrifar
Malbikun stendur yfir á 2,7 kílómetra kafla við Straumsvík. Myndin er úr safni.
Malbikun stendur yfir á 2,7 kílómetra kafla við Straumsvík. Myndin er úr safni. Vísir/Vilhelm

Hlé hefur verið gert á malbikunarframkvæmdum á Reykjanesbraut vegna veðurs.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vegagerðinni. Þar segir að vegurinn hafi verið opnaður fyrir umferð að nýju klukkan 7 í morgun en vinna við malbikuna hafi staðið yfir frá klukkan 20 í gærkvöldi. 

„Malbikun hefst að nýju klukkan 19:00 í kvöld, fimmtudaginn 17. nóvember og stendur til 12:00 föstudaginn 18. nóvember. 

Vegurinn verður þá aftur lokaður fyrir umferð frá Grindavíkurvegi í átt að Reykjavík og hjáleið um Krýsuvíkurveg. Eins og áður verður ávallt opið fyrir umferð frá Reykjavík í átt að flugvellinum,“ segir í tilkynningunni.

Lokunina má rekja til þess að til stendur að malbika Reykjanesbraut á um 2,7 km kafla við álverið í Straumsvík.Vegagerðin

Tengdar fréttir

Reykja­nes­braut lokuð í sólar­hring

Reykjanesbraut verður lokað í kvöld á kaflanum frá Grindavíkurvegi og í átt að Hafnarfirði vegna malbiksframkvæmda. Veginum verður lokað klukkan 20 í kvöld og er áætlað að opnað verði á ný klukkan 20 annað kvöld.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×