8 dagar í Idol: Hjartaknúsarinn Helgi Rafn heillaði alla Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 17. nóvember 2022 09:01 Helgi Rafn heillaði dómara og áhorfendur upp úr skónum árið 2002. Margir muna eflaust eftir Helga Rafni, hjartaknúsaranum með brúnu augun, sem bræddi margan kvenpeninginn í fyrstu þáttaröð af Idol. Það eru nítján ár síðan hinn 18 ára gamli MH-ingur Helgi Rafn Ingvarsson mætti á Hótel Loftleiðir í áheyrnarprufur fyrir fyrstu þáttaröð Idol. Hann flutti lagið Running Out Of Time með hljómsveitinni Jet Black Joe og er óhætt að segja að hann hafi heillað dómarana. „Það er eitthvað sem þú hefur hérna inni. Geislunin og þú ert með útlitið, þú ert með allt með þér. Ég vil sjá þig áfram,“ sagði Idol dómarinn Sigga Beinteins. Dómararnir Þorvaldur Bjarni og Bubbi Morthens tóku undir og komst Helgi því áfram í næstu prufur í Austurbæ. Helgi vissi það ekki þá, en hann átti eftir að komast alla leið í Vetrargarðinn og heilla íslenskar stúlkur upp úr skónum. Hann hafnaði í 6. sæti keppninnar, en það var Kalli Bjarni sem stóð uppi sem sigurvegari. Sjá: 15 dagar í Idol: „Ég man nákvæmlega eftir augnablikinu þegar nafn mitt var kallað“ Það má með sanni segja að Helgi Rafn hafi tekið tónlistina föstum tökum eftir keppnina. Hann er nú doktor í tónsmíðum og starfar sem tónskáld, stjórnandi, söngvari og kennari. Rifjum upp augnablikið þegar þjóðin kynntist Helga fyrst á Hótel Loftleiðum. Klippa: Helgi Rafn - Fyrsta þáttaröð Idol Idol verður á Stöð 2 á föstudagskvöldum í vetur. Fleiri hundruð söngvarar spreyttu sig í áheyrnaprufunum en að lokum mun einn standa uppi sem sigurvegari. Fyrsti þáttur fer í loftið föstudagskvöldið 25. nóvember. Idol Bíó og sjónvarp Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira
Það eru nítján ár síðan hinn 18 ára gamli MH-ingur Helgi Rafn Ingvarsson mætti á Hótel Loftleiðir í áheyrnarprufur fyrir fyrstu þáttaröð Idol. Hann flutti lagið Running Out Of Time með hljómsveitinni Jet Black Joe og er óhætt að segja að hann hafi heillað dómarana. „Það er eitthvað sem þú hefur hérna inni. Geislunin og þú ert með útlitið, þú ert með allt með þér. Ég vil sjá þig áfram,“ sagði Idol dómarinn Sigga Beinteins. Dómararnir Þorvaldur Bjarni og Bubbi Morthens tóku undir og komst Helgi því áfram í næstu prufur í Austurbæ. Helgi vissi það ekki þá, en hann átti eftir að komast alla leið í Vetrargarðinn og heilla íslenskar stúlkur upp úr skónum. Hann hafnaði í 6. sæti keppninnar, en það var Kalli Bjarni sem stóð uppi sem sigurvegari. Sjá: 15 dagar í Idol: „Ég man nákvæmlega eftir augnablikinu þegar nafn mitt var kallað“ Það má með sanni segja að Helgi Rafn hafi tekið tónlistina föstum tökum eftir keppnina. Hann er nú doktor í tónsmíðum og starfar sem tónskáld, stjórnandi, söngvari og kennari. Rifjum upp augnablikið þegar þjóðin kynntist Helga fyrst á Hótel Loftleiðum. Klippa: Helgi Rafn - Fyrsta þáttaröð Idol Idol verður á Stöð 2 á föstudagskvöldum í vetur. Fleiri hundruð söngvarar spreyttu sig í áheyrnaprufunum en að lokum mun einn standa uppi sem sigurvegari. Fyrsti þáttur fer í loftið föstudagskvöldið 25. nóvember.
Idol verður á Stöð 2 á föstudagskvöldum í vetur. Fleiri hundruð söngvarar spreyttu sig í áheyrnaprufunum en að lokum mun einn standa uppi sem sigurvegari. Fyrsti þáttur fer í loftið föstudagskvöldið 25. nóvember.
Idol Bíó og sjónvarp Mest lesið Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Ekki vottur af vöðvabólgu Lífið Fleiri fréttir Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Sjá meira