Lífið

8 dagar í Idol: Hjarta­knúsarinn Helgi Rafn heillaði alla

Elma Rut Valtýsdóttir skrifar
Helgi Rafn heillaði dómara og áhorfendur upp úr skónum árið 2002.
Helgi Rafn heillaði dómara og áhorfendur upp úr skónum árið 2002.

Margir muna eflaust eftir Helga Rafni, hjartaknúsaranum með brúnu augun, sem bræddi margan kvenpeninginn í fyrstu þáttaröð af Idol. 

Það eru nítján ár síðan hinn 18 ára gamli MH-ingur Helgi Rafn Ingvarsson mætti á Hótel Loftleiðir í áheyrnarprufur fyrir fyrstu þáttaröð Idol. Hann flutti lagið Running Out Of Time með hljómsveitinni Jet Black Joe og er óhætt að segja að hann hafi heillað dómarana.

„Það er eitthvað sem þú hefur hérna inni. Geislunin og þú ert með útlitið, þú ert með allt með þér. Ég vil sjá þig áfram,“ sagði Idol dómarinn Sigga Beinteins.

Dómararnir Þorvaldur Bjarni og Bubbi Morthens tóku undir og komst Helgi því áfram í næstu prufur í Austurbæ.

Helgi vissi það ekki þá, en hann átti eftir að komast alla leið í Vetrargarðinn og heilla íslenskar stúlkur upp úr skónum. Hann hafnaði í 6. sæti keppninnar, en það var Kalli Bjarni sem stóð uppi sem sigurvegari.

Sjá: 15 dagar í Idol: „Ég man ná­­kvæm­­lega eftir augna­blikinu þegar nafn mitt var kallað“

Það má með sanni segja að Helgi Rafn hafi tekið tónlistina föstum tökum eftir keppnina. Hann er nú doktor í tónsmíðum og starfar sem tónskáld, stjórnandi, söngvari og kennari.

Rifjum upp augnablikið þegar þjóðin kynntist Helga fyrst á Hótel Loftleiðum.

Klippa: Helgi Rafn - Fyrsta þáttaröð Idol

Idol verður á Stöð 2 á föstudagskvöldum í vetur. Fleiri hundruð söngvarar spreyttu sig í áheyrnaprufunum en að lokum mun einn standa uppi sem sigurvegari. Fyrsti þáttur fer í loftið föstudagskvöldið 25. nóvember. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×