Segir Ísteka starfa í skugganum með græðgina að leiðarljósi Hólmfríður Gísladóttir skrifar 17. nóvember 2022 12:54 Rósa er læknir, hestakona og hrossaræktandi. „Það eru þarna jákvæð atriði, eins og að blóðtökuhryssum hefur fækkað og það eru færri bændur og dýralæknar sem vilja taka þátt í þessu. Og það er auðvitað merki um að barátta okkar hefur skilað sér til fólksins og að fólk sé almennt upplýstara um þetta.“ Þetta segir Rósa Líf Darradóttir um ársyfirlit Ísteka yfir blóðtöku blóðmera á þessu ári. Rósa, sem er læknir, hestakona og hrossaræktandi, er meðal þeirra sem skiluðu umsögn um frumvarp Ingu Sæland um bann við blóðmerahaldi á Íslandi. Hún er fylgjandi banninu og segir að í yfirliti Ísteka sé það loksins staðfest að tekið sé blóð sjö til átta sinnum úr meirihluta hryssanna. „Eftirlitið hefur náttúrulega ekki verið gott fram til þessa, það hefur verið ófullnægjandi og óskilvirkt og að mestu farið fram á vegum fyrirtækisins,“ segir Rósa. „Og til dæmis um hversu lélegt það hefur verið er að þetta er í fyrsta sinn sem verið er að skrá frávik við blóðtöku.“ Þar vísar Rósa til þess sem kemur fram í yfirlitinu að af um 24 þúsund blóðtökum hafi frávik verið skráð í 391 tilviki, langflest vegna hryssa sem sýndu einkenni ótta eða streitu. Endurtekin frávik hafi verið skráð hjá 41 hryssu og sé það ráðlegging Ísteka að bændur íhugi hvort „þær eigi heima í þessu hlutverki“. Rósa segir enn skorta á svör um hvort blóðtakan hafi verið stöðvuð í umræddum tilvikum en svo virðist ekki vera ef marka má yfirlitið, þar sem segir að meirihluti hryssanna hafi róast strax eða á meðan dvöl þeirra í blóðtökubásnum stóð. Gefur lítið fyrir „ótrúverðugar fullyrðingar“ Ísteka Ný reglugerð var sett um blóðmerahald síðastliðið sumar, þar sem meðal annars var kveðið á um hert eftirlit með starfseminni. Þeir sem vilja banna starfsemina benda hins vegar á að engar breytingar hafi verið gerðar á því blóðmagni sem heimilt er að taka né kveðið á um tamningu eða þjálfun meranna fyrir blóðtöku. Þá hefur það verið gagnrýnt að Ísteka er enn heimilt að umbuna bændum eftir því hversu mikið blóð næst úr skepnunum. Rósa gagnrýnir einnig það sem hún kallar „ótrúverðugar fullyrðingar“ í yfirliti Ísteka um ógnanir í garð bænda af hálfu dýraverndarsinna. „Við gefum lítið fyrir þetta; þetta er bara yfirklór og við vísum þessu til föðurhúsanna. Við höfum lagt mikla vinnu í að afla gagna; höfum kallað eftir staðreyndum og upplýsingum og rætt við sérfræðinga. Talað við aðra framleiðendur sem fara allt öðruvísi að.“ Hún segir starfsemi Ísteka hins vegar hafa fengið að „þrífast í skugganum“, með græðgina að leiðarljósi. Rósa vísar til umsagnar Dýralæknafélags Íslands, sem kallar eftir því að niðurstöður yfirstandandi rannsóknar á blóðhag, blóðefnastöðu og öðrum þáttum til að meta áhrif blóðtökunnar á hryssurnar verði ritrýndar og birtar. Þá vitnar hún í lokaorð umsagnar Samtaka um dýravelferð á Íslandi, þar sem hún situr í stjórn. „Stjórnvöld Íslands verða að uppfæra lög í takt við skilning samtímans á velferð dýra. Að ræna fylfullar, mjólkandi hryssur blóði sínu til þess að framleiða frjósemislyf í gróðaskyni samræmist engan veginn þessum skilningi og ætti að heyra sögunni til.“ Dýr Dýraheilbrigði Blóðmerahald Lyf Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira
Þetta segir Rósa Líf Darradóttir um ársyfirlit Ísteka yfir blóðtöku blóðmera á þessu ári. Rósa, sem er læknir, hestakona og hrossaræktandi, er meðal þeirra sem skiluðu umsögn um frumvarp Ingu Sæland um bann við blóðmerahaldi á Íslandi. Hún er fylgjandi banninu og segir að í yfirliti Ísteka sé það loksins staðfest að tekið sé blóð sjö til átta sinnum úr meirihluta hryssanna. „Eftirlitið hefur náttúrulega ekki verið gott fram til þessa, það hefur verið ófullnægjandi og óskilvirkt og að mestu farið fram á vegum fyrirtækisins,“ segir Rósa. „Og til dæmis um hversu lélegt það hefur verið er að þetta er í fyrsta sinn sem verið er að skrá frávik við blóðtöku.“ Þar vísar Rósa til þess sem kemur fram í yfirlitinu að af um 24 þúsund blóðtökum hafi frávik verið skráð í 391 tilviki, langflest vegna hryssa sem sýndu einkenni ótta eða streitu. Endurtekin frávik hafi verið skráð hjá 41 hryssu og sé það ráðlegging Ísteka að bændur íhugi hvort „þær eigi heima í þessu hlutverki“. Rósa segir enn skorta á svör um hvort blóðtakan hafi verið stöðvuð í umræddum tilvikum en svo virðist ekki vera ef marka má yfirlitið, þar sem segir að meirihluti hryssanna hafi róast strax eða á meðan dvöl þeirra í blóðtökubásnum stóð. Gefur lítið fyrir „ótrúverðugar fullyrðingar“ Ísteka Ný reglugerð var sett um blóðmerahald síðastliðið sumar, þar sem meðal annars var kveðið á um hert eftirlit með starfseminni. Þeir sem vilja banna starfsemina benda hins vegar á að engar breytingar hafi verið gerðar á því blóðmagni sem heimilt er að taka né kveðið á um tamningu eða þjálfun meranna fyrir blóðtöku. Þá hefur það verið gagnrýnt að Ísteka er enn heimilt að umbuna bændum eftir því hversu mikið blóð næst úr skepnunum. Rósa gagnrýnir einnig það sem hún kallar „ótrúverðugar fullyrðingar“ í yfirliti Ísteka um ógnanir í garð bænda af hálfu dýraverndarsinna. „Við gefum lítið fyrir þetta; þetta er bara yfirklór og við vísum þessu til föðurhúsanna. Við höfum lagt mikla vinnu í að afla gagna; höfum kallað eftir staðreyndum og upplýsingum og rætt við sérfræðinga. Talað við aðra framleiðendur sem fara allt öðruvísi að.“ Hún segir starfsemi Ísteka hins vegar hafa fengið að „þrífast í skugganum“, með græðgina að leiðarljósi. Rósa vísar til umsagnar Dýralæknafélags Íslands, sem kallar eftir því að niðurstöður yfirstandandi rannsóknar á blóðhag, blóðefnastöðu og öðrum þáttum til að meta áhrif blóðtökunnar á hryssurnar verði ritrýndar og birtar. Þá vitnar hún í lokaorð umsagnar Samtaka um dýravelferð á Íslandi, þar sem hún situr í stjórn. „Stjórnvöld Íslands verða að uppfæra lög í takt við skilning samtímans á velferð dýra. Að ræna fylfullar, mjólkandi hryssur blóði sínu til þess að framleiða frjósemislyf í gróðaskyni samræmist engan veginn þessum skilningi og ætti að heyra sögunni til.“
Dýr Dýraheilbrigði Blóðmerahald Lyf Mest lesið Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Skrifa nú undir samninginn sem féll af borðinu eftir hitafundinn Erlent Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Innlent Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Innlent Líkamsárás á veitingastað Innlent Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Innlent Fleiri fréttir „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Gætu þurft að endurskoða aukastörf lögreglumanna Mjöll Snæsdóttir er látin Jafnréttisstofa kallar eftir svörum frá Ingu vegna skipunar í stjórn HMS Grunar að fleiri lögreglumenn hafi verið viðriðnir njósnirnar Segir Jon Øigarden Ingvar E þeirra Norðmanna Jafnréttisstofa krefur Ingu Sæland um útskýringu á vali á stjórnarmönnum „Það er ekkert til sem heitir að heita trúnaði um fundarbeiðni“ Fjölmiðlanefnd tekur fyrir umfjöllun Fréttarinnar Ráðherra vill að leigubílsstjórar tali íslensku Mál Ásthildar Lóu krufið fyrir opnum tjöldum Vill að þingflokkar vinni saman að því að stytta frí þingmanna Mikilvægt að vita hvar og hvernig réttar upplýsingar fást í krísuástandi Sjá meira