Innlent

Hátt í tvö hundruð naut­gripir fjar­lægðir vegna gruns um van­rækslu

Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar
Nautgripirnir verða fluttir af bænum.
Nautgripirnir verða fluttir af bænum. Steinunn Árnadóttir

Matvælastofnun og Lögreglan á Vesturlandi eru nú að fjarlægja á annað hundrað nautgripa af bóndabæ í Borgarfirði vegna gruns um vanrækslu. Íbúi í Borgarfirði segir að grípa hefði þurfti til aðgerðana mun fyrr. 

Fréttastofa hefur ítarlega fjallað um meinta vanrækslu dýra í Borgarfirði síðan í ágúst. Þrettán hross voru aflífuð vegna alvarlegs átstands í október en þau sem eftir voru sögð í viðkvæmu ásandi af MAST. Þá var sauðfé fjarlægt þaðan í síðustu viku og Matvælastofnun kvaðst hafa gripið til aðgerða vegna meintrar vanrækslu nautgripa á bænum.

Nautgripir á svæðinu í gær.

Aðgerðir Matvælastofnunar við fjarlægingu nautgripanna hófst í gær en íbúi í Borgarnesi, sem hefur fylgst náið með ástandi dýranna, segir marga nautgripina varla hafa komist í vatn og fóður undanfarnar vikur.

„Þetta byrjaði upp úr klukkan eitt, þá komu bílar aðvífandi. Lögreglubílar og frá Matvælastofnun og sláturbílar og það var byrjað að taka nautgripi ú rþessum útihúsum,“ segir Steinunn Árnadóttir, íbúi í Borgarnesi. Inni í húsunum hafi verið tæplega 150 nautgripir og úti í kring um þrjátíu.

Hún hafi engin svör fengið frá Matvælastofnun.

„Ég er margbúin að senda þeim ðóst og ekki í eitt einasta skipti fengið viðbrögð við þeim póstum,“ segir Steinunn. 

Lögregla og MAST eru nú á staðnum.Steinunn Árnadóttir

Skipaður var bústjóri á bænum um helgina, sem tryggði meðal annars að dýrin væru fóðruð.

„Þeir fengu örugglega í fyrsta skipti í langan tíma gott fóður.“

Hefði ekki þurft að gera það miklu fyrr?

„Ju, það er margt þarna sem hefði þurft að gera miklu fyrr.“

Lögreglan á Vesturlandi staðfestir í samtali við fréttastofu að hún hafi verið MAST innan handar í aðgerðunum. Dýralæknir hjá MAST, sem fréttastofa ræddi við í dag, sagði í samtali við fréttastofu að dýrin á bænum hafi ekki verið vannærð eða níðst á þeim. Einfaldlega hafi ábúendur ekki uppfyllt þau skilyrði og réttindi sem dýrin eigi með lögum og umsjón heilt yfir verið slæm. 


Tengdar fréttir

Hundruð hyggjast bjarga dýrunum á Nýja­bæ

Rúmlega hundrað manns hafa sagst hafa áhuga á því að fara að Nýjabæ í Borgarfirði á morgun til að bjarga þeim búfénaði sem er þar. MAST og lögreglan á Vesturlandi biðlar til fólks að mæta ekki. 

Kvart, kukl og kvein­stafir MAST

Dr. Hrönn Ólina Jörundsdóttur, forstjóri MAST, hefur ákveðið að bölsótast út í réttmæta og rökstudda gagnrýni dýraverndarsinna og brúkar til þess sjálfa heimasíðu MAST undir liðnum fréttir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×