Innlent

Sprengi­sandur: Dánar­að­stoð, Evrópu­sam­bandið og út­lendinga­mál

Bjarki Sigurðsson skrifar
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.
Sprengisandur hefst klukkan 10. Kristján Kristjánsson stýrir þættinum að venju.

Þjóðmálaþátturinn Sprengisandur er í beinni útsendingu á Bylgjunni og hér á Vísi frá klukkan tíu til tólf alla sunnudaga. Í þættinum fær Kristján Kristjánsson til sín góða gesti og fer yfir þau málefni sem eru efst á baugi í samfélaginu hverju sinni.

Fyrsti gestur í dag er Ingrid Kuhlman sem öðrum fremur hefur haft frumkvæði að umræðu um dánaraðstoð sem víða er heimil en ekki hérlendis þó. Hvað rekur hana áfram, hver eru rökin, við kynnumst því á morgun.

Þorsteinn Pálsson, einn reyndasti stjórnmálamaður landsins ætlar að svara þeirri spurningu hvort Evrópudraumur (sumra) Íslendinga sé dauður. Þegar innrásin í Úkraínu hófst mátti búast við að Íslendingar færðust nær Evrópusambandinu en raunin er önnur og nú síðast ýtti formaður Samfylkingar þessu máli til hliðar.

Ég held áfram að ræða útlendingamálin enda ekki vanþörf á, Helga Vala Helgadóttir, Bryndís Haraldsdóttir og Jódís Skúladóttir alþingismenn rökræða stöðuna, stefnuna og aðgerðir stjórnvalda.

Í lok þáttar mætir til mín Guðmundur Hálfdánarson, hinn fjölfróði sagnfræðingur, viðfangsefnið eru nýafstaðnar kosningar í Bandaríkjunum, menningarstríðið svokallaða sem þar geysar, ástæður þess og afleiðingar þar vestra en líka um allan hinn vestræna heim.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.