Heppni að rjúpnaskytta slasaðist ekki degi fyrr Bjarki Sigurðsson skrifar 12. nóvember 2022 14:00 Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi. Hann segir það vera gífurlega mikilvægt að tryggja fjarskiptainnviði landsins. Vísir/Vilhelm Ekkert símasamband var á Skagaströnd í þrjá klukkutíma í byrjun mánaðar. Íbúar á svæðinu hefðu ekki getað haft samband við Neyðarlínuna á meðan. Þingmaður Vinstri grænna segir að tryggja þurfi tvítengingu fjarskipta svo slíkt atvik komi ekki aftur fyrir. Rjúpnaskytta slasaðist alvarlega á svæðinu daginn eftir sambandsleysið Ljósleiðarastrengur fór úr sambandi á Skagaströnd í upphafi mánaðar. Við það missti allt sveitarfélagið netsamband í sex klukkustundir og símasamband í þrjár klukkustundir. Ekki hefði verið hægt að hringja í neyðarlínuna ef slys hefði átt sér stað. Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, segir mjög alvarlegar aðstæður hafa myndast þarna. Tryggja þurfi fjarskipti landsbyggðarinnar við önnur sveitarfélög. „Það hefur verið gert vel í því að koma á nútíma farsímasambandi sem víðast, ljósleiðara og slíku. En það hefur ekki verið hugsað nægilega um það að það skipti gríðarlegu máli að það sé til staðar öllum stundum. Til þess þarf að vera tvítenging fjarskipta. Ef að það fer út eina leiðina þá sé önnur leið til að tryggja fjarskipti. Jafnvel þó slíkar aðstæður komi ekki upp nema á nokkurra ára fresti getur það verið á ögurstundu sem slíkt gerist,“ segir Bjarni í samtali við fréttastofu. Mikilvægur hluti af þjóðaröryggi Hann vill að meiri áhersla sé lögð á að fjarskiptaöryggi sé tryggt öllum stundum. Varaleiðir á landsvísu komi í veg fyrir að svona öryggisbrestur geti átt sér stað. „Vissulega mun það kosta fjármuni en þetta er eitthvað sem verður að gera. Ég tel að með því að skilgreina þessi fjarskipti enn frekar sem hluta af okkar þjóðaröryggi þá sé enn meiri þungi settur í að tryggja þessa innviði,“ segir Bjarni. Daginn eftir sambandsleysið slasaðist rjúpnaskytta alvarlega á svæðinu. Flytja þurfti hana með sjúkraflugi frá Blönduósflugvelli. Bjarni segist ekki vilja hugsa sér hvað hefði gerst ef slysið hefði átt sér stað degi fyrr. „Það hefði getað tekið lengri tíma og mögulega undir slíkum kringumstæðum skapað enn alvarlegri aðstæður ef ekki er hægt að bregðast strax við. Á undanförnum vikum hafa verið að koma upp, því miður, tilvik sem hafa kallað á viðbúnað,“ segir Bjarni. Skagaströnd Skagabyggð Fjarskipti Tengdar fréttir Alvarlegir öryggisbrestir í fjarskiptum Sú hættulega staða sem kom upp fyrir nokkrum dögum þegar net og símasambandslaust varð á Skagaströnd og í Skagabyggð afhjúpar alvarlega veikleika í fjarskiptaöryggi byggðarlaga á landsbyggðinni. Þá lá netsamband niðri í 6 stundir og var með öllu símasambandslaust í 3 tíma og ótraust þess fyrir utan eftir að grafinn var í sundur ljósleiðari vegna framkvæmda í Refasveit. 11. nóvember 2022 20:01 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Hafi ákveðið að tvöfalda framlagið vegna prófkjörs Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Ljósleiðarastrengur fór úr sambandi á Skagaströnd í upphafi mánaðar. Við það missti allt sveitarfélagið netsamband í sex klukkustundir og símasamband í þrjár klukkustundir. Ekki hefði verið hægt að hringja í neyðarlínuna ef slys hefði átt sér stað. Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, segir mjög alvarlegar aðstæður hafa myndast þarna. Tryggja þurfi fjarskipti landsbyggðarinnar við önnur sveitarfélög. „Það hefur verið gert vel í því að koma á nútíma farsímasambandi sem víðast, ljósleiðara og slíku. En það hefur ekki verið hugsað nægilega um það að það skipti gríðarlegu máli að það sé til staðar öllum stundum. Til þess þarf að vera tvítenging fjarskipta. Ef að það fer út eina leiðina þá sé önnur leið til að tryggja fjarskipti. Jafnvel þó slíkar aðstæður komi ekki upp nema á nokkurra ára fresti getur það verið á ögurstundu sem slíkt gerist,“ segir Bjarni í samtali við fréttastofu. Mikilvægur hluti af þjóðaröryggi Hann vill að meiri áhersla sé lögð á að fjarskiptaöryggi sé tryggt öllum stundum. Varaleiðir á landsvísu komi í veg fyrir að svona öryggisbrestur geti átt sér stað. „Vissulega mun það kosta fjármuni en þetta er eitthvað sem verður að gera. Ég tel að með því að skilgreina þessi fjarskipti enn frekar sem hluta af okkar þjóðaröryggi þá sé enn meiri þungi settur í að tryggja þessa innviði,“ segir Bjarni. Daginn eftir sambandsleysið slasaðist rjúpnaskytta alvarlega á svæðinu. Flytja þurfti hana með sjúkraflugi frá Blönduósflugvelli. Bjarni segist ekki vilja hugsa sér hvað hefði gerst ef slysið hefði átt sér stað degi fyrr. „Það hefði getað tekið lengri tíma og mögulega undir slíkum kringumstæðum skapað enn alvarlegri aðstæður ef ekki er hægt að bregðast strax við. Á undanförnum vikum hafa verið að koma upp, því miður, tilvik sem hafa kallað á viðbúnað,“ segir Bjarni.
Skagaströnd Skagabyggð Fjarskipti Tengdar fréttir Alvarlegir öryggisbrestir í fjarskiptum Sú hættulega staða sem kom upp fyrir nokkrum dögum þegar net og símasambandslaust varð á Skagaströnd og í Skagabyggð afhjúpar alvarlega veikleika í fjarskiptaöryggi byggðarlaga á landsbyggðinni. Þá lá netsamband niðri í 6 stundir og var með öllu símasambandslaust í 3 tíma og ótraust þess fyrir utan eftir að grafinn var í sundur ljósleiðari vegna framkvæmda í Refasveit. 11. nóvember 2022 20:01 Mest lesið Davos-vaktin: Útilokar að beita hervaldi á Grænlandi en krefst viðræðna Erlent Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Innlent Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Innlent Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Innlent Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara Innlent Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Innlent Vél Trump snúið við en ræðan enn á dagskrá Erlent Hvað býr bakvið sólgleraugu Macron? Erlent Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Innlent Fleiri fréttir Þjóðaröryggisráð boðað til fundar Hafi ákveðið að tvöfalda framlagið vegna prófkjörs Formaður Sjálfstæðisflokksins fer yfir þunga stöðu Hættu við lendingu í miðju aðflugi Taldi sig mega birta nektarmyndir af fyrrverandi en dómarinn hélt ekki Unnu að því að stofna „Vélfag 2.0“ og tölvur með teikningum fjarlægðar Drógu dauðan hval lengst út í hafsauga Segir gagnrýni minnihlutans til þess gerða að dreifa athygli Nú má heita Friðálv Gletting Lucíuson Náðu sex byssum úr byssuskáp á Akureyri Parísarheimsókn fjárlaganefndar „mjög fróðleg“ Með 29 kíló af maríjúana í töskunum Brúnni yfir Helluvatn lokað í fimm vikur Stjórnarformaður Vélfags handtekinn í aðgerðum saksóknara „Það er ekki laust við að það fari um mann“ Miðflokkurinn nálgast Samfylkingu Milljarða útspil meirihlutans „fullkomlega ábyrgðarlaust“ og lykti af prófkjörsbaráttu Ákærður fyrir nauðgun á nýársdag Markverð tíðindi í nýrri Maskínukönnun um fylgið á landsvísu Hátt í tíu þúsund manns án atvinnu í desember Sex sagt upp í menntamálaráðuneytinu Hættur í Viðreisn og sækist eftir formennsku í SI Vinnuslys þar sem maður „missti höndina inn í vals“ Baráttan um Framsókn muni snúast um sögulega stöðu Ráðherra segir ríkisvaldið gefa í með framkvæmdir Sverrir Bergmann hættir í bæjarstjórn Norðfirðingar gleðjast að sjá loðnuna birtast Annasamasti dagur á bráðamóttöku í lækna minnum Neituðu að greiða starfsfólki á leið í eigin rekstur uppsagnarfrest Gríðarleg fjölgun hótana og dæmi um að setið sé fyrir lögreglumönnum Sjá meira
Alvarlegir öryggisbrestir í fjarskiptum Sú hættulega staða sem kom upp fyrir nokkrum dögum þegar net og símasambandslaust varð á Skagaströnd og í Skagabyggð afhjúpar alvarlega veikleika í fjarskiptaöryggi byggðarlaga á landsbyggðinni. Þá lá netsamband niðri í 6 stundir og var með öllu símasambandslaust í 3 tíma og ótraust þess fyrir utan eftir að grafinn var í sundur ljósleiðari vegna framkvæmda í Refasveit. 11. nóvember 2022 20:01
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent
Fyrstu viðbrögð við ræðu Donalds Trump: „Ég bíð enn eftir að mennirnir í hvítu sloppunum nái í hann“ Erlent