Heppni að rjúpnaskytta slasaðist ekki degi fyrr Bjarki Sigurðsson skrifar 12. nóvember 2022 14:00 Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi. Hann segir það vera gífurlega mikilvægt að tryggja fjarskiptainnviði landsins. Vísir/Vilhelm Ekkert símasamband var á Skagaströnd í þrjá klukkutíma í byrjun mánaðar. Íbúar á svæðinu hefðu ekki getað haft samband við Neyðarlínuna á meðan. Þingmaður Vinstri grænna segir að tryggja þurfi tvítengingu fjarskipta svo slíkt atvik komi ekki aftur fyrir. Rjúpnaskytta slasaðist alvarlega á svæðinu daginn eftir sambandsleysið Ljósleiðarastrengur fór úr sambandi á Skagaströnd í upphafi mánaðar. Við það missti allt sveitarfélagið netsamband í sex klukkustundir og símasamband í þrjár klukkustundir. Ekki hefði verið hægt að hringja í neyðarlínuna ef slys hefði átt sér stað. Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, segir mjög alvarlegar aðstæður hafa myndast þarna. Tryggja þurfi fjarskipti landsbyggðarinnar við önnur sveitarfélög. „Það hefur verið gert vel í því að koma á nútíma farsímasambandi sem víðast, ljósleiðara og slíku. En það hefur ekki verið hugsað nægilega um það að það skipti gríðarlegu máli að það sé til staðar öllum stundum. Til þess þarf að vera tvítenging fjarskipta. Ef að það fer út eina leiðina þá sé önnur leið til að tryggja fjarskipti. Jafnvel þó slíkar aðstæður komi ekki upp nema á nokkurra ára fresti getur það verið á ögurstundu sem slíkt gerist,“ segir Bjarni í samtali við fréttastofu. Mikilvægur hluti af þjóðaröryggi Hann vill að meiri áhersla sé lögð á að fjarskiptaöryggi sé tryggt öllum stundum. Varaleiðir á landsvísu komi í veg fyrir að svona öryggisbrestur geti átt sér stað. „Vissulega mun það kosta fjármuni en þetta er eitthvað sem verður að gera. Ég tel að með því að skilgreina þessi fjarskipti enn frekar sem hluta af okkar þjóðaröryggi þá sé enn meiri þungi settur í að tryggja þessa innviði,“ segir Bjarni. Daginn eftir sambandsleysið slasaðist rjúpnaskytta alvarlega á svæðinu. Flytja þurfti hana með sjúkraflugi frá Blönduósflugvelli. Bjarni segist ekki vilja hugsa sér hvað hefði gerst ef slysið hefði átt sér stað degi fyrr. „Það hefði getað tekið lengri tíma og mögulega undir slíkum kringumstæðum skapað enn alvarlegri aðstæður ef ekki er hægt að bregðast strax við. Á undanförnum vikum hafa verið að koma upp, því miður, tilvik sem hafa kallað á viðbúnað,“ segir Bjarni. Skagaströnd Skagabyggð Fjarskipti Tengdar fréttir Alvarlegir öryggisbrestir í fjarskiptum Sú hættulega staða sem kom upp fyrir nokkrum dögum þegar net og símasambandslaust varð á Skagaströnd og í Skagabyggð afhjúpar alvarlega veikleika í fjarskiptaöryggi byggðarlaga á landsbyggðinni. Þá lá netsamband niðri í 6 stundir og var með öllu símasambandslaust í 3 tíma og ótraust þess fyrir utan eftir að grafinn var í sundur ljósleiðari vegna framkvæmda í Refasveit. 11. nóvember 2022 20:01 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Ljósleiðarastrengur fór úr sambandi á Skagaströnd í upphafi mánaðar. Við það missti allt sveitarfélagið netsamband í sex klukkustundir og símasamband í þrjár klukkustundir. Ekki hefði verið hægt að hringja í neyðarlínuna ef slys hefði átt sér stað. Bjarni Jónsson, þingmaður Vinstri grænna í Norðvesturkjördæmi, segir mjög alvarlegar aðstæður hafa myndast þarna. Tryggja þurfi fjarskipti landsbyggðarinnar við önnur sveitarfélög. „Það hefur verið gert vel í því að koma á nútíma farsímasambandi sem víðast, ljósleiðara og slíku. En það hefur ekki verið hugsað nægilega um það að það skipti gríðarlegu máli að það sé til staðar öllum stundum. Til þess þarf að vera tvítenging fjarskipta. Ef að það fer út eina leiðina þá sé önnur leið til að tryggja fjarskipti. Jafnvel þó slíkar aðstæður komi ekki upp nema á nokkurra ára fresti getur það verið á ögurstundu sem slíkt gerist,“ segir Bjarni í samtali við fréttastofu. Mikilvægur hluti af þjóðaröryggi Hann vill að meiri áhersla sé lögð á að fjarskiptaöryggi sé tryggt öllum stundum. Varaleiðir á landsvísu komi í veg fyrir að svona öryggisbrestur geti átt sér stað. „Vissulega mun það kosta fjármuni en þetta er eitthvað sem verður að gera. Ég tel að með því að skilgreina þessi fjarskipti enn frekar sem hluta af okkar þjóðaröryggi þá sé enn meiri þungi settur í að tryggja þessa innviði,“ segir Bjarni. Daginn eftir sambandsleysið slasaðist rjúpnaskytta alvarlega á svæðinu. Flytja þurfti hana með sjúkraflugi frá Blönduósflugvelli. Bjarni segist ekki vilja hugsa sér hvað hefði gerst ef slysið hefði átt sér stað degi fyrr. „Það hefði getað tekið lengri tíma og mögulega undir slíkum kringumstæðum skapað enn alvarlegri aðstæður ef ekki er hægt að bregðast strax við. Á undanförnum vikum hafa verið að koma upp, því miður, tilvik sem hafa kallað á viðbúnað,“ segir Bjarni.
Skagaströnd Skagabyggð Fjarskipti Tengdar fréttir Alvarlegir öryggisbrestir í fjarskiptum Sú hættulega staða sem kom upp fyrir nokkrum dögum þegar net og símasambandslaust varð á Skagaströnd og í Skagabyggð afhjúpar alvarlega veikleika í fjarskiptaöryggi byggðarlaga á landsbyggðinni. Þá lá netsamband niðri í 6 stundir og var með öllu símasambandslaust í 3 tíma og ótraust þess fyrir utan eftir að grafinn var í sundur ljósleiðari vegna framkvæmda í Refasveit. 11. nóvember 2022 20:01 Mest lesið Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Erlent Einmana feður snúa vörn í sókn Innlent Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Innlent Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Erlent Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Innlent Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Innlent Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Innlent Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Innlent Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Innlent Framhlaup hafið í Dyngjujökli Innlent Fleiri fréttir Vill að handhafar forsetavalds fái hundrað þúsund krónur árlega Gulli Reynis látinn Tók fjórar mínútur að koma heimilisfólki á Hrafnistu í skjól Sviðsstjóri lögsækir Ríkisendurskoðun Stilla á lista Miðflokks í Kópavogi Vildi að sonurinn hefði aldrei farið á Stuðla Syrgir soninn og sér eftir vist á Stuðlum Mál ríkisendurskoðanda á borði forsætisnefndar Tveir handteknir fyrir þjófnað í Hagkaup Skaut föstum skotum á Seðlabankastjóra Framhlaup hafið í Dyngjujökli Stór útvegsfyrirtæki meðal stærstu bakhjarla Viðreisnar Ísland vildi varnagla í EES-samninginn sem nú er notaður gegn EES-ríkjunum Mun funda með Karli konungi Stýrivaxtalækkun og áhrif verndaraðgerða ESB metin Samfylkingin blæs til prófkjörs í borginni Skora á Lilju eftir hörfun Einars Sigurður Flosason til liðs við Þjóðkirkjuna Framsóknarmenn í Garðabæ stilla upp og skora á Willum Læknir sem sagður er kenna öllum öðrum um sviptur leyfi Réttarhöld yfir Margréti Löf hefjast Ljóslaust á fjölförnum gatnamótum Umboðsmaður óskar svara um notkun lögreglu á hrákagrímum Rúmlega tvöhundruð skjálftar frá því í gærkvöldi Einmana feður snúa vörn í sókn Lögregla í Vestmannaeyjum rannsakar mál tengt 764-glæpahópnum „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Sjá meira
Alvarlegir öryggisbrestir í fjarskiptum Sú hættulega staða sem kom upp fyrir nokkrum dögum þegar net og símasambandslaust varð á Skagaströnd og í Skagabyggð afhjúpar alvarlega veikleika í fjarskiptaöryggi byggðarlaga á landsbyggðinni. Þá lá netsamband niðri í 6 stundir og var með öllu símasambandslaust í 3 tíma og ótraust þess fyrir utan eftir að grafinn var í sundur ljósleiðari vegna framkvæmda í Refasveit. 11. nóvember 2022 20:01