Vill bjóða Jóni í skoðunarferð til Grikklands Árni Sæberg skrifar 10. nóvember 2022 21:41 Haraldur vill bjóða Jóni í utanlandsferð. Vísir/Vilhelm Haraldur Þorleifsson hefur boðist til þess að borga flugmiða og gistingu fyrir dómsmálaráðherra ef hann fylgir honum til Grikklands að skoða aðstöðu flóttafólks þar í landi. Haraldur greindi frá boðinu á Twitter fyrr í dag og tístið hefur vakið mikla athygli. Ég skal borga flugmiða og gistingu fyrir Jón Gunnarsson ef hann kemur með mér að skoða aðstöðu flóttafólks í Grikklandi.— Halli (@iamharaldur) November 10, 2022 Í samtali við Vísi segist Haraldur telja að gott myndi hljótast af ferðalagi þeirra saman til Grikklands. „Ég viðurkenni það að ég veit ekki hvað er satt og rétt í þessu, varðandi aðstæður þarna úti, og ég held að hann viti það ekki heldur. Þannig að ég held að það væri gaman að fara og skoða það saman,“ segir hann. Þegar þetta er ritað hefur boð Haraldar verið á Twitter í þónokkrar klukkustundir en að sögn Haraldar hefur dómsmálaráðherra ekki enn haft samband við hann. Ekki liggur fyrir hversu virkur Jón Gunnarsson er á Twitter. „Hann er allavega ekki búinn að hringja enn þá en ég er bara mjög bjartsýnn. Ég held að þetta sé fínasta fólk sem vill vita hvert það er að senda flóttafólk. Þannig að ég vona að hann þiggi það og við getum farið á næstu dögum,“ segir Haraldur. Þá segir hann að væri hann í stöðu dómsmálaráðherra myndi hann vilja vita í hvers konar aðstæður hann væri að senda flóttafólk. Aðgengi ekki gott í Grikklandi Haraldur hefur ekki farið varhluta af fréttaflutningi um að fimmtán flóttamönnum hafi verið fylgt til Grikklands á dögunum. Einn þeirra, Hussein Hussein, er hreyfihamlaður og styðst við hjólastól, líkt og Haraldur gerir sjálfur. Mikla reiði hefur vakið að íslensk stjórnvöld hafi fylgt honum til Grikklands. „Ég gat tengt svolítið vel við það. Ég hef verið í Grikklandi og ég veit alveg að aðgengi þar er ekki gott. En síðan veit ég náttúrulega ekkert hvernig þessar flóttamannabúðir eru. Ég veit heldur ekki til þess að það séu til flóttamannabúðir sem eru eitthvað frábærar. En síðan var ég að lesa viðtal við Jón og það virtist vera eins og hann vissi það ekki alveg heldur. Ég held að það yrði mjög auðvelt að leysa það og fara að skoða. Svo við séum ekki að giska á hvað er satt og rétt,“ segir Haraldur að lokum. Þingmenn ósammála um aðstæður Fjallað var um mál Husseins og aðstæður flóttafólks í Grikklandi almennt. Rætt var við þá Sigmar Guðmundsson, þingmann Viðreisnar, og Birgi Þórarinsson, þingmann Sjálfstæðisflokks. Birgir hefur farið til Grikklands að skoða aðstæður í flóttamannabúðum og segir forsvaranlegt að senda flóttafólk þangað. Því er Sigmar ósammála og vísar til að mynda til skýrslu Evrópuráðsins um réttindi flóttafólks í Grikklandi. Sjá má innslagið í spilaranum hér að neðan: Grikkland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir Eina svefnplássið bekkir í almenningsgörðum eða gangstéttin Sema Erla Serdar, stjórnmála- og evrópufræðingur og aktívisti, segir aðstæður flóttafólks sem sent var til Grikklands í vikunni séu óboðlegar. Það sé ekkert svefnpláss nema bekkir í almenningsgörðum eða gangstéttin. Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli á morgun. 5. nóvember 2022 20:56 Spyr hvort önnur framkvæmd sé nokkuð í boði Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, segir að farið hafi verið að lögum þegar hælisleitendum var vísað úr landi í fyrrinótt. Hann spyr hvort að önnur framkvæmd en sú að lögregla leiti uppi og vísi þeim frá landi með valdi synjað hefur verið um dvöl hér á landi en neita að fara. Forsætisráðherra minnir á að lög um útlendinga hafi verið samþykkt í breiðri sátt árið 2016. 4. nóvember 2022 11:55 Grátbáðu um að fá að vera eftir: „Svo ómannúðleg framkoma að það er engu lagi líkt“ Skólastjóri Fjölbrautarskólans við Ármúla segir framkomu stjórnvalda við tvo íraska nemendur skólans svo ómannúðlega að það er engu lagi líkt. Nemendurnir voru teknir höndum af lögreglu á leið heim úr skólanum í gær og svo sendir úr landi, líkt og fjöldi annarra í umdeildri brottvísunarhrinu á hælisleitendum. 3. nóvember 2022 19:33 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Haraldur greindi frá boðinu á Twitter fyrr í dag og tístið hefur vakið mikla athygli. Ég skal borga flugmiða og gistingu fyrir Jón Gunnarsson ef hann kemur með mér að skoða aðstöðu flóttafólks í Grikklandi.— Halli (@iamharaldur) November 10, 2022 Í samtali við Vísi segist Haraldur telja að gott myndi hljótast af ferðalagi þeirra saman til Grikklands. „Ég viðurkenni það að ég veit ekki hvað er satt og rétt í þessu, varðandi aðstæður þarna úti, og ég held að hann viti það ekki heldur. Þannig að ég held að það væri gaman að fara og skoða það saman,“ segir hann. Þegar þetta er ritað hefur boð Haraldar verið á Twitter í þónokkrar klukkustundir en að sögn Haraldar hefur dómsmálaráðherra ekki enn haft samband við hann. Ekki liggur fyrir hversu virkur Jón Gunnarsson er á Twitter. „Hann er allavega ekki búinn að hringja enn þá en ég er bara mjög bjartsýnn. Ég held að þetta sé fínasta fólk sem vill vita hvert það er að senda flóttafólk. Þannig að ég vona að hann þiggi það og við getum farið á næstu dögum,“ segir Haraldur. Þá segir hann að væri hann í stöðu dómsmálaráðherra myndi hann vilja vita í hvers konar aðstæður hann væri að senda flóttafólk. Aðgengi ekki gott í Grikklandi Haraldur hefur ekki farið varhluta af fréttaflutningi um að fimmtán flóttamönnum hafi verið fylgt til Grikklands á dögunum. Einn þeirra, Hussein Hussein, er hreyfihamlaður og styðst við hjólastól, líkt og Haraldur gerir sjálfur. Mikla reiði hefur vakið að íslensk stjórnvöld hafi fylgt honum til Grikklands. „Ég gat tengt svolítið vel við það. Ég hef verið í Grikklandi og ég veit alveg að aðgengi þar er ekki gott. En síðan veit ég náttúrulega ekkert hvernig þessar flóttamannabúðir eru. Ég veit heldur ekki til þess að það séu til flóttamannabúðir sem eru eitthvað frábærar. En síðan var ég að lesa viðtal við Jón og það virtist vera eins og hann vissi það ekki alveg heldur. Ég held að það yrði mjög auðvelt að leysa það og fara að skoða. Svo við séum ekki að giska á hvað er satt og rétt,“ segir Haraldur að lokum. Þingmenn ósammála um aðstæður Fjallað var um mál Husseins og aðstæður flóttafólks í Grikklandi almennt. Rætt var við þá Sigmar Guðmundsson, þingmann Viðreisnar, og Birgi Þórarinsson, þingmann Sjálfstæðisflokks. Birgir hefur farið til Grikklands að skoða aðstæður í flóttamannabúðum og segir forsvaranlegt að senda flóttafólk þangað. Því er Sigmar ósammála og vísar til að mynda til skýrslu Evrópuráðsins um réttindi flóttafólks í Grikklandi. Sjá má innslagið í spilaranum hér að neðan:
Grikkland Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Mál Hussein Hussein Tengdar fréttir Eina svefnplássið bekkir í almenningsgörðum eða gangstéttin Sema Erla Serdar, stjórnmála- og evrópufræðingur og aktívisti, segir aðstæður flóttafólks sem sent var til Grikklands í vikunni séu óboðlegar. Það sé ekkert svefnpláss nema bekkir í almenningsgörðum eða gangstéttin. Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli á morgun. 5. nóvember 2022 20:56 Spyr hvort önnur framkvæmd sé nokkuð í boði Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, segir að farið hafi verið að lögum þegar hælisleitendum var vísað úr landi í fyrrinótt. Hann spyr hvort að önnur framkvæmd en sú að lögregla leiti uppi og vísi þeim frá landi með valdi synjað hefur verið um dvöl hér á landi en neita að fara. Forsætisráðherra minnir á að lög um útlendinga hafi verið samþykkt í breiðri sátt árið 2016. 4. nóvember 2022 11:55 Grátbáðu um að fá að vera eftir: „Svo ómannúðleg framkoma að það er engu lagi líkt“ Skólastjóri Fjölbrautarskólans við Ármúla segir framkomu stjórnvalda við tvo íraska nemendur skólans svo ómannúðlega að það er engu lagi líkt. Nemendurnir voru teknir höndum af lögreglu á leið heim úr skólanum í gær og svo sendir úr landi, líkt og fjöldi annarra í umdeildri brottvísunarhrinu á hælisleitendum. 3. nóvember 2022 19:33 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Innlent Fleiri fréttir Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Sjá meira
Eina svefnplássið bekkir í almenningsgörðum eða gangstéttin Sema Erla Serdar, stjórnmála- og evrópufræðingur og aktívisti, segir aðstæður flóttafólks sem sent var til Grikklands í vikunni séu óboðlegar. Það sé ekkert svefnpláss nema bekkir í almenningsgörðum eða gangstéttin. Boðað hefur verið til mótmæla á Austurvelli á morgun. 5. nóvember 2022 20:56
Spyr hvort önnur framkvæmd sé nokkuð í boði Jón Gunnarsson, dómsmálaráðherra, segir að farið hafi verið að lögum þegar hælisleitendum var vísað úr landi í fyrrinótt. Hann spyr hvort að önnur framkvæmd en sú að lögregla leiti uppi og vísi þeim frá landi með valdi synjað hefur verið um dvöl hér á landi en neita að fara. Forsætisráðherra minnir á að lög um útlendinga hafi verið samþykkt í breiðri sátt árið 2016. 4. nóvember 2022 11:55
Grátbáðu um að fá að vera eftir: „Svo ómannúðleg framkoma að það er engu lagi líkt“ Skólastjóri Fjölbrautarskólans við Ármúla segir framkomu stjórnvalda við tvo íraska nemendur skólans svo ómannúðlega að það er engu lagi líkt. Nemendurnir voru teknir höndum af lögreglu á leið heim úr skólanum í gær og svo sendir úr landi, líkt og fjöldi annarra í umdeildri brottvísunarhrinu á hælisleitendum. 3. nóvember 2022 19:33