Lífið

Áður óséð aukaatriði úr Vonarstræti þar sem Auddi og Sveppi fara á kostum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fallegt ljóðakvöld. 
Fallegt ljóðakvöld. 

Þátturinn Stóra sviðið var á dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldið en í þeim þáttum leggur Steinunn Ólína fyrir þá Auðunn Blöndal og Steinda Jr., fyndnar og fjölbreyttar áskoranir í hverjum þætti.

Í þættinum á föstudaginn mættu leikararnir Þorsteinn Bachmann sem var með Audda í liði og einnig Gísli Örn Garðarsson sem var með Steinda í liði.

Eitt af verkefnunum var að bæta við atriði úr þekktri íslenskri kvikmynd og fékk Auðunn Blöndal það í hendurnar á sér.

Hann bætti við ljóðaupplestri í kvikmyndinni Vonarstræti þar sem Þorsteinn Bachmann fór með aðalhlutverkið í á sínum tíma. Þar lék hann Móra sem var landsþekkt ljóðskáld. Auðunn átti að koma upp á svið á eftir Móra og fara með frumsamið efni sem hann gerði á sinn einstaka hátt. 

Sverrir Þór Sverrisson, Sveppi, aðstoðaði Audda í atriðinu sem sjá má hér að neðan. Stóra sviðið er á dagskrá annað kvöld á Stöð 2 og þá mæta þeir Gummi Ben og Hjálmar Örn. 

Klippa: Áður óséð auka­at­riði úr Vonar­stræti þar sem Auddi og Sveppi fara á kostum





Fleiri fréttir

Sjá meira


×