Segir það hvorki hreintrúarstefnu né öfgar að vara við stafafurunni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 9. nóvember 2022 07:40 Jónatan og Árni eru sammála um að stíga þurfi varlega til jarðar hvað varðar mögulega sameiningu Skógræktarinnar og Landgræðslunnar. „Það að segja frá því opinberlega að rannsóknir sýni að stafafura sé talin ágeng tegund og að hvetja til þess að hún verði notuð með varúð er hvorki hreintrúarstefna né öfgar,“ segir Árni Bragason landgræðslustjóri. Í viðtali sem birtist í Fréttablaðinu í morgun hafnar Árni fullyrðingum í ályktun aðalfundar Skógræktarfélags Íslands, þar sem sagði að herferð hefði verið rekin í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum gegn skógrækt og íslensku skógræktarfólki. „Með herferðinni er reynt að varpa rýrð á það metnaðarfulla og árangursríka starf sem unnið hefur verið að í skóglausasta landi Evrópu og sjöunda skógfátækasta ríki heims, þar sem náttúruskógar vaxa aðeins á 1,5% landsins og ræktaðir skógar á einungis 0,5% af flatarmáli landsins. Skóggræðsla (ræktun nýrra skóga) er árangurríkasta vopnið í baráttunni gegn gróður- og jarðvegseyðingu og jafnframt ein hagkvæmasta aðferðin til þess að draga úr uppsöfnun gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu,“ sagði meðal annars í ályktuninni. Til stendur að sameina Landgræðsluna og Skógræktina en sitt sýnist hverjum um þær áætlanir. Deilur milli félaganna snúast meðal annars um fyrrnefnda stafafuru en Árni segir starfsfólk Landgræðslunnar einfaldlega vilja koma í veg fyrir „að saga alaskalúpínunnar endurtaki sig“. „Þar ber landgræðslu- og skógræktarfólk mesta ábyrgð, en við vorum á sínum tíma í góðri trú, við sáum ekki fyrir hversu ágeng tegundin er,“ segir hann. Árni segist vilja hvetja Jónatan Garðarsson, formann Skógræktarfélags Íslands, til að leggja fram staðreyndir í stað þess að bergmála rakalausar fullyrðingar. „Það er öllum hollt að kynna sér staðreyndir og komast úr bergmálshelli þar sem klifað er á röngum fullyrðingum því annars er hætta á að rangfærslurnar verði ráðandi í máli okkar og skrifum.“ Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Sjá meira
Í viðtali sem birtist í Fréttablaðinu í morgun hafnar Árni fullyrðingum í ályktun aðalfundar Skógræktarfélags Íslands, þar sem sagði að herferð hefði verið rekin í fjölmiðlum og á samfélagsmiðlum gegn skógrækt og íslensku skógræktarfólki. „Með herferðinni er reynt að varpa rýrð á það metnaðarfulla og árangursríka starf sem unnið hefur verið að í skóglausasta landi Evrópu og sjöunda skógfátækasta ríki heims, þar sem náttúruskógar vaxa aðeins á 1,5% landsins og ræktaðir skógar á einungis 0,5% af flatarmáli landsins. Skóggræðsla (ræktun nýrra skóga) er árangurríkasta vopnið í baráttunni gegn gróður- og jarðvegseyðingu og jafnframt ein hagkvæmasta aðferðin til þess að draga úr uppsöfnun gróðurhúsalofttegunda í andrúmsloftinu,“ sagði meðal annars í ályktuninni. Til stendur að sameina Landgræðsluna og Skógræktina en sitt sýnist hverjum um þær áætlanir. Deilur milli félaganna snúast meðal annars um fyrrnefnda stafafuru en Árni segir starfsfólk Landgræðslunnar einfaldlega vilja koma í veg fyrir „að saga alaskalúpínunnar endurtaki sig“. „Þar ber landgræðslu- og skógræktarfólk mesta ábyrgð, en við vorum á sínum tíma í góðri trú, við sáum ekki fyrir hversu ágeng tegundin er,“ segir hann. Árni segist vilja hvetja Jónatan Garðarsson, formann Skógræktarfélags Íslands, til að leggja fram staðreyndir í stað þess að bergmála rakalausar fullyrðingar. „Það er öllum hollt að kynna sér staðreyndir og komast úr bergmálshelli þar sem klifað er á röngum fullyrðingum því annars er hætta á að rangfærslurnar verði ráðandi í máli okkar og skrifum.“
Skógrækt og landgræðsla Mest lesið Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Innlent Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Erlent Quang Le stefnir Landsbankanum Innlent Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Innlent 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Innlent Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Erlent Vaktin: Leitin að morðingja Charlie Kirk í fullum gangi Erlent Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Innlent Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Daði Már mælir fyrir fjárlögum næsta árs Ofbeldi foreldra gegn börnum jókst um nær helming 3,7 stiga skjálfti í Árnesi Ákall um íslenskukennslu: „Oft var þörf en nú er nauðsyn“ Vilja styttu af Gunnari í Gunnarsbrekku Líkamsárás og skartgripaþjófnaður Sakborningur í 28 málum sendur úr landi Kosti þrjár milljónir fyrir alþjóðlega nemendur að læra á Íslandi Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Sjá meira