Innlent

Fíkni­efna­leitar­hundurinn Buster tekur við á Vest­fjörðum

Ellen Geirsdóttir Håkansson skrifar
Buster og Tindur ásamt umsjónarmönnum sínum Marín og Þóri.
Buster og Tindur ásamt umsjónarmönnum sínum Marín og Þóri. Facebook/Lögreglan á Vestfjörðum, Vísir/Vilhelm

Nýr fíkniefnaleitarhundur, sem nefndur er Buster, hefur verið afhentur lögreglunni á Vestfjörðum. Buster tekur við af fíkniefnaleitarhundinum Tindi sem lýkur starfsskyldu sinni á næsta ári.

Tindur hefur sinnt starfinu hjá lögreglunni á Vestfjörðum um nokkurt skeið en er nú kominn á sín efri ár. Þetta kemur fram í Facebook færslu frá lögreglunni.

Marín Elvarsdóttir, settur varðstjóri lögreglunnar á Vestfjörðum tók við Buster en hún og Þórir Guðmundsson rannsóknarlögreglumaður verða umsjónarmenn hans.

Buster var afhentur lögreglunni á Vestfjörðum af Steinari Gunnarssyni lögreglufulltrúa hjá lögreglunni á Norðurlandi vestra eftir mikla þjálfunarvinnu.

„Við væntum mikils af Buster og trúum því að hann muni standa sig jafnvel og Tindur hefur gert,“ skrifar embættið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×