Sagður hafa verið yfirheyrður á heimili sínu í tveimur aðskildum málum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. nóvember 2022 13:01 Faðir Sigríðar Bjarkar Guðjónsdóttur ríkislögreglustjóra hefur verið til umfjöllunar fjölmiðla undanfarna daga vegna umsvifamikilla vopnaviðskipta, sem hafa minnst tvívegis komið til kasta lögreglu. Vísir/vilhelm Héraðssaksóknari segir að skýrsla hafi verið tekin af föður ríkislögreglustjóra, í tengslum við hryðjuverkamálið svokallaða, daginn áður en héraðssaksóknara var falin rannsókn málsins. DV hefur eftir heimildamanni í frétt sem birtist í gær að Guðjón Valdimarsson, faðir Sigríðar Bjarkar ríkislögreglustjóra, hafi verið yfirheyrður á heimili hans á sama tíma og húsleit var gerð þar í lok septembermánaðar í tengslum við hryðjuverkamálið. Þar segir jafnframt að við húsleitina hafi honum verið kynnt að hann hefði stöðu sakbornings og væri grunaður um vopnalagabrot. „Þetta er reyndar áður en við fáum stýringuna á rannsókninni. Þetta er deginum á undan,“ segir Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi séð um húsleitina en hann gat þó ekki staðfest hvort yfirheyrslan hafi farið fram á heimili Guðjóns. Sama kvöld og farið var í þessa aðgerð hafi Sigríður Björk sagt sig frá málinu. Á fjórða tug óskráðra skotvopna fannst á heimili Guðjóns. Var yfirheyrður heima árið 2018 Reynist rétt að Guðjón hafi verið yfirheyrður á heimili sínu er það ekki fyrsta sinn sem hann er yfirheyrður heima. Árið 2018 var Guðjón yfirheyrður vegna hálfsjálfvirks ólöglegs riffils sem fannst í húsleit hjá manni sem hafði keypt riffilinn af Guðjóni. Þeir deildu um hvort riffillinn hafi verið í ólöglegri mynd þegar Guðjón seldi hann. Málið var flutt til lögreglunnar á Vesturlandi þar sem Sigríður Björk var lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu á þeim tíma. Lögreglumaður af Vesturlandi, sem annaðist rannsóknina, tók skýrslu af Guðjóni á heimili hans í Hafnarfirði. Guðjón fékk stöðu vitnis í málinu. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra sagði í samtali við fréttastofu fyrir helgi að það væri ekkert sem benti til að Guðjóni hafi verið hlíft af lögreglu vegna fjölskyldutengsla við ríkislögreglustjóra. Héraðssaksóknari segist ekki geta upplýst um stöðu Guðjóns í hryðjuverkarannsókninni. Er Guðjón með réttarstöðu sakbornings eða réttarstöðu vitnis? „Við höfum ekki kommenterað á stöðu einstakra aðila,“ segir Ólafur Þór. Lögmenn sem fréttastofa hefur rætt við vegna málsins segja afar óeðlilegt að fólk sé yfirheyrt heima hjá sér. Það sé ekki gert nema fólk sé alvarlega sært eða veikt og samkvæmt lögum um meðferð sakamála skal skýrslutaka af sakborningum og vitnum fara fram fyrir luktum dyrum. Hefur stundað vopnaviðskipti með reiðufé Fram kemur í frétt DV, sem hefur allt eftir heimildarmanni, að sakborningar í hryðjuverkamálinu séu fjórir. Tveir þeirra hafi átt í viðskiptum við Guðjón, hvorugur þeirra í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Öðrum þeirra hafi Guðjón lánað hálfsjálfvirkan og ólöglegan Colt riffil. Hinn hafi aft milligöngu að því að selja Guðjóni þrívíddarprentað skotvopn og Guðjón borgað 400 þúsund í reiðufé fyrir. Í áðurnefndu máli, sem upp kom 2018, kemur fram í dómsgögnum, sem fréttastofa hefur undir höndum, að Guðjóni hafi verið borgað fyrir riffilinn í seðlum. Hvorki hafi kvittun, reikningur né millifærsla verið til staðar fyrir viðskiptunum. Guðjón hélt því fram að hann hafi selt riffilinn fyrir 700 þúsund krónur en maðurinn sem keypti hann sagðist hafa borgað 1,5 milljón króna. Allt í seðlum. Lögreglumál Lögreglan Skotvopn Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tengdar fréttir Mál föður ríkislögreglustjóra „óþægilegt“ og veki upp margar spurningar Þingmaður Viðreisnar segir meinta ólöglega vopnasölu föður ríkislögreglustjóra og takmarkaða rannsókn lögreglu á henni mjög óþægilega. Efla þurfi eftirlit með störfum lögreglu svo traust almennings á henni rýrni ekki. 5. nóvember 2022 17:25 Rannsóknin færð annað tuttugu dögum eftir að nafn Guðjóns kom upp Tæpar þrjár vikur liðu frá því að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu varð kunnugt um tengsl föður ríkislögreglustjóra við ólöglega byssu, sem fannst við húsleit sumarið 2018, þar til málinu var vísað til annars lögregluembættis. 5. nóvember 2022 11:52 Ekkert bendi til að föður Sigríðar hafi verið hlíft af lögreglunni Dómsmálaráðherra segir ekkert benda til að föður ríkislögreglustjóra hafi verið hlíft af lögreglu eftir að hann var sakaður um að hafa selt ólögleg skotvopn. Samkvæmt dómsgögnum voru vopnin hvorki skoðuð né upprunavottorð afhent lögreglu þegar hún skráði vopnin á sínum tíma. 4. nóvember 2022 11:49 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
DV hefur eftir heimildamanni í frétt sem birtist í gær að Guðjón Valdimarsson, faðir Sigríðar Bjarkar ríkislögreglustjóra, hafi verið yfirheyrður á heimili hans á sama tíma og húsleit var gerð þar í lok septembermánaðar í tengslum við hryðjuverkamálið. Þar segir jafnframt að við húsleitina hafi honum verið kynnt að hann hefði stöðu sakbornings og væri grunaður um vopnalagabrot. „Þetta er reyndar áður en við fáum stýringuna á rannsókninni. Þetta er deginum á undan,“ segir Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hafi séð um húsleitina en hann gat þó ekki staðfest hvort yfirheyrslan hafi farið fram á heimili Guðjóns. Sama kvöld og farið var í þessa aðgerð hafi Sigríður Björk sagt sig frá málinu. Á fjórða tug óskráðra skotvopna fannst á heimili Guðjóns. Var yfirheyrður heima árið 2018 Reynist rétt að Guðjón hafi verið yfirheyrður á heimili sínu er það ekki fyrsta sinn sem hann er yfirheyrður heima. Árið 2018 var Guðjón yfirheyrður vegna hálfsjálfvirks ólöglegs riffils sem fannst í húsleit hjá manni sem hafði keypt riffilinn af Guðjóni. Þeir deildu um hvort riffillinn hafi verið í ólöglegri mynd þegar Guðjón seldi hann. Málið var flutt til lögreglunnar á Vesturlandi þar sem Sigríður Björk var lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu á þeim tíma. Lögreglumaður af Vesturlandi, sem annaðist rannsóknina, tók skýrslu af Guðjóni á heimili hans í Hafnarfirði. Guðjón fékk stöðu vitnis í málinu. Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra sagði í samtali við fréttastofu fyrir helgi að það væri ekkert sem benti til að Guðjóni hafi verið hlíft af lögreglu vegna fjölskyldutengsla við ríkislögreglustjóra. Héraðssaksóknari segist ekki geta upplýst um stöðu Guðjóns í hryðjuverkarannsókninni. Er Guðjón með réttarstöðu sakbornings eða réttarstöðu vitnis? „Við höfum ekki kommenterað á stöðu einstakra aðila,“ segir Ólafur Þór. Lögmenn sem fréttastofa hefur rætt við vegna málsins segja afar óeðlilegt að fólk sé yfirheyrt heima hjá sér. Það sé ekki gert nema fólk sé alvarlega sært eða veikt og samkvæmt lögum um meðferð sakamála skal skýrslutaka af sakborningum og vitnum fara fram fyrir luktum dyrum. Hefur stundað vopnaviðskipti með reiðufé Fram kemur í frétt DV, sem hefur allt eftir heimildarmanni, að sakborningar í hryðjuverkamálinu séu fjórir. Tveir þeirra hafi átt í viðskiptum við Guðjón, hvorugur þeirra í gæsluvarðhaldi vegna málsins. Öðrum þeirra hafi Guðjón lánað hálfsjálfvirkan og ólöglegan Colt riffil. Hinn hafi aft milligöngu að því að selja Guðjóni þrívíddarprentað skotvopn og Guðjón borgað 400 þúsund í reiðufé fyrir. Í áðurnefndu máli, sem upp kom 2018, kemur fram í dómsgögnum, sem fréttastofa hefur undir höndum, að Guðjóni hafi verið borgað fyrir riffilinn í seðlum. Hvorki hafi kvittun, reikningur né millifærsla verið til staðar fyrir viðskiptunum. Guðjón hélt því fram að hann hafi selt riffilinn fyrir 700 þúsund krónur en maðurinn sem keypti hann sagðist hafa borgað 1,5 milljón króna. Allt í seðlum.
Lögreglumál Lögreglan Skotvopn Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Tengdar fréttir Mál föður ríkislögreglustjóra „óþægilegt“ og veki upp margar spurningar Þingmaður Viðreisnar segir meinta ólöglega vopnasölu föður ríkislögreglustjóra og takmarkaða rannsókn lögreglu á henni mjög óþægilega. Efla þurfi eftirlit með störfum lögreglu svo traust almennings á henni rýrni ekki. 5. nóvember 2022 17:25 Rannsóknin færð annað tuttugu dögum eftir að nafn Guðjóns kom upp Tæpar þrjár vikur liðu frá því að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu varð kunnugt um tengsl föður ríkislögreglustjóra við ólöglega byssu, sem fannst við húsleit sumarið 2018, þar til málinu var vísað til annars lögregluembættis. 5. nóvember 2022 11:52 Ekkert bendi til að föður Sigríðar hafi verið hlíft af lögreglunni Dómsmálaráðherra segir ekkert benda til að föður ríkislögreglustjóra hafi verið hlíft af lögreglu eftir að hann var sakaður um að hafa selt ólögleg skotvopn. Samkvæmt dómsgögnum voru vopnin hvorki skoðuð né upprunavottorð afhent lögreglu þegar hún skráði vopnin á sínum tíma. 4. nóvember 2022 11:49 Mest lesið „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Ofurhugi lést eftir brotlendingu í svifvængjaflugi Erlent „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Innlent Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Innlent Donald Trump greindur með langvinna bláæðabólgu Erlent Að minnsta kosti 25 börn seld frá Indónesíu til Singapúr Erlent Spá þoku fyrir norðan og austan Veður Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Innlent Fleiri fréttir Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Þriggja bíla árekstur á Hringbraut Strandveiðum er lokið í sumar Í beinni: Blaðamannafundur Kristrúnar og von der Leyen Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“ Gosið lifir enn og mengun norður í landi Flugvél snúið við vegna eldgossins: Var í fjörutíu klukkustundir á leið til Íslands Grindvíkingar setja þrýsting á lögreglustjóra Háskólinn fær 200 milljónir vegna vatnslekans Telur stuðning við ESB-viðræður til staðar Telur enga leið til þess að lengja strandveiðitímabilið Flutti tæp þrjú kíló af kókaíni til landsins og fær tvö ár Ætlar ekki að þegja til að láta fordómafullu fólki líða betur Strandveiðar færast frá Viðreisn til Flokks fólksins Myndir: Flugu til Þórsmerkur og Grindavíkur Mótmælendur lokuðu veginum að Bláa lóninu „Annars lítur þetta ekki mjög vel út fyrir þær“ „Sýnið nú kjark og dug og gerið þetta almennilega“ Grunur um að maður hafi kveikt í húsi í Reykjanesbæ Staðan á gosinu og óánægja með lokanir í Grindavík Sjá meira
Mál föður ríkislögreglustjóra „óþægilegt“ og veki upp margar spurningar Þingmaður Viðreisnar segir meinta ólöglega vopnasölu föður ríkislögreglustjóra og takmarkaða rannsókn lögreglu á henni mjög óþægilega. Efla þurfi eftirlit með störfum lögreglu svo traust almennings á henni rýrni ekki. 5. nóvember 2022 17:25
Rannsóknin færð annað tuttugu dögum eftir að nafn Guðjóns kom upp Tæpar þrjár vikur liðu frá því að lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu varð kunnugt um tengsl föður ríkislögreglustjóra við ólöglega byssu, sem fannst við húsleit sumarið 2018, þar til málinu var vísað til annars lögregluembættis. 5. nóvember 2022 11:52
Ekkert bendi til að föður Sigríðar hafi verið hlíft af lögreglunni Dómsmálaráðherra segir ekkert benda til að föður ríkislögreglustjóra hafi verið hlíft af lögreglu eftir að hann var sakaður um að hafa selt ólögleg skotvopn. Samkvæmt dómsgögnum voru vopnin hvorki skoðuð né upprunavottorð afhent lögreglu þegar hún skráði vopnin á sínum tíma. 4. nóvember 2022 11:49
Atvinnurekendur í Grindavík argir: „Míga inn um bréfalúguna, dingla og spyrja hversu langt þú dreifst“