Innlent

Al­var­legt slys: Rann langa vega­lengd niður fjalls­hlíð

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út. Vísir/Vilhelm

Maður rann langa vegalengd niður fjallshlíð í Mánaskál í Laxárdal rétt eftir hádegi í dag og hlaut slæm meiðsl af. Björgunarsveitir og sjúkralið fóru á vettvang og var slasaði fluttur með þyrlu Landhelgisgæslunnar til Reykjavíkur.

Tilkynning barst björgunarsveitum klukkan 12:52 í dag. Lögreglan á Norðurlandi vestra greinir frá því að sjúkralið, björgunarsveitir og lögregla hafi farið á vettvang og þyrla Landhelgisgæslunnar hafi verið kölluð út. Ekki sé vitað um líðan slasaða að svo stöddu.

Mbl.is hefur eftir Pétri Björnssyni yfirlögregluþjóni að maðurinn hafi verið á rjúpnaveiðum. Hinn slasaði hafi verið með meðvitund þegar hann var fluttur til Reykjavíkur en sé með djúpa skurði eftir slysið.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×