Getur ekki upplýst um stöðu föður ríkislögreglustjóra í hryðjuverkarannsókn Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 2. nóvember 2022 12:00 Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari segist ekki geta upplýst um stöðu Guðjóns í rannsókninni. Vísir/Vilhelm Héraðssaksóknari segist ekki geta gefið upp hvaða stöðu faðir ríkislögreglustjóra hefur í rannsókn embættisins á meintri tilraun til hryðjuverka. Ríkislögreglustjóri þurfti að segja sig frá rannsókninni eftir að nafn föður hans var nefnt við skýrslutöku sakborninga. Fjallað var um það í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gær að sjálfvirkum og hálfsjálfvirkum byssu hafi fjölgað á Íslandi bæði á löglegum og svörtum markaði. Í þættinum var rætt við tvo byssusmiði sem fullyrtu að þeir hafi verið fengnir til að breyta ólöglegum byssum, sem keyptar hafi verið af Guðjóni Valdimarssyni, vopnasala og föður Sigríðar Bjarkar ríkislögreglustjóra, í lögleg skotvopn. Guðjón hefur lengi verið mikill skotvopnasafnari og selur jafnframt byssur og íhluti í þær. Hann hefur þá verið bendlaður við sölu á ólöglegu skotvopni í máli sem fór fyrir Landsrétt. Þar var karlmaður sakfelldur fyrir að eiga ólöglegan riffil sem hann sagði Guðjón hafa selt sér. Við snögga yfirferð yfir vefsíðu vopnasölu Guðjóns má sjá að hann er umsvifamikill í vopnasölu. Þar má bæði finna safngripi en einnig skammbyssur og riffla sem til þarf svokölluð B og D leyfi til að kaupa. Á sölulistanum má bæði finna hálfsjálfvirkar skammbyssur og minnst einn hálfsjálfvirkan riffil. Gerðu húsleit heima hjá Guðjóni Á blaðamannafundi í lok september var greint frá því að ríkislögreglustjóri hefði sagt sig frá rannsókn á hryðjuverkamálinu sem upp kom í haust vegna vanhæfis og málið fært á borð héraðssaksóknara. Í ljós kom að nafn föður Sigríðar Bjarkar hafði komið upp við skýrslutökur sakborninga hjá lögreglu og að daginn fyrir blaðamannafundinn hafi húsleit verið gerð heima hjá Guðjóni Varðandi þessi tengsl föður ríkislögreglustjóra, er hann til einhverrar rannsóknar hjá ykkur vegna þessara tengsla sem komu þarna upp? „Ég get eiginlega ekki sagt neitt til um það núna. Ég get ekki upplýst nákvæmlega hvernig hans vinkill er inni í málinu,“ segir Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari. Guðjón Valdimarsson, faðir ríkislögreglustjóra, vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa náði af honum tali í morgun. Þá hefur ekki náðst í lögregluna á höfuðborgarsvæðinu um hvort meint sala Guðjóns á ólöglegum vopnum verði tekin til rannsóknar. Skotvopn Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Lögreglan Tengdar fréttir Faðir ríkislögreglustjóra sagður hafa selt ólöglega hálfsjálfvirka riffla Guðjón Valdimarsson, faðir ríkislögreglustjóra, er sagður hafa smíðað og selt ólöglega hálfsjálfvirka riffla. Heimildarmenn segja að húsleit hafi verið gerð heima hjá honum nýverið í kjölfar rannsóknar á meintum hryðjuverkum. 1. nóvember 2022 20:10 Nafn föður ríkislögreglustjóra kom upp við skýrslutökur Sigríður Björk Guðjónsdóttir sagði sig frá rannsókn á hryðjuverkamálinu sem upp kom í síðustu viku vegna mögulegs vanhæfis. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það vegna þess að nafn föður hennar kom upp við skýrslutökur sakborninga hjá lögreglu. 29. september 2022 17:51 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Fjallað var um það í fréttaskýringaþættinum Kveik á RÚV í gær að sjálfvirkum og hálfsjálfvirkum byssu hafi fjölgað á Íslandi bæði á löglegum og svörtum markaði. Í þættinum var rætt við tvo byssusmiði sem fullyrtu að þeir hafi verið fengnir til að breyta ólöglegum byssum, sem keyptar hafi verið af Guðjóni Valdimarssyni, vopnasala og föður Sigríðar Bjarkar ríkislögreglustjóra, í lögleg skotvopn. Guðjón hefur lengi verið mikill skotvopnasafnari og selur jafnframt byssur og íhluti í þær. Hann hefur þá verið bendlaður við sölu á ólöglegu skotvopni í máli sem fór fyrir Landsrétt. Þar var karlmaður sakfelldur fyrir að eiga ólöglegan riffil sem hann sagði Guðjón hafa selt sér. Við snögga yfirferð yfir vefsíðu vopnasölu Guðjóns má sjá að hann er umsvifamikill í vopnasölu. Þar má bæði finna safngripi en einnig skammbyssur og riffla sem til þarf svokölluð B og D leyfi til að kaupa. Á sölulistanum má bæði finna hálfsjálfvirkar skammbyssur og minnst einn hálfsjálfvirkan riffil. Gerðu húsleit heima hjá Guðjóni Á blaðamannafundi í lok september var greint frá því að ríkislögreglustjóri hefði sagt sig frá rannsókn á hryðjuverkamálinu sem upp kom í haust vegna vanhæfis og málið fært á borð héraðssaksóknara. Í ljós kom að nafn föður Sigríðar Bjarkar hafði komið upp við skýrslutökur sakborninga hjá lögreglu og að daginn fyrir blaðamannafundinn hafi húsleit verið gerð heima hjá Guðjóni Varðandi þessi tengsl föður ríkislögreglustjóra, er hann til einhverrar rannsóknar hjá ykkur vegna þessara tengsla sem komu þarna upp? „Ég get eiginlega ekki sagt neitt til um það núna. Ég get ekki upplýst nákvæmlega hvernig hans vinkill er inni í málinu,“ segir Ólafur Þór Hauksson, héraðssaksóknari. Guðjón Valdimarsson, faðir ríkislögreglustjóra, vildi ekki tjá sig um málið þegar fréttastofa náði af honum tali í morgun. Þá hefur ekki náðst í lögregluna á höfuðborgarsvæðinu um hvort meint sala Guðjóns á ólöglegum vopnum verði tekin til rannsóknar.
Skotvopn Grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Lögreglumál Lögreglan Tengdar fréttir Faðir ríkislögreglustjóra sagður hafa selt ólöglega hálfsjálfvirka riffla Guðjón Valdimarsson, faðir ríkislögreglustjóra, er sagður hafa smíðað og selt ólöglega hálfsjálfvirka riffla. Heimildarmenn segja að húsleit hafi verið gerð heima hjá honum nýverið í kjölfar rannsóknar á meintum hryðjuverkum. 1. nóvember 2022 20:10 Nafn föður ríkislögreglustjóra kom upp við skýrslutökur Sigríður Björk Guðjónsdóttir sagði sig frá rannsókn á hryðjuverkamálinu sem upp kom í síðustu viku vegna mögulegs vanhæfis. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það vegna þess að nafn föður hennar kom upp við skýrslutökur sakborninga hjá lögreglu. 29. september 2022 17:51 Mest lesið Trump sýndi verkamanni puttann Erlent Vongóð um stuðning Miðflokksins Innlent Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Innlent Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Innlent Keyptu tæki sem gæti útskýrt Havana-heilkennið Erlent Fundurinn í Washington gæti reynst örlagaríkur Erlent Borgin beri ábyrgð sem eigandi Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Fleiri fréttir Vongóð um stuðning Miðflokksins Spyr hvort það hafi borgað sig að koma Flokki fólksins til valda Notað á Íslandi þrátt fyrir að hafa mistekist annars staðar Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Sjá meira
Faðir ríkislögreglustjóra sagður hafa selt ólöglega hálfsjálfvirka riffla Guðjón Valdimarsson, faðir ríkislögreglustjóra, er sagður hafa smíðað og selt ólöglega hálfsjálfvirka riffla. Heimildarmenn segja að húsleit hafi verið gerð heima hjá honum nýverið í kjölfar rannsóknar á meintum hryðjuverkum. 1. nóvember 2022 20:10
Nafn föður ríkislögreglustjóra kom upp við skýrslutökur Sigríður Björk Guðjónsdóttir sagði sig frá rannsókn á hryðjuverkamálinu sem upp kom í síðustu viku vegna mögulegs vanhæfis. Samkvæmt heimildum fréttastofu var það vegna þess að nafn föður hennar kom upp við skýrslutökur sakborninga hjá lögreglu. 29. september 2022 17:51