Innlent

Fé­lags­legar á­herslur Norður­landa verða að fylgja lofts­lags­að­gerðum

Heimir Már Pétursson skrifar
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Norðurlöndin deila gildismati og framtíðarsýn
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Norðurlöndin deila gildismati og framtíðarsýn Norden.org/Johannes Jansson

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir Norðurlöndin deila gildismati og framtíðarsýn og styðji öll Úkraínu eftir innrás Rússa.

Á sameiginlegum fréttamannafundi með forsætisráðherrum hinna Norðurlandanna sagði Katrín að mikilvægt væri að halda á lofti félagslegum áherslum Norðurlandanna í aðgerðum gegn loftslagsbreytingum.

Hún tekur við forystu í ráðherraráði Norðurlandaráðs á þinginu og sagði Norðurlöndin eins og önnur ríki verða að gera meira til að vinna gegn loftslagsbreytingunum.

Yfirlitsmynd frá fundi NorðurlandaráðsNorden.org/Johannes Jansson

„Það er mjög mikilvægt, jafnvel þótt það séu erfiðir tímar í landfræðipólitísku ástandi í heiminum, að við gerum allt sem í okkar valdi stendur til að hraða grænum umskiptum, að orkukreppan verði ekki til þess að seinka nauðsynlegum aðgerðum,“ sagði Katrín Jakobsdóttir.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×