Innlent

Meira þurfi svo að náttúru­vá­r­sér­fræðingar fari í við­bragðs­stöðu

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Nokkrir eftirskjálftar hafa mælst í kjölfarið.
Nokkrir eftirskjálftar hafa mælst í kjölfarið. Vísir/Vilhelm

Náttúruvársérfræðingur segir að meira þurfi til að koma svo að sérfræðingar í jarðhræringum fari í viðbragðsstöðum. Skjálftavirkni í Bárðarbungu sé eðlileg enda hafi stærri skjálftar mælst reglulega í öskjunni síðustu ár.

Skjálfti 4,2 að stærð mældist í Bárðarbungu rétt fyrir klukkan þrjú síðdegis í dag. Fjöldi eftirskjálfta hafa mælst í kjölfarið.

Einar Bessi Gestsson, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir í samtali við fréttastofu að sjö skjálftar yfir fjórum að stærð hafi mælst í öskjunni í Bárðarbungu á síðustu tveimur árum. Virknin hafi því verið nokkuð stöðug síðustu misseri.

„Þetta er virkni sem hefur verið í nokkur ár og er svona frekar eðlileg; að svona skjálftar af þessari stærðargráðu komi á nokkurra mánaða fresti. Þannig að þyrfti að vera nokkuð meiri virkni svo að við færum að setja okkur eitthvað meira upp á tærnar fyrir Bárðarbungu,“ segir Einar Bessi.

Síðasti stóri skjálftinn í Bárðarbungu varð í sumar, en í júlílok mældust tveir skjálftar, 4,4 og 4,9 að stærð. Þá varð skjálfti 4,4 að stærð í maí og hið sama var uppi á teningnum í mars; skjálfti 4,1 að stærð.

„Þetta er svona reglulegur atburður í Bárðarbungu,“ segir Einar Bessi að lokum.

Hrina hefur einnig verið í gangi við Herðubreið í rúma viku en kerfin eru á sömu flekaskilum.Veðurstofan

Tengdar fréttir

Stór skjálfti í Bárðarbungu

Stór skjálfti varð í Bárðarbungu rétt fyrir klukkan þrjú í dag. Nokkrir eftirskjálftar hafa fylgt í kjölfarið. 



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×