Tæplega tvö hundruð látist af völdum Covid-19 hér á landi það sem af er ári Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 31. október 2022 19:44 Guðrún Aspelund er sóttvarnalæknir. arnar halldórsson Hundrað og áttatíu hafa látist af völdum Covid-19 hér á landi það sem af er ári og hafa dauðsföll af völdum sjúkdómsins aldrei verið fleiri. Sóttvarnalæknir segir að sjúkdómurinn valdi mun meiri usla en aðrir smitsjúkdóma á borð við inflúensu. Mikið stökk hefur verið í fjölda dauðsfalla af völdum Covid-19 hér á landi það sem af er ári. Árið 2020 lést 31 af völdum sjúkdómsins, árið 2021 voru þeir átta en það sem af er ári hefur sjúkdómurinn tekið 180. 180 hafa látist af völdum Covid-19 á þessu ári.vísir Sóttvarnalæknir segir að það sem skýra megi þetta mikla stökk sé fjölgun smitaðra vegna hins bráðsmitandi ómíkrón afbrigðis og sú staðreynd að nú séu engar samkomutakmarkanir í gildi. Dauðsföll hafa helst orðið í hópi þeirra sem eru eldri en sjötíu ára. „Og þess vegna erum við að hvetja eldra fólk, alla sextíu ára og eldri og þá sem eru í áhættuhópum að fara í örvunarbólusetningu sem er besta vörnin,“ sagði Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir. Þá minnir hún á að vörnin dvíni á nokkrum mánuðum og leggur áherslu á örvunarbólusetningu. „Nú erum við líka komin með uppfærð bóluefni sem veita vörn gegn upprunalega afbrigðinu og ómíkrón. Það veitir betri vörn. Það þarf að endurtaka bólusetninguna til að vera vel varin fyrir veturinn.“ Hún segir að ríkin í kringum okkur séu einnig að merkja mikið stökk í fjölgun smitaðra á árinu. „Það er talið að staðfest dauðsföll vegna Covid í heiminum séu sex og hálf milljón, en það eru margir sem telja að þau séu jafnvel helmingi fleiri en það - það eru enn að látast í hverri viku þúsundir manns úr Covid.“ Dánartíðni er lægri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum.Vísir/Vilhelm Guðrún segir dánartíðni af völdum Covid töluvert hærri en dánartíðni af völdum hefðbundinnar inflúensu. Dánartíðni af völdum sjúkdómsins er þó lægri hér á landi en annars staðar og erum við með lægstu dánartíðnina á Norðurlöndunum. Hvers vegna heldur þú að hún sé lægri hér en annars staðar? „Ég held að við höfum verið fljót að bólusetja, það voru takmarkanir í gildi sem höfðu sitt að segja og heilbrigðiskerfið brást vel við. Ég held að þessi samþætting og þátttaka almennings í aðgerðum hafi skilað þessum árangri.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira
Mikið stökk hefur verið í fjölda dauðsfalla af völdum Covid-19 hér á landi það sem af er ári. Árið 2020 lést 31 af völdum sjúkdómsins, árið 2021 voru þeir átta en það sem af er ári hefur sjúkdómurinn tekið 180. 180 hafa látist af völdum Covid-19 á þessu ári.vísir Sóttvarnalæknir segir að það sem skýra megi þetta mikla stökk sé fjölgun smitaðra vegna hins bráðsmitandi ómíkrón afbrigðis og sú staðreynd að nú séu engar samkomutakmarkanir í gildi. Dauðsföll hafa helst orðið í hópi þeirra sem eru eldri en sjötíu ára. „Og þess vegna erum við að hvetja eldra fólk, alla sextíu ára og eldri og þá sem eru í áhættuhópum að fara í örvunarbólusetningu sem er besta vörnin,“ sagði Guðrún Aspelund, sóttvarnalæknir. Þá minnir hún á að vörnin dvíni á nokkrum mánuðum og leggur áherslu á örvunarbólusetningu. „Nú erum við líka komin með uppfærð bóluefni sem veita vörn gegn upprunalega afbrigðinu og ómíkrón. Það veitir betri vörn. Það þarf að endurtaka bólusetninguna til að vera vel varin fyrir veturinn.“ Hún segir að ríkin í kringum okkur séu einnig að merkja mikið stökk í fjölgun smitaðra á árinu. „Það er talið að staðfest dauðsföll vegna Covid í heiminum séu sex og hálf milljón, en það eru margir sem telja að þau séu jafnvel helmingi fleiri en það - það eru enn að látast í hverri viku þúsundir manns úr Covid.“ Dánartíðni er lægri hér á landi en á hinum Norðurlöndunum.Vísir/Vilhelm Guðrún segir dánartíðni af völdum Covid töluvert hærri en dánartíðni af völdum hefðbundinnar inflúensu. Dánartíðni af völdum sjúkdómsins er þó lægri hér á landi en annars staðar og erum við með lægstu dánartíðnina á Norðurlöndunum. Hvers vegna heldur þú að hún sé lægri hér en annars staðar? „Ég held að við höfum verið fljót að bólusetja, það voru takmarkanir í gildi sem höfðu sitt að segja og heilbrigðiskerfið brást vel við. Ég held að þessi samþætting og þátttaka almennings í aðgerðum hafi skilað þessum árangri.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Mest lesið Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Innlent Maðurinn kominn í leitirnar Innlent Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Innlent Bensínbrúsar inni í íbúðinni Innlent Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Innlent „Verkefnið bara heltekur okkur“ Innlent Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent Sást ekki til sólar fyrir mýi Innlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Fleiri fréttir Sást ekki til sólar fyrir mýi Áfengi og íþróttaviðburðir geti átt samleið sé farið að lögum Bensínbrúsar inni í íbúðinni Fjögurra ára gömul hola heyrir brátt sögunni til Möguleg íkveikja til rannsóknar, snuðað á ræstingarfólki og flugnager Hafi verulega þýðingu hvort Dagbjört hafi haft ásetning til morðs „Verkefnið bara heltekur okkur“ Annar látinn eftir eldsvoðann á Hjarðarhaga Lagði Livio sem þarf að punga út 25 milljónum króna Stefna að opnun nýs hjúkrunarheimilis á Akureyri árið 2028 Framkvæmdir í tómri Árbæjarlaug ganga vel Fólk veltir fyrir sér hvort Áslaug Arna hafi verið slompuð í ræðustól Ný samræmd próf taki ekki yfir skólastarfið eins og þau gömlu Upptök eldsvoðans í rannsókn og nemar við Harvard áhyggjufullir Skoða hvort eitthvað saknæmt hafi átt sér stað Bein útsending: Að eldast á Íslandi Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Maðurinn kominn í leitirnar Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Sjá meira