Lífið

Egill Ólafsson með Parkinsons

Bjarki Sigurðsson skrifar
Egill Ólafsson er með Parkinson's.
Egill Ólafsson er með Parkinson's. Aðsend

Tónleikum Stuðmanna í Hörpu sem áttu að fara fram í þarnæstu viku hefur verið aflýst. Í tilkynningu frá tónleikahöldurum segir að ástæða frestunarinnar séu veikindi söngvara Stuðmanna, Egils Ólafssonar. 

RÚV greinir frá þessu en í tilkynningu sem send var til miðahafa segir að Egill þurfi að segja sig frá viðburðum. Hann geti ekki lengur stólað á röddina vegna Parkinson's-sjúkdómsins. Tónleikarnir, Með allt á hreinu-kvikmyndatónleikar, áttu að fara fram í Hörpu þann 11. nóvember næstkomandi. 

Þeir sem áttu miða á tónleikana munu fá endurgreitt frá Hörpu á næstu dögum. Í tilkynningunni segir að Stuðmenn muni á allra næstu vikum tilkynna nýtt verkefni í tilefni fjörutíu ára afmælis Með allt á hreinu-kvikmyndarinnar. 

Egill fer með aðalhlutverk væntanlegrar kvikmyndar Baltasars Kormáks, Snerting, sem kemur út seinni hluta næsta árs. Myndin er byggð á samnefndri metsölubók eftir Ólaf Jóhann Ólafsson.


Tengdar fréttir

Egill Ólafs fer með aðalhlutverkið í nýrri mynd Balta

Leikarinn og Stuðmaðurinn Egill Ólafsson fer með aðalhlutverkið í nýrri kvikmynd í leikstjórn Baltasars Kormáks. Myndin er byggð á metsölubókinni Snertingu eftir Ólaf Jóhann Ólafsson. Ólafur og Baltasar skrifa handritið saman og Baltasar leikstýrir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×