Lífið

Þuríður Blær og Auddi fóru á kostum sem Ross og Rachel

Stefán Árni Pálsson skrifar
Eitt frægasta atriðið í sögu sjónvarpsþátta og Auddi og Blær endurléku það með tilþrifum.
Eitt frægasta atriðið í sögu sjónvarpsþátta og Auddi og Blær endurléku það með tilþrifum.

Þátturinn Stóra sviðið var á dagskrá Stöðvar 2 á föstudagskvöldið en í þeim þáttum leggur Steinunn Ólína fyrir þá Auðunn Blöndal og Steinda Jr., fyndnar og fjölbreyttar áskoranir í hverjum þætti.

Í þættinum á föstudaginn mættu leikararnir Þuríður Blær og Vilhelm Neto og fór hreinlega á kostum.

Þuríður var með Audda í liði og fengu þau eitt mjög skemmtilegt verkefni sem var að leika frægt atriði úr þætti. Fyrir valinu varð þekkt atriði úr gamanþáttunum Friends.

„Við vorum í pásu“ atriðið fræga þar sem Rachel og Ross rífast heiftarlega og hætta saman í kjölfarið.

Algjör leiksigur hjá þeim eins og sjá má hér að neðan.

Klippa: Þuríður Blær og Auddi fóru á kostum sem Ross og Rachel

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.