Innlent

Hádegisfréttir Bylgjunnar

Árni Sæberg skrifar
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á sínum stað.
Hádegisfréttir Bylgjunnar verða á sínum stað. Vísir

Flest bendir til þess að Guðlaugur Þór Þórðarsson umhverfisráðherra tilkynni framboð til formanns Sjálfstæðisflokksins gegn Bjarna Benediktssyni í dag. Hann hefur boðað til blaðamannafundar í Valhöll klukkan hálf eitt, eftir rúman hálftíma, þar sem hann hyggst greina frá ákvörðun sinni. Hann staðfestir ekkert um framboð þangað til. Fjallað verður ítarlega um málið í hádegisfréttum.

153 eru látnir og 82 slasaðir eftir að hafa troðist undir á hrekkjavökuhátíðahöldum í Seúl, höfuðborg Suður-Kóreu í gær. Flestir hinna látnu voru ungmenni - og þá voru 20 erlendir ríkisborgarar í hópi hinna látnu, þar af einn Norðmaður.

Formaður þingflokks Samfylkingarinnar útilokar ríkisstjórnarsamstarf við Sjálfstæðisflokkinn á komandi árum. Gefa þurfi Sjálfstæðisflokknum frí. Samfylkingin sé hins vegar fjöldahreyfing og þetta aðeins hennar skoðun.

Hafnarverkamenn komu saman í gær og ræddu mögulega stofnun stéttarfélags og þar með úrsögn úr Eflingu. Forsvarsmaður þeirra segir ekki rétt að stofnun stéttarfélags sé hugsuð til höfuð Eflingar og formanns hennar.

Þetta og fleira í hádegisfréttum á samtengdum rásum Bylgjunnar og á Stöð 2 Vísi á slaginu tólf.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.