Svandís segir Íslendinga geta gert betur í dýravelferð Sunna Sæmundsdóttir skrifar 28. október 2022 13:01 Svandís óskar eftir svörum frá MAST um framkvæmd á eftirliti með dýravelferð. vísir/vilhelm Matvælaráðherra segir ástæðu til að ætla að Íslendingar geti gert betur í dýravelferð. Hún hefur kallað eftir svörum frá Matvælastofnun um framkvæmd eftirlits og verkferla í dýravelferðarmálum. Á liðnu ári hafa nokkur mál komið upp sem hafa vakið upp spurningar um eftirlit Matvælastofnunar með dýravelferð. Nýverið lýstu Samtök um dýravelferð á Íslandi yfir miklum efasemdum um hæfni MAST til að sinna eftirlitinu vegna máls er varðar vanrækslu hrossa í Borgarfirði. Ítrekuð erindi höfðu verið send til stofnunarinnar áður en gripið var til aðgerða. Fyrir rúmri viku voru hrossin tekin af eiganda vegna vanfóðrunar og vanhirðu en við skoðun MAST á þeim tíma kom í ljós að ástand þrettán hrossa var það slæmt að þau voru aflífuð samdægurs. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra óskaði í vikunni eftir upplysingum frá MAST um framkvæmd eftirlitsins. Hún segir gríðarlega mikilvægt að dýravelferðarlöggjöf sé virt. „Og að þau sem eru að halda dýr geri það af virðingu við dýrin og í samræmi við löggjöfina. Þegar ég sé að það er verið að ganga mögulega á svig við þessa löggjöf spyr ég mína eftirlitsstofnun hvernig eftirlitinu sé háttað. Og ekki síst hvernig upplýsingamiðlun til almennings sé háttað á meðan verið er að sinna eftirlitinu,“ segir Svandís um ástæður þess að hún hefur óskað eftir skýringum. Í grein sem formaður Dýraverndarsambandsins skrifaði og birti á Vísi í gær er lýst yfir áhyggjum af fleiri alvarlegum málum sem tengjast búfénaði. Hrossamálið er sagt hafa endað á óviðunandi hátt og sambandið krefst þess að öðrum dýrum verði komið í örugga umsjá á meðan mál þeirra séu til meðferðar. Ríkisendurskoðun hefur að eigin frumkvæði ákveðið að ráðast í úttekt á dýravelferðarmálum í landinu og Svandís segist fagna því. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að fá þennan hlutlausa aðila til þess að horfa á þetta eftirlit og þetta utanumhald; lagasetninguna, hvernig framkvæmdin er að eiga sér stað og svo framvegis. Virðing fyrir dýrum er sem betur fer eitthvað sem er vaxandi í umræðunni, að dýrin eigi sjálfstæðan rétt á því að borin sé virðing fyrir þeim og ég hef ástæðu til að ætla að við getum gert betur þarna,“ segir Svandís. Dýraníð í Borgarfirði Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira
Á liðnu ári hafa nokkur mál komið upp sem hafa vakið upp spurningar um eftirlit Matvælastofnunar með dýravelferð. Nýverið lýstu Samtök um dýravelferð á Íslandi yfir miklum efasemdum um hæfni MAST til að sinna eftirlitinu vegna máls er varðar vanrækslu hrossa í Borgarfirði. Ítrekuð erindi höfðu verið send til stofnunarinnar áður en gripið var til aðgerða. Fyrir rúmri viku voru hrossin tekin af eiganda vegna vanfóðrunar og vanhirðu en við skoðun MAST á þeim tíma kom í ljós að ástand þrettán hrossa var það slæmt að þau voru aflífuð samdægurs. Svandís Svavarsdóttir matvælaráðherra óskaði í vikunni eftir upplysingum frá MAST um framkvæmd eftirlitsins. Hún segir gríðarlega mikilvægt að dýravelferðarlöggjöf sé virt. „Og að þau sem eru að halda dýr geri það af virðingu við dýrin og í samræmi við löggjöfina. Þegar ég sé að það er verið að ganga mögulega á svig við þessa löggjöf spyr ég mína eftirlitsstofnun hvernig eftirlitinu sé háttað. Og ekki síst hvernig upplýsingamiðlun til almennings sé háttað á meðan verið er að sinna eftirlitinu,“ segir Svandís um ástæður þess að hún hefur óskað eftir skýringum. Í grein sem formaður Dýraverndarsambandsins skrifaði og birti á Vísi í gær er lýst yfir áhyggjum af fleiri alvarlegum málum sem tengjast búfénaði. Hrossamálið er sagt hafa endað á óviðunandi hátt og sambandið krefst þess að öðrum dýrum verði komið í örugga umsjá á meðan mál þeirra séu til meðferðar. Ríkisendurskoðun hefur að eigin frumkvæði ákveðið að ráðast í úttekt á dýravelferðarmálum í landinu og Svandís segist fagna því. „Ég held að það sé mjög mikilvægt að fá þennan hlutlausa aðila til þess að horfa á þetta eftirlit og þetta utanumhald; lagasetninguna, hvernig framkvæmdin er að eiga sér stað og svo framvegis. Virðing fyrir dýrum er sem betur fer eitthvað sem er vaxandi í umræðunni, að dýrin eigi sjálfstæðan rétt á því að borin sé virðing fyrir þeim og ég hef ástæðu til að ætla að við getum gert betur þarna,“ segir Svandís.
Dýraníð í Borgarfirði Dýraheilbrigði Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ Innlent Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Innlent Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Innlent „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Innlent Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Innlent „Við gerum ekki svona við börn“ Innlent Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Innlent Segjast hafa lent í drónaárás á alþjóðlegu hafsvæði Erlent Fleiri fréttir „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sindri og Védís Hervör til Kópavogsbæjar Bókhaldstækni og aukin skattheimta skýri afganginn Tæplega tíu milljarða viðsnúningur Kári var harðákveðinn að hætta ekki sem forstjóri Stuðningsmenn Oscars mótmæltu og Kári Stefáns hættur Bein útsending: Kynna ársreikning Reykjavíkurborgar „Við gerum ekki svona við börn“ Mótmælt við ríkisstjórnarfund: „Oscar á heima hér“ Kári hættur hjá Íslenskri erfðagreiningu Lokunin óásættanleg og muni leiða til verðhækkana fyrir íbúa Líkamsárásir og brotist inn í raftækjaverslun Grunaður um að hafa frelsissvipt ferðamann í nokkrar klukkustundir Hikar ekki við að lögsækja skyldi Rafmennt nota nafn skólans Myndaveisla: Lúðrasveit, fánar og gríðarstór stytta á Verkalýðsdaginn Kalla eftir mannúð og miskunnsemi stjórnvalda gagnvart börnum Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Sjá meira