Lífið

Neðan­sjávar­veitinga­staður, vel skipu­lagðar í­búðir, spa og yl­strönd í nýju hverfi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Einstaklega skemmtilegt hverfi.
Einstaklega skemmtilegt hverfi. Vísir/Yrki arkitektar

Veitingastaður að hluta til neðansjávar og fleira spennandi er að byggjast upp í Gufunesi.

Vala Matt fór fyrir Ísland í dag á Stöð 2 og kynnti sér málið en í hverfinu eru litlar íbúðir við sjóinn með frábæru útsýni.

Og þar er verið að byggja upp hverfi með verðlauna arkitektúr þar sem fólk sem er að kaupa sína fyrstu íbúð getur notið útsýnis og gengið með fram sjónum.

Í hverfinu verða meðal annars ylströnd, veitingastaður sem verður að hluta til neðansjávar og fleira óvenjulegt. Fyrirtækið Þorpið vistfélag stendur að byggingu íbúðanna.

Í innslaginu ræddi Vala við Eyþór Óli Borgþórsson og Láru Biering Sveinsdóttir sem keyptu sína fyrstu íbúð í hverfinu í Gufunesinu.

„Við erum bæði alin upp í Árbænum og bæði svona úthverfapésar og fannst það skrifað í skýin að búa hér,“ segir Eyþór en þau búa með tveimur kisum í íbúðinni og elska að fara út með þér í náttúruna.

„Sólsetrið hér er æðislegt,“ segir Lára en íbúðin er skráð 55 fermetrar að stærð en einstaklega vel skipulögð. Þar eru til að mynda tvö svefnherbergi.

Áslaug Guðrúnardóttir hjá Þorpinu vistfélag ræddi einnig við Völu um verkefnið.

„Hér á þessari gömlu bryggju er síðan fyrirhugað að það komi tvær byggingar og þar verður spa, sundlaug og spa-gestirnir fjármagna síðan þessa ylströnd sem verður opin almenningi. Í húsunum tveimur verða einnig íbúðir, leikskóli og veitingastaður sem nær ofan í sjó,“ segir Áslaug en sjá má innslagið í heild sinni hér að neðan.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.