Lagið er hluti af Black Panther: Wakanda Forever hljóðheiminum en Chadwick fór með hlutverk ofurhetjunnar Black Panther áður en hann lést.

„Eftir að hafa talað við Ryan, og heyrt hans sýn fyrir myndina og lagið, langaði mig að skrifa eitthvað sem líkist hlýlegu faðmlagi frá öllu fólkinu sem ég hef misst á lífsleiðinni,“ segir Tems. Hann samdi lagið ásamt Rihönnu, Ludwig Göransson og leikstjóra myndarinnar Ryan Coogler.
Hér má heyra lagið:
„Ég reyndi að ímynda mér hvernig tilfinningin það væri að geta sungið fyrir þau núna og sagt þeim hversu mikið ég sakna þeirra, Rihanna hefur verið mér innblástur svo það er mikill heiður að heyra hana flytja þetta lag," segir hann einnig.

Rihanna fór ásamt kærasta sínum og barnsföður A$AP Rocky á frumsýningu myndarinnar á miðvikudaginn. Það var í fyrsta skipti sem þau sáust á rauða dreglinum eftir að þau tóku á móti fyrsta barninu sínu í maí. Það var tilkynnt á dögunum að söngkonan mun stíga á stokk í hálfleikssýningu Ofurskálarinnar þann 12. febrúar á næsta ári.