Býst ekki við því að fá boð á Met Gala vegna ummæla um Kim Kardashian Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 27. október 2022 15:31 Leikkonan Lili Reinhart gagnrýndi þær aðferðir sem Kim Kardashian notaðist við til þess eins að passa í kjól. Getty/Sean Zanni/Patrick McMullan Leikkonan Lili Reinhart á ekki von á því að henni verði boðið á Met Gala tískuviðburðinn á næsta ári. Ástæðan eru ummæli sem hún lét falla um stórstjörnuna Kim Kardashian eftir viðburðinn í maí. Lili sló í gegn í unglingaþáttunum Riverdale sem hófu göngu sína á Netflix árið 2017. Síðan þá hefur hún verið ein af þeim stórstjörnum sem fá boð á Met Gala, einn stærsta tískuviðburð í heimi, sem haldinn er í maí á ári hverju. Lili telur þó að hún hafi nú farið á sitt síðasta Met Gala. „Þetta var gaman. En eftir að hafa mætt á viðburðinn á þessu ári, held ég að mér verði ekki boðið aftur. Ég lét ákveðin orð falla um ákveðna manneskju í ákveðnum kjól,“ sagði Lili í viðtali við W Magazine og á hún þar við Kim Kardashian. Kim sagði frá því að hún hafi misst rúmlega 7 kíló á þremur vikum fyrir Met Gala viðburðinn í vor, til þess að passa í hinn goðsagnakenndakjól sem Marilyn Monroe klæddist þegar hún söng afmælissönginn fyrir John F. Kennedy árið 1962. „Fáfræðin er viðbjóðsleg“ „Ég fór í svitagalla tvisvar á dag, fór á hlaupabrettið, tók alveg út allan sykur og öll kolvetni og borðaði bara alveg hreint grænmeti og prótein,“ sagði Kim um það hvernig hún fór að því að missa öll þessi kíló á svona stuttum tíma. Riverdale stjörnunni blöskraði þessar aðferðir Kim og ræddi málið við fylgjendur sína á Instagram, án þess þó að nefna Kim á nafn. „Að viðurkenna það opinberlega að þú hafir svelt þig í þágu Met Gala, þegar þú ert fullmeðvituð um að milljónir ungra manna og kvenna líta upp til þín og taka mark á hverju einasta orði sem þú segir. Fáfræðin er viðbjóðsleg,“ sagði Lili á Instagram. Sér ekki eftir einu orði Þrátt fyrir að þessi ummæli gætu orðið til þess að Lili fái aldrei aftur boð á einn stærsta tískuviðburð í heimi, segist hún ekki sjá eftir neinu. „Ég hef alltaf viljað standa fyrir einhverju. Þó svo að ég fíli það ekki að ein athugasemd frá mér verði að sautján greinum í People tímaritinu, þá ofhugsa ég aldrei það sem ég pósta. Ef það er 100% í samræmi við það hvernig mér líður, þá myndi ég segja hlutina sama hvort ég væri með 100 fylgjendur eða 100 milljón fylgjendur.“ Tíska og hönnun Hollywood Tengdar fréttir „Enginn annar ætti að sjást í þessum kjól“ Bob Mackie, hönnuður fræga kjólsins sem Kim Kardashian klæddist á Met Gala þetta árið og Marilyn Monroe heitin klæddist þegar hún söng afmælissönginn fyrir John F. Kennedy segir það hafa verið stór mistök að lána Kim kjólinn. 18. maí 2022 16:31 Kim skein skærast í kjól frá Marilyn Monroe Tískuviðburður ársins, Met Gala, fór fram með pomp og prakti í gærkvöldi á Metropolitan safninu í New York. Þar mætast listir, menning og tíska á óaðfinnanlegan hátt og stórstjörnur heimsins ganga rauða dregilinn í einhverjum dýrustu flíkum heims. 3. maí 2022 11:04 Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Steikt að sjá barn með rottu í bandi í París Lífið Skömminni skilað Gagnrýni Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Fleiri fréttir Gefur endurkomu undir fótinn Steikt að sjá barn með rottu í bandi í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sjá meira
Lili sló í gegn í unglingaþáttunum Riverdale sem hófu göngu sína á Netflix árið 2017. Síðan þá hefur hún verið ein af þeim stórstjörnum sem fá boð á Met Gala, einn stærsta tískuviðburð í heimi, sem haldinn er í maí á ári hverju. Lili telur þó að hún hafi nú farið á sitt síðasta Met Gala. „Þetta var gaman. En eftir að hafa mætt á viðburðinn á þessu ári, held ég að mér verði ekki boðið aftur. Ég lét ákveðin orð falla um ákveðna manneskju í ákveðnum kjól,“ sagði Lili í viðtali við W Magazine og á hún þar við Kim Kardashian. Kim sagði frá því að hún hafi misst rúmlega 7 kíló á þremur vikum fyrir Met Gala viðburðinn í vor, til þess að passa í hinn goðsagnakenndakjól sem Marilyn Monroe klæddist þegar hún söng afmælissönginn fyrir John F. Kennedy árið 1962. „Fáfræðin er viðbjóðsleg“ „Ég fór í svitagalla tvisvar á dag, fór á hlaupabrettið, tók alveg út allan sykur og öll kolvetni og borðaði bara alveg hreint grænmeti og prótein,“ sagði Kim um það hvernig hún fór að því að missa öll þessi kíló á svona stuttum tíma. Riverdale stjörnunni blöskraði þessar aðferðir Kim og ræddi málið við fylgjendur sína á Instagram, án þess þó að nefna Kim á nafn. „Að viðurkenna það opinberlega að þú hafir svelt þig í þágu Met Gala, þegar þú ert fullmeðvituð um að milljónir ungra manna og kvenna líta upp til þín og taka mark á hverju einasta orði sem þú segir. Fáfræðin er viðbjóðsleg,“ sagði Lili á Instagram. Sér ekki eftir einu orði Þrátt fyrir að þessi ummæli gætu orðið til þess að Lili fái aldrei aftur boð á einn stærsta tískuviðburð í heimi, segist hún ekki sjá eftir neinu. „Ég hef alltaf viljað standa fyrir einhverju. Þó svo að ég fíli það ekki að ein athugasemd frá mér verði að sautján greinum í People tímaritinu, þá ofhugsa ég aldrei það sem ég pósta. Ef það er 100% í samræmi við það hvernig mér líður, þá myndi ég segja hlutina sama hvort ég væri með 100 fylgjendur eða 100 milljón fylgjendur.“
Tíska og hönnun Hollywood Tengdar fréttir „Enginn annar ætti að sjást í þessum kjól“ Bob Mackie, hönnuður fræga kjólsins sem Kim Kardashian klæddist á Met Gala þetta árið og Marilyn Monroe heitin klæddist þegar hún söng afmælissönginn fyrir John F. Kennedy segir það hafa verið stór mistök að lána Kim kjólinn. 18. maí 2022 16:31 Kim skein skærast í kjól frá Marilyn Monroe Tískuviðburður ársins, Met Gala, fór fram með pomp og prakti í gærkvöldi á Metropolitan safninu í New York. Þar mætast listir, menning og tíska á óaðfinnanlegan hátt og stórstjörnur heimsins ganga rauða dregilinn í einhverjum dýrustu flíkum heims. 3. maí 2022 11:04 Mest lesið Kynntust í Keflavík og gista saman í villu í Kenýa Ferðalög Gefur endurkomu undir fótinn Lífið Embla Wigum flytur aftur á Klakann Lífið Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp Steikt að sjá barn með rottu í bandi í París Lífið Skömminni skilað Gagnrýni Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Lífið „Léleg“ hönnun gervigreindar reyndist mannanna verk Menning Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Lífið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð Lífið Fleiri fréttir Gefur endurkomu undir fótinn Steikt að sjá barn með rottu í bandi í París Guðrún er með sólarsellurafmagn í sautján fermetra húsi sínu Embla Wigum flytur aftur á Klakann Helgi Ómars útskrifaður sem heilsumarkþjálfi Stelur af Sigga Bond: „Þá ætla ég að tala við Hannes Hólmstein“ „Finn ekki fyrir pressu“ Þórunn Elísabet og Jón selja í Vesturbænum Götulistamaðurinn Jójó látinn Hvernig er best að byggja upp traust? Þótti ekki viðeigandi að gefa fagaðilum gervitittlinga „Guð skapaði þig og hann gerir ekki mistök“ „Finnst við oft gleyma þeim sem geta ekki tjáð sig“ Dreymir um að finna fólkið sem gaf hana frá sér Krúttlegustu áheyrnarprufur ársins Kossaflens á klúbbnum Sjóðheitar skvísur í hvolpajóga brutu næstum Internetið Sárþjáður Eyfi sendur með sjúkrabíl og skellt í aðgerð „Hálfur áratugur með þér my love“ Herra stal hundi Sunnevu og tók með í Bannað að hlæja Enn veldur Britney áhyggjum „Ég er tilbúin að vera þetta ofurpar sem okkur er ætlað að verða“ Trúlofuðu sig í laxveiði Höfundur hinna erótísku Rutshire Chronicles-bóka látinn Áróðursvélar Netanjahús séu á fullu blasti í Eurovision Stjörnulífið: „Mesta milf Íslands“ „Ég hef tapað vinum á því að eiga peninga“ Sonur Tinu Turner látinn Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Sjá meira
„Enginn annar ætti að sjást í þessum kjól“ Bob Mackie, hönnuður fræga kjólsins sem Kim Kardashian klæddist á Met Gala þetta árið og Marilyn Monroe heitin klæddist þegar hún söng afmælissönginn fyrir John F. Kennedy segir það hafa verið stór mistök að lána Kim kjólinn. 18. maí 2022 16:31
Kim skein skærast í kjól frá Marilyn Monroe Tískuviðburður ársins, Met Gala, fór fram með pomp og prakti í gærkvöldi á Metropolitan safninu í New York. Þar mætast listir, menning og tíska á óaðfinnanlegan hátt og stórstjörnur heimsins ganga rauða dregilinn í einhverjum dýrustu flíkum heims. 3. maí 2022 11:04
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp
Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Bíó og sjónvarp