Býst ekki við því að fá boð á Met Gala vegna ummæla um Kim Kardashian Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 27. október 2022 15:31 Leikkonan Lili Reinhart gagnrýndi þær aðferðir sem Kim Kardashian notaðist við til þess eins að passa í kjól. Getty/Sean Zanni/Patrick McMullan Leikkonan Lili Reinhart á ekki von á því að henni verði boðið á Met Gala tískuviðburðinn á næsta ári. Ástæðan eru ummæli sem hún lét falla um stórstjörnuna Kim Kardashian eftir viðburðinn í maí. Lili sló í gegn í unglingaþáttunum Riverdale sem hófu göngu sína á Netflix árið 2017. Síðan þá hefur hún verið ein af þeim stórstjörnum sem fá boð á Met Gala, einn stærsta tískuviðburð í heimi, sem haldinn er í maí á ári hverju. Lili telur þó að hún hafi nú farið á sitt síðasta Met Gala. „Þetta var gaman. En eftir að hafa mætt á viðburðinn á þessu ári, held ég að mér verði ekki boðið aftur. Ég lét ákveðin orð falla um ákveðna manneskju í ákveðnum kjól,“ sagði Lili í viðtali við W Magazine og á hún þar við Kim Kardashian. Kim sagði frá því að hún hafi misst rúmlega 7 kíló á þremur vikum fyrir Met Gala viðburðinn í vor, til þess að passa í hinn goðsagnakenndakjól sem Marilyn Monroe klæddist þegar hún söng afmælissönginn fyrir John F. Kennedy árið 1962. „Fáfræðin er viðbjóðsleg“ „Ég fór í svitagalla tvisvar á dag, fór á hlaupabrettið, tók alveg út allan sykur og öll kolvetni og borðaði bara alveg hreint grænmeti og prótein,“ sagði Kim um það hvernig hún fór að því að missa öll þessi kíló á svona stuttum tíma. Riverdale stjörnunni blöskraði þessar aðferðir Kim og ræddi málið við fylgjendur sína á Instagram, án þess þó að nefna Kim á nafn. „Að viðurkenna það opinberlega að þú hafir svelt þig í þágu Met Gala, þegar þú ert fullmeðvituð um að milljónir ungra manna og kvenna líta upp til þín og taka mark á hverju einasta orði sem þú segir. Fáfræðin er viðbjóðsleg,“ sagði Lili á Instagram. Sér ekki eftir einu orði Þrátt fyrir að þessi ummæli gætu orðið til þess að Lili fái aldrei aftur boð á einn stærsta tískuviðburð í heimi, segist hún ekki sjá eftir neinu. „Ég hef alltaf viljað standa fyrir einhverju. Þó svo að ég fíli það ekki að ein athugasemd frá mér verði að sautján greinum í People tímaritinu, þá ofhugsa ég aldrei það sem ég pósta. Ef það er 100% í samræmi við það hvernig mér líður, þá myndi ég segja hlutina sama hvort ég væri með 100 fylgjendur eða 100 milljón fylgjendur.“ Tíska og hönnun Hollywood Tengdar fréttir „Enginn annar ætti að sjást í þessum kjól“ Bob Mackie, hönnuður fræga kjólsins sem Kim Kardashian klæddist á Met Gala þetta árið og Marilyn Monroe heitin klæddist þegar hún söng afmælissönginn fyrir John F. Kennedy segir það hafa verið stór mistök að lána Kim kjólinn. 18. maí 2022 16:31 Kim skein skærast í kjól frá Marilyn Monroe Tískuviðburður ársins, Met Gala, fór fram með pomp og prakti í gærkvöldi á Metropolitan safninu í New York. Þar mætast listir, menning og tíska á óaðfinnanlegan hátt og stórstjörnur heimsins ganga rauða dregilinn í einhverjum dýrustu flíkum heims. 3. maí 2022 11:04 Mest lesið Ástfangin á ný Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Lífið Fleiri fréttir Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Sjá meira
Lili sló í gegn í unglingaþáttunum Riverdale sem hófu göngu sína á Netflix árið 2017. Síðan þá hefur hún verið ein af þeim stórstjörnum sem fá boð á Met Gala, einn stærsta tískuviðburð í heimi, sem haldinn er í maí á ári hverju. Lili telur þó að hún hafi nú farið á sitt síðasta Met Gala. „Þetta var gaman. En eftir að hafa mætt á viðburðinn á þessu ári, held ég að mér verði ekki boðið aftur. Ég lét ákveðin orð falla um ákveðna manneskju í ákveðnum kjól,“ sagði Lili í viðtali við W Magazine og á hún þar við Kim Kardashian. Kim sagði frá því að hún hafi misst rúmlega 7 kíló á þremur vikum fyrir Met Gala viðburðinn í vor, til þess að passa í hinn goðsagnakenndakjól sem Marilyn Monroe klæddist þegar hún söng afmælissönginn fyrir John F. Kennedy árið 1962. „Fáfræðin er viðbjóðsleg“ „Ég fór í svitagalla tvisvar á dag, fór á hlaupabrettið, tók alveg út allan sykur og öll kolvetni og borðaði bara alveg hreint grænmeti og prótein,“ sagði Kim um það hvernig hún fór að því að missa öll þessi kíló á svona stuttum tíma. Riverdale stjörnunni blöskraði þessar aðferðir Kim og ræddi málið við fylgjendur sína á Instagram, án þess þó að nefna Kim á nafn. „Að viðurkenna það opinberlega að þú hafir svelt þig í þágu Met Gala, þegar þú ert fullmeðvituð um að milljónir ungra manna og kvenna líta upp til þín og taka mark á hverju einasta orði sem þú segir. Fáfræðin er viðbjóðsleg,“ sagði Lili á Instagram. Sér ekki eftir einu orði Þrátt fyrir að þessi ummæli gætu orðið til þess að Lili fái aldrei aftur boð á einn stærsta tískuviðburð í heimi, segist hún ekki sjá eftir neinu. „Ég hef alltaf viljað standa fyrir einhverju. Þó svo að ég fíli það ekki að ein athugasemd frá mér verði að sautján greinum í People tímaritinu, þá ofhugsa ég aldrei það sem ég pósta. Ef það er 100% í samræmi við það hvernig mér líður, þá myndi ég segja hlutina sama hvort ég væri með 100 fylgjendur eða 100 milljón fylgjendur.“
Tíska og hönnun Hollywood Tengdar fréttir „Enginn annar ætti að sjást í þessum kjól“ Bob Mackie, hönnuður fræga kjólsins sem Kim Kardashian klæddist á Met Gala þetta árið og Marilyn Monroe heitin klæddist þegar hún söng afmælissönginn fyrir John F. Kennedy segir það hafa verið stór mistök að lána Kim kjólinn. 18. maí 2022 16:31 Kim skein skærast í kjól frá Marilyn Monroe Tískuviðburður ársins, Met Gala, fór fram með pomp og prakti í gærkvöldi á Metropolitan safninu í New York. Þar mætast listir, menning og tíska á óaðfinnanlegan hátt og stórstjörnur heimsins ganga rauða dregilinn í einhverjum dýrustu flíkum heims. 3. maí 2022 11:04 Mest lesið Ástfangin á ný Lífið Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lífið Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Lífið Auður í Bæjarbíói: Frá slaufun í standandi fagnaðarlæti Gagnrýni Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Lífið Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Lífið Vaða beint í aðra bók eftir Sigríði Hagalín Bíó og sjónvarp Hollywood-stjarna slær sér upp með prins Lífið Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Lífið „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Lífið Fleiri fréttir Fargufan nýjasta æðið á Íslandi Selja íbúð í Vesturbænum: „Við eigum of mörg börn til að búa í henni áfram“ Lýsir raunum einhleypra í Reykjavík: „Tilhugalífið minnir á lélegt bókunarkerfi“ Þetta eru uppáhalds barnabækur ráðherranna Ástfangin á ný Hollywood-stjarna slær sér upp með prins „Er ekki hér til að keppast um fegurð“ Þriðja í heiminn hjá Rihönnu og A$AP Rocky Er ekki eðlilegt að stunda kynlíf á afmælinu? Hefur keypt fasteignir fyrir rúman milljarð íslenskra króna á árinu Minntist bróður síns fyrir fullum sal Leiðir skilja hjá Svala og Jóhönnu Stella og Davíð sjóðheitt nýtt par Elín tendrar eldana fyrir Laufeyju Mun aldrei gleyma augnaráði bílstjórans Óvænt stjörnuskipti í jólasýningu Þjóðleikhússins Unnur Birna verður Elma „Þrisvar sinnum hefur mér verið hótað lífláti“ Bragðgóð graskers- og púrrlaukssúpa með karrý og kókosmjólk Claudia Cardinale er látin O (Hringur) hlaut aðalverðlaun leikinna mynda á Nordisk Panorama Framkvæmdastjóri Olís selur glæsihús í Garðabæ Fyrsta Ungfrú Grænland í rúm þrjátíu ár Kynfræðingur, rektor og listakona styrktu tengslin FM Belfast bætir við aukatónleikum Þóttist hafa rekið bróður sinn sem mætti óvænt aftur Fann ástina loksins þegar hann tók sér marga elskhuga „Balí hefur einfaldlega stolið hjarta mínu“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Hver er Thomas Skinner? Tryllingur, framhjáhald og myndarlegar máltíðir Sjá meira
„Enginn annar ætti að sjást í þessum kjól“ Bob Mackie, hönnuður fræga kjólsins sem Kim Kardashian klæddist á Met Gala þetta árið og Marilyn Monroe heitin klæddist þegar hún söng afmælissönginn fyrir John F. Kennedy segir það hafa verið stór mistök að lána Kim kjólinn. 18. maí 2022 16:31
Kim skein skærast í kjól frá Marilyn Monroe Tískuviðburður ársins, Met Gala, fór fram með pomp og prakti í gærkvöldi á Metropolitan safninu í New York. Þar mætast listir, menning og tíska á óaðfinnanlegan hátt og stórstjörnur heimsins ganga rauða dregilinn í einhverjum dýrustu flíkum heims. 3. maí 2022 11:04