Innlent

Hinn látni karlmaður á miðjum aldri

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Kjallarinn þar sem karlmaðurinn fannst látinn.
Kjallarinn þar sem karlmaðurinn fannst látinn. Vísir/Viktor

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu telur að karlmaður sem fannst látinn í Skeifunni í gærkvöldi hafi glímt við veikindi. Ekki er grunur um að andlátið hafi borið að með saknæmum hætti.

Lögreglu barst tilkynning um líkfundinn á áttunda tímanum í gær og var nokkuð fjölmenn sveit lögreglu send á vettvang. Að sögn Rafns Hilmars Guðmundssonar aðalvarðstjóra hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var um að ræða karlmann á miðjum aldri.

Hann segir málið komið á borð miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu. Krufning á líkinu er fram undan og málið í vinnslu.

Líkið fannst fyrir utan inngang í kjallara húsnæðis þar sem Elko var lengi til húsa. Samkvæmt upplýsingum fréttastofu hefur heimilislaust fólk á tímum fundið þar skjól frá veðri og vindum.

Samkvæmt úttekt á stöðu heimilislausra í lok árs 2021 eru um 300 heimilislausir í Reykjavíkurborg. Þar eru karlar rúmlega sjötíu prósent. Níu af hverjum tíu eru með íslenskt ríkisfang. Rúmlega tveir þriðju eru á aldrinum 21-49 ára.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×