Bein útsending: Erlendar konur á vinnumarkaði í brennidepli á Jafnréttisþingi Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 26. október 2022 08:46 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra boðar til þingsins. Vísir/Vilhelm Jafnréttisþing fer fram í Hörpu í dag. Samkvæmt lögum um jafna stöðu og jafnan rétt kynjanna skal ráðherra boða til jafnréttisþings á tveggja ára fresti þar sem fjalla skal um jafnrétti kynjanna. Forsætisráðherra býður til jafnréttisþing 2022 þar sem fjallað verður um stöðu kvenna af erlendum uppruna á íslenskum vinnumarkaði. Umfjöllunarefni er aðgengi, möguleikar og hindranir sem konur af erlendum uppruna mæta á íslenskum vinnumarkaði. Skoðuð verður staða erlendra kvenna af ólíkum stéttum og með ólíka sögu. Einnig verður skapað rými til að raddir kvenna af erlendum uppruna heyrist og ræddar þær áskoranir og hindranir sem mæta þeim á vinnumarkaði. Streymi, sem stendur frá 9:30 til rúmlega 12:30, má sjá hér. Dagskrána má sjá að neðan. 9.00 Húsið opnar Morgunmatur og tækifæri til tengslamyndunar – mætum tímanlega 9.30 Setning jafnréttisþings 2022 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Fundarstýra: Silja Bára R. Ómarsdóttir, prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands 9.35 Staða kvenna af erlendum uppruna á íslenskum vinnumarkaði Berglind Hólm Ragnarsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri Í erindinu kynnir Berglind niðurstöður nýrrar rannsóknar sem framkvæmd var á vormánuðum 2022 á stöðu og líðan kvenna á Íslandi. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvernig ólíkir þættir er tengjast atvinnuþáttöku og fjölskylduábyrgð hafa áhrif á líkamlega og andlega líðan kvenna á Íslandi og hvernig það samband birtist eftir stéttastöðu þeirra, uppruna og búsetu. Í erindinu verður lögð áhersla á að greina stöðu kvenna af erlendum uppruna á íslenskum vinnumarkaði. 9.55 Verkakonur veraldarinnar. Um efnahagslega tilveru verkakvenna og baráttu þeirra við arðránið Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar Í erindinu fjallar Sólveig Anna um efnahagslega kúgun verka og láglaunakvenna á íslenskum vinnumarkaði, hvaða áhrif slík kúgun hefur og hvaða tól eru líklegust til að skila árangri í efnahagslegri upprisu verkakvenna. 10.10 Atvinnumöguleikar kvenna af erlendum uppruna sem búsettar eru á Íslandi. Er grasið alltaf grænna hinum megin við lækinn? Claudia Ashanie Wilson hdl. Í erindi sínu fjallar Claudia um reynslu kvenna af erlendum uppruna sem búsettar eru hér á landi við að fá menntun sína viðurkennda á Íslandi og um möguleika þeirra til að fá störf við hæfi. Hún fjallar stuttlega um lagaumhverfið og kynnir tillögur að úrbótum. 10.25 Mannauður, menningarauður, félagslegur auður og mismunun: Múslimskar innflytjendakonur á íslenskum vinnumarkaði. (Human, cultural, and social capital and discrimination: Muslim immigrant women's labour market participation in Iceland.) Erindið verður flutt á ensku. Fayrouz Nouh, doktorsnemi við Háskóla Íslands Fayrouz kynnir fyrstu niðurstöður doktorsrannsóknar sinnar þar sem hún skoðar sérstaklega stöðu múslimskra kvenna á vinnumarkaði. 10.40 Raddir kvenna af erlendum uppruna – samstarf við félagið Hennar rödd. Hennar rödd eru félagasamtök sem starfa með það að markmiði að auka vitund meðal almennings á stöðu kvenna af erlendum uppruna í íslensku samfélagi. 10.50 Kaffihlé 11.10 Sófaspjall Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stýrir sófaspjalli með konum af erlendum uppruna auk fulltrúa frá aðilum vinnumarkaðar. Þátttakendur í sófaspjalli:Aleksandra Leonardsdóttir, sérfræðingur í fræðslu og málefnum innflytjenda á skrifstofu ASÍFida Abu Libdeh, framkvæmdastýra GeosilicaJasmina Vajzović Crnac, stjórnarkona í félagasamtökunum Hennar RöddPaola Cardenas, formaður innflytjendaráðsSonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRBHalldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA 12.00 Tónlistaratriði: Vigdís Hafliðadóttir, söngkona, skemmtikraftur og handritshöfundur 12.15 Jafnréttisviðurkenning 2022 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra veitir jafnréttisviðurkenningu 12.30 Ráðstefnuslit Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Jafnréttismál Innflytjendamál Íslensk tunga Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira
Forsætisráðherra býður til jafnréttisþing 2022 þar sem fjallað verður um stöðu kvenna af erlendum uppruna á íslenskum vinnumarkaði. Umfjöllunarefni er aðgengi, möguleikar og hindranir sem konur af erlendum uppruna mæta á íslenskum vinnumarkaði. Skoðuð verður staða erlendra kvenna af ólíkum stéttum og með ólíka sögu. Einnig verður skapað rými til að raddir kvenna af erlendum uppruna heyrist og ræddar þær áskoranir og hindranir sem mæta þeim á vinnumarkaði. Streymi, sem stendur frá 9:30 til rúmlega 12:30, má sjá hér. Dagskrána má sjá að neðan. 9.00 Húsið opnar Morgunmatur og tækifæri til tengslamyndunar – mætum tímanlega 9.30 Setning jafnréttisþings 2022 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Fundarstýra: Silja Bára R. Ómarsdóttir, prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands 9.35 Staða kvenna af erlendum uppruna á íslenskum vinnumarkaði Berglind Hólm Ragnarsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri Í erindinu kynnir Berglind niðurstöður nýrrar rannsóknar sem framkvæmd var á vormánuðum 2022 á stöðu og líðan kvenna á Íslandi. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvernig ólíkir þættir er tengjast atvinnuþáttöku og fjölskylduábyrgð hafa áhrif á líkamlega og andlega líðan kvenna á Íslandi og hvernig það samband birtist eftir stéttastöðu þeirra, uppruna og búsetu. Í erindinu verður lögð áhersla á að greina stöðu kvenna af erlendum uppruna á íslenskum vinnumarkaði. 9.55 Verkakonur veraldarinnar. Um efnahagslega tilveru verkakvenna og baráttu þeirra við arðránið Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar Í erindinu fjallar Sólveig Anna um efnahagslega kúgun verka og láglaunakvenna á íslenskum vinnumarkaði, hvaða áhrif slík kúgun hefur og hvaða tól eru líklegust til að skila árangri í efnahagslegri upprisu verkakvenna. 10.10 Atvinnumöguleikar kvenna af erlendum uppruna sem búsettar eru á Íslandi. Er grasið alltaf grænna hinum megin við lækinn? Claudia Ashanie Wilson hdl. Í erindi sínu fjallar Claudia um reynslu kvenna af erlendum uppruna sem búsettar eru hér á landi við að fá menntun sína viðurkennda á Íslandi og um möguleika þeirra til að fá störf við hæfi. Hún fjallar stuttlega um lagaumhverfið og kynnir tillögur að úrbótum. 10.25 Mannauður, menningarauður, félagslegur auður og mismunun: Múslimskar innflytjendakonur á íslenskum vinnumarkaði. (Human, cultural, and social capital and discrimination: Muslim immigrant women's labour market participation in Iceland.) Erindið verður flutt á ensku. Fayrouz Nouh, doktorsnemi við Háskóla Íslands Fayrouz kynnir fyrstu niðurstöður doktorsrannsóknar sinnar þar sem hún skoðar sérstaklega stöðu múslimskra kvenna á vinnumarkaði. 10.40 Raddir kvenna af erlendum uppruna – samstarf við félagið Hennar rödd. Hennar rödd eru félagasamtök sem starfa með það að markmiði að auka vitund meðal almennings á stöðu kvenna af erlendum uppruna í íslensku samfélagi. 10.50 Kaffihlé 11.10 Sófaspjall Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stýrir sófaspjalli með konum af erlendum uppruna auk fulltrúa frá aðilum vinnumarkaðar. Þátttakendur í sófaspjalli:Aleksandra Leonardsdóttir, sérfræðingur í fræðslu og málefnum innflytjenda á skrifstofu ASÍFida Abu Libdeh, framkvæmdastýra GeosilicaJasmina Vajzović Crnac, stjórnarkona í félagasamtökunum Hennar RöddPaola Cardenas, formaður innflytjendaráðsSonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRBHalldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA 12.00 Tónlistaratriði: Vigdís Hafliðadóttir, söngkona, skemmtikraftur og handritshöfundur 12.15 Jafnréttisviðurkenning 2022 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra veitir jafnréttisviðurkenningu 12.30 Ráðstefnuslit Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra
9.00 Húsið opnar Morgunmatur og tækifæri til tengslamyndunar – mætum tímanlega 9.30 Setning jafnréttisþings 2022 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Fundarstýra: Silja Bára R. Ómarsdóttir, prófessor við Stjórnmálafræðideild Háskóla Íslands 9.35 Staða kvenna af erlendum uppruna á íslenskum vinnumarkaði Berglind Hólm Ragnarsdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri Í erindinu kynnir Berglind niðurstöður nýrrar rannsóknar sem framkvæmd var á vormánuðum 2022 á stöðu og líðan kvenna á Íslandi. Markmið rannsóknarinnar var að skoða hvernig ólíkir þættir er tengjast atvinnuþáttöku og fjölskylduábyrgð hafa áhrif á líkamlega og andlega líðan kvenna á Íslandi og hvernig það samband birtist eftir stéttastöðu þeirra, uppruna og búsetu. Í erindinu verður lögð áhersla á að greina stöðu kvenna af erlendum uppruna á íslenskum vinnumarkaði. 9.55 Verkakonur veraldarinnar. Um efnahagslega tilveru verkakvenna og baráttu þeirra við arðránið Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar Í erindinu fjallar Sólveig Anna um efnahagslega kúgun verka og láglaunakvenna á íslenskum vinnumarkaði, hvaða áhrif slík kúgun hefur og hvaða tól eru líklegust til að skila árangri í efnahagslegri upprisu verkakvenna. 10.10 Atvinnumöguleikar kvenna af erlendum uppruna sem búsettar eru á Íslandi. Er grasið alltaf grænna hinum megin við lækinn? Claudia Ashanie Wilson hdl. Í erindi sínu fjallar Claudia um reynslu kvenna af erlendum uppruna sem búsettar eru hér á landi við að fá menntun sína viðurkennda á Íslandi og um möguleika þeirra til að fá störf við hæfi. Hún fjallar stuttlega um lagaumhverfið og kynnir tillögur að úrbótum. 10.25 Mannauður, menningarauður, félagslegur auður og mismunun: Múslimskar innflytjendakonur á íslenskum vinnumarkaði. (Human, cultural, and social capital and discrimination: Muslim immigrant women's labour market participation in Iceland.) Erindið verður flutt á ensku. Fayrouz Nouh, doktorsnemi við Háskóla Íslands Fayrouz kynnir fyrstu niðurstöður doktorsrannsóknar sinnar þar sem hún skoðar sérstaklega stöðu múslimskra kvenna á vinnumarkaði. 10.40 Raddir kvenna af erlendum uppruna – samstarf við félagið Hennar rödd. Hennar rödd eru félagasamtök sem starfa með það að markmiði að auka vitund meðal almennings á stöðu kvenna af erlendum uppruna í íslensku samfélagi. 10.50 Kaffihlé 11.10 Sófaspjall Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra stýrir sófaspjalli með konum af erlendum uppruna auk fulltrúa frá aðilum vinnumarkaðar. Þátttakendur í sófaspjalli:Aleksandra Leonardsdóttir, sérfræðingur í fræðslu og málefnum innflytjenda á skrifstofu ASÍFida Abu Libdeh, framkvæmdastýra GeosilicaJasmina Vajzović Crnac, stjórnarkona í félagasamtökunum Hennar RöddPaola Cardenas, formaður innflytjendaráðsSonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRBHalldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri SA 12.00 Tónlistaratriði: Vigdís Hafliðadóttir, söngkona, skemmtikraftur og handritshöfundur 12.15 Jafnréttisviðurkenning 2022 Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra veitir jafnréttisviðurkenningu 12.30 Ráðstefnuslit Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra
Jafnréttismál Innflytjendamál Íslensk tunga Mest lesið Halldór Blöndal er látinn Innlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Innlent Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum Innlent Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Erlent Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Innlent Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Innlent Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Innlent Fleiri fréttir Tvö og hálft ár fyrir að nauðga dóttur nágranna síns Tuttugu þúsund fiskar drápust á Tálknafirði Segja frekari úrbóta þörf og vísa meðal annars til PPP Kröfu um að gera Margréti arflausa vísað frá Halldór Blöndal er látinn Kveiktu á 200 kertum fyrir drengina sem hafa látist í baráttu við fíkn „Þarna var bara verið að tikka í box“ Gaf lungnadeildinni sex ferðasúrefnistæki til að þakka fyrir sig Kraftaverk að Gunnari hafi verið bjargað þegar hann lenti í sjónum „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Sjá meira