Innlent

Skjálfti 3,7 að stærð í Mýr­dals­jökli

Atli Ísleifsson skrifar
Skjálftinn varð klukkan 0:46 í nótt.
Skjálftinn varð klukkan 0:46 í nótt. Vísir/Vilhelm

Skjálfti 3,7 að stærð mældist í sunnanverðum Mýrdalsjökli klukkan 00:46 í nótt.

Á vef Veðurstofunnar segir að skjálftinn hafi orðið um 3,9 kílómetra norðnorðvestur af Hábungu.

Stærri skjálftar hafa mælst víðar á landinu á síðustu dögum. Um klukkan 10 varð þannig skjálfti 3,1 að stærð um þrjá kílómetra austur af Sýlingafelli á Reykjanesskaga.

Á laugardagskvöldið, klukkan 23:11, mældist jarðskjálfti 4,1 að strærð skammt norðan við Herðubreið. „Tilkynningar bárust Veðurstofu um að skjálftinn hafi fundist á Akureyri. Talsverð eftirskjálfta virkni hefur mælst á svæðinu í gær og hefur sjálfvirka jarðskjálfta kerfi Veðurstofunnar staðsett yfir 1000 jarðskjálfta á svæðinu norðan við Herðubreið,“ segir í færslu á vef Veðurstofunnar.


Tengdar fréttir



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×