Deildarmyrkvi sjáanlegur frá Íslandi Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 23. október 2022 15:58 Myrkvinn mun sjást best frá norðaustur- og austurhluta landsins. Getty/Kaiser Deildarmyrkvi á sólu verður sjáanlegur frá Íslandi á morgni þriðjudags 25. október ef veður leyfir. Myrkvinn hefst klukkan 8:59 og nær hámarki tæpri klukkustund síðar, klukkan 9:46. Deildarmyrkvi verður þegar sólin og tunglið eru ekki alveg í beinni línu og hylur tunglið því sólina aðeins að hluta. Deildarmyrkvar sjást frá mun stærra svæði á jörðinni en almykrvar og hringmyrkvar, samkvæmt Stjörnufræðivefnum. Meiri líkur eru því á að fólk sjái fyrirbrigðið í vikunni en ella. Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, vekur athygli á málinu á Facebook. Hann segir að ef horft er frá Reykjavík hylur tunglið um 20% af skífu sólar en um 25% ef horft er frá norðaustur- og austurhelmingi landsins. Tvísýnt er um hvort að myrkvinn verði sjáanlegur á Íslandi. Í höfuðborginni er skýjað og spáð er rigningu víða um land. Engu að síður er þó mögulegt að það rofi til nógu lengi einhvers staðar til að hægt verði að sjá myrkvann á einhverju stigi hans. Brýnt er að nota hlífðarbúnað eins og sólmyrkvagleraugu, og horfa ekki beint í sólina, en ský gætu búið til náttúrulega síu. Sólin verður væntanlega frekar snemma á lofti á meðan myrkvanum stendur en honum lýkur loks klukkan 10:35, eftir að hafa staðið yfir í rúman einn og hálfan klukkutíma. Sjáist myrkvinn ekki frá Íslandi vegna veðurs er hægt að horfa á streymið hér að neðan. Sólin Tunglið Mest lesið Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Erlent „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Innlent Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík Innlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Sjá meira
Deildarmyrkvi verður þegar sólin og tunglið eru ekki alveg í beinni línu og hylur tunglið því sólina aðeins að hluta. Deildarmyrkvar sjást frá mun stærra svæði á jörðinni en almykrvar og hringmyrkvar, samkvæmt Stjörnufræðivefnum. Meiri líkur eru því á að fólk sjái fyrirbrigðið í vikunni en ella. Sævar Helgi Bragason, stjörnufræðikennari og vísindamiðlari, vekur athygli á málinu á Facebook. Hann segir að ef horft er frá Reykjavík hylur tunglið um 20% af skífu sólar en um 25% ef horft er frá norðaustur- og austurhelmingi landsins. Tvísýnt er um hvort að myrkvinn verði sjáanlegur á Íslandi. Í höfuðborginni er skýjað og spáð er rigningu víða um land. Engu að síður er þó mögulegt að það rofi til nógu lengi einhvers staðar til að hægt verði að sjá myrkvann á einhverju stigi hans. Brýnt er að nota hlífðarbúnað eins og sólmyrkvagleraugu, og horfa ekki beint í sólina, en ský gætu búið til náttúrulega síu. Sólin verður væntanlega frekar snemma á lofti á meðan myrkvanum stendur en honum lýkur loks klukkan 10:35, eftir að hafa staðið yfir í rúman einn og hálfan klukkutíma. Sjáist myrkvinn ekki frá Íslandi vegna veðurs er hægt að horfa á streymið hér að neðan.
Sólin Tunglið Mest lesið Leiddur frá borði hlekkjaður og með bundið fyrir augu Erlent „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Innlent Vaktin: Maduro handtekinn eftir árás á Venesúela Erlent Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Innlent „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Innlent Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík Innlent Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Innlent Banaslys á Biskupstungnabraut Innlent Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Innlent Íslenskur maður lést í Úkraínu Innlent Fleiri fréttir „Viðbrögð utanríkisráðherra eru til skammar“ Þessi bjóða sig fram fyrir Samfylkinguna í Reykjavík „Allavega er þessi einræðisherra farinn“ Nafn konunnar sem lést á Hvolsvelli Banaslys á Biskupstungnabraut Krakkarnir beðið um að halda áfram heimsóknum á Hrafnistu Alvarlegt bílslys á Biskupstungnabraut Hótaði að nauðga manni og skallaði annan vegna húðlitar Stærðfræðikennarinn Stein sækist eftir fjórða sæti Langar raðir á Sorpu eftir hátíðarnar Sjálfstæðisflokkurinn í 35 prósentum Rýnt í stöðuna í Venesúela og Sjálfstæðisflokkurinn á flugi Rennibrautinni lokað eftir fjölda óhappa Dóra Björt vill þriðja eða fjórða sæti Vilhjálmur tekur oddvitaslaginn í Reykjanesbæ Spunaleikari vill annað sæti Samfylkingarinnar í borginni „Miður að bensínhákum sé umbunað“ Íslenskur maður lést í Úkraínu Nýársbarnið á Suðurlandi býr á Eyrarbakka Réttindalaus og keyrði á kyrrstæðan lögreglubíl Kostnaður vegna veikinda nemur milljörðum Verðlækkanir á bensíni og áramótaheit landsmanna 2025 var hlýjasta árið á Íslandi frá upphafi mælinga Fjögur vilja tvö efstu hjá Viðreisn Kristín vill fyrsta sætið Allt sem þú þarft að vita um nýja kílómetragjaldið Þremur þjófum vísað úr landi Funda í janúar í kjaraviðræðum flugstétta Hlutfall fínasta svifryksins áberandi hátt á nýársnótt Telur nær öruggt að fleiri hundar muni týnast Sjá meira