Lífið

Steindi og Salka endurgera ódauðlegt lag

Stefán Árni Pálsson skrifar
Salka og Steindi fara á kostum í myndbandinu.
Salka og Steindi fara á kostum í myndbandinu.

Steindi og Salka Sól leituðu á mið Linkin Park og Evanescence þegar þau áttu að gera tónlistarmyndband í anda áranna í kringum aldamótin í Stóra sviðinu á Stöð 2.

Í þættinum á föstudaginn fyrir viku mættu söngdrottningarnar Salka Sól og Ragga Gísla. Ragga var í liði með Audda og Salka með Steinda.

Báðar fengu þær mjög erfið verkefni. Til að mynda framleiddi Steindi tónlistarmyndband sem Salka fer með hlutverk í og fluttu þau lag saman. Þar gerðu þau eigin útgáfu af laginu In The End með Linkin Park. 

Geggjað lag og enn betri texti.

Klippa: Steindi og Salka Sól - Skil ekki neitt

Hossa hossa með þunglyndum blæ

Einnig átti Salka að syngja nýja útgáfu af laginu Hossa Hossa með Amabadama sem Auðunn Blöndal samdi textann við. 

Mjög þungur texti við annars einstaklega hresst lag.

Klippa: Auddi samdi nýjan texta við lagið Hossa Hossa

Bergur Ebbi og Dóri DNA í kvöld

Stóra Sviðið er á dagskrá á Stöð 2 í kvöld en gestir þáttarins verða þeir Bergur Ebbi og Dóri DNA. Þátturinn hefst klukkan 19:00.

Lögin sem Ragga Gísla flutti í þættinum fyrir viku má sjá í tenglunum hér fyrir neðan.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×