Menning

Listaverk sem fagna nýju lífi

Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar
Kristín Morthens opnaði sýninguna Að snerta uppsprettu síðastliðna helgi.
Kristín Morthens opnaði sýninguna Að snerta uppsprettu síðastliðna helgi. Anna Kristín

Kristín Morthens vann verk á nýrri sýningu sinni út frá minni tilfinninga fyrir og eftir fæðingu. Sýningin opnaði síðastliðna helgi í NORR11 í samvinnu við Listval og heitir Að snerta uppsprettu.

Í fréttatilkynningu segir meðal annars:

„Á sýningunni er áhorfandinn tekinn inn í óræðan heim þar sem samspil og samruni mjúkra forma, lita og litbrigða ráða ríkjum. Verkin fagna nýju lífi, þoku, snertingu, jörð og líkama, en Kristín vann verkin út frá minni tilfinninga fyrir og eftir fæðingu.“

Í verkum Kristínar birtast fyrirbæri sem er líst sem einhvers konar líkamlegum verum með sín eigin lögmál og fyrirheit.

„Þau teygja sig og beygja, grípa, fljóta um og eigast við. Tveir pólar mætast og sameinast í eina rás á meðan tíminn stendur í stað. Við sjáum augnablik umbreytinga frá fortíð til framtíðar. Það sem einu sinni var er nú annað, það sem er í dag var ekki hér áður.“

Anna Kristín

Sýningin stendur til 6. desember næstkomandi. Hér má sjá nokkrar myndir af sýningunni:

Verk Kristínar sýna augnablik umbreytinga frá fortíð til framtíðar.Anna Kristín

Anna Kristín

Sýningin er í NORR11.Anna Kristín

Kristín Morthens.Anna Kristín

Tengdar fréttir

Listræn upplifun fyrir blinda, full sjáandi og öll þar á milli

Á degi hvíta stafsins síðastliðinn laugardag opnaði myndlistarsýningin Skynleikar á Hafnartorgi. Sýningin er unnin í samstarfi við Blindrafélagið með það að markmiði að virkja öll skynfæri líkamans og að leyfa blindum, full sjáandi og öllum þar á milli að upplifa myndlist á jöfnum grundvelli.

„Myndlist er svo fjölbreytt og víðfeðm“

Listval stendur að myndlistarsýningunni Mens et Manus sem opnaði á síðastliðinn föstudaginn við hátíðlega athöfn í íslenska sendiráðinu í Kaupmannahöfn. Er sýningin sú fyrsta í röð sýninga sem Listval mun setja upp í sendiráðinu. Blaðamaður tók púlsinn á Helgu Björg Kjerúlf og Elísabetu Ölmu Svendsen, eigendum og stjórnendum Listvals.


Fleiri fréttir

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.