Emilíana Torrini klippti sig stutt eftir ágreining við Vogue Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 20. október 2022 12:32 Emilíana Torrini rifjar upp myndatöku sem hún fór í hjá tískutímaritinu Vogue þegar hún var tuttugu ára gömul. Getty/Lorne Thomson Tónlistarkonan Emilíana Torrini rifjar upp erfiða upplifun sína af myndatöku sem hún fór í hjá tískutímaritinu Vogue þegar hún var aðeins tuttugu ára gömul. Emilíana segir frá því á Instagram síðu sinni að hún hafi átt að fara í myndatöku fyrir tímaritið og átti hún að fá tveggja blaðsíðna umfjöllun í blaðinu. „En svo vandaðist málið þegar ég vildi ekki klæðast þeim kjólum sem þau höfðu valið á mig,“ rifjar Emilíana upp. Leið eins og gleðikonu Vogue vildi að Emilíana myndi klæðast silfurlituðum, afar stuttum kjól og himinháum pinnahælum. Þá átti hún að vera með slöngulokka eins og voru mikið í tísku á þeim tíma. „Mér leið eins og einhverri lúxus gleðikonu úti í skógi. Alveg frábært lúkk, en bara ekki fyrir mig. Ég var frekar týpan sem var í gallabuxum og strigaskóm,“ segir hún. Þegar Emilíana mótmælti hugmyndum þessa stærsta tískutímarits í heimi segir hún að umboðsmenn hennar hafi fengið ófá símtöl frá útgáfufyrirtækinu. View this post on Instagram A post shared by Emiliana Torrini (@emilianatorrini) Sögð erfið og dekruð „Það voru lagðar fram hótanir. Það var sagt að ég væri erfið og dekruð og að ég gerði mér ekki grein fyrir því hve heppin ég væri.“ Hún segist aftur á móti hafa gert sér fyllilega grein fyrir því hve heppin hún væri. Hún hefði verið algjörlega uppi með sér og hlakkað til í margar vikur fram að þessu. „Þetta var hræðilegt,“ segir Emilíana sem leitaði huggunar hjá hárgreiðslumanni á settinu. „Ég var svo pirruð og reið eftir það sem ég upplifði að hefðu verið margir klukkutímar af rifrildi og spennu. Ég sagði honum að klippa hárið mitt eins og Jim Carrey í Pet Detective.“ Hér má sjá Jim Carrey í myndinni Ace Venture: Pet Detective sem var innblástur klippingarinnar sem Emilíana bað um. IMDB Bað engan um leyfi Hárgreiðslumaðurinn neitaði og sagði að þau þyrftu að biðja um leyfi. „Biðja um leyfi? Hvern þurfum við að biðja um leyfi? Þetta er mitt hár,“ sagði Emilíana og læsti hurðinni. Hárgreiðslumaðurinn hlýddi skipun Emilíönu, þótt hann hafi verið afar stressaður. Þegar Emilíana kom út úr herberginu segir hún að nokkrir hafi tekið trylling. „En ég var hæstánægð. Þessi tveggja blaðsíðna umfjöllun varð að hálfri blaðsíðu en ég var glöð.“ Tíska og hönnun Tónlist Íslendingar erlendis Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Sjá meira
Emilíana segir frá því á Instagram síðu sinni að hún hafi átt að fara í myndatöku fyrir tímaritið og átti hún að fá tveggja blaðsíðna umfjöllun í blaðinu. „En svo vandaðist málið þegar ég vildi ekki klæðast þeim kjólum sem þau höfðu valið á mig,“ rifjar Emilíana upp. Leið eins og gleðikonu Vogue vildi að Emilíana myndi klæðast silfurlituðum, afar stuttum kjól og himinháum pinnahælum. Þá átti hún að vera með slöngulokka eins og voru mikið í tísku á þeim tíma. „Mér leið eins og einhverri lúxus gleðikonu úti í skógi. Alveg frábært lúkk, en bara ekki fyrir mig. Ég var frekar týpan sem var í gallabuxum og strigaskóm,“ segir hún. Þegar Emilíana mótmælti hugmyndum þessa stærsta tískutímarits í heimi segir hún að umboðsmenn hennar hafi fengið ófá símtöl frá útgáfufyrirtækinu. View this post on Instagram A post shared by Emiliana Torrini (@emilianatorrini) Sögð erfið og dekruð „Það voru lagðar fram hótanir. Það var sagt að ég væri erfið og dekruð og að ég gerði mér ekki grein fyrir því hve heppin ég væri.“ Hún segist aftur á móti hafa gert sér fyllilega grein fyrir því hve heppin hún væri. Hún hefði verið algjörlega uppi með sér og hlakkað til í margar vikur fram að þessu. „Þetta var hræðilegt,“ segir Emilíana sem leitaði huggunar hjá hárgreiðslumanni á settinu. „Ég var svo pirruð og reið eftir það sem ég upplifði að hefðu verið margir klukkutímar af rifrildi og spennu. Ég sagði honum að klippa hárið mitt eins og Jim Carrey í Pet Detective.“ Hér má sjá Jim Carrey í myndinni Ace Venture: Pet Detective sem var innblástur klippingarinnar sem Emilíana bað um. IMDB Bað engan um leyfi Hárgreiðslumaðurinn neitaði og sagði að þau þyrftu að biðja um leyfi. „Biðja um leyfi? Hvern þurfum við að biðja um leyfi? Þetta er mitt hár,“ sagði Emilíana og læsti hurðinni. Hárgreiðslumaðurinn hlýddi skipun Emilíönu, þótt hann hafi verið afar stressaður. Þegar Emilíana kom út úr herberginu segir hún að nokkrir hafi tekið trylling. „En ég var hæstánægð. Þessi tveggja blaðsíðna umfjöllun varð að hálfri blaðsíðu en ég var glöð.“
Tíska og hönnun Tónlist Íslendingar erlendis Mest lesið Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Lífið Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Lífið Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Lífið Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Lífið Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Lífið Balta bregst bogalistin Gagnrýni Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Lífið Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Lífið Gamla TR-húsinu umbreytt í Hlemm.haus: „Augljóst að þörfin var gríðarleg“ Menning Hætti að þurfa að ryksuga upp hárin eftir hverja sturtu Lífið samstarf Fleiri fréttir Haustbingó í beinni á sunnudag Fréttatía vikunnar: Friðlýsing, frumsýning og handtaka Allt ætlaði um koll að keyra í Borgarleikhúsinu Hleypur 110 kílómetra á dag til að setja heimsmet Tók sex ólíka stera fyrir hjartastoppið: „Þannig ég segi nei við sterum“ Glæsihöll Livar og Sverris á Arnarnesi til sölu Eldgos og elskhugar á frumsýningu Eldanna Segir Candy hafa séð að faðir hans væri „skrímsli“ á undan öðrum Glæsibústaðir yfir hundrað milljónum Yfir sig ástfangin og býr bæði á Spáni og Íslandi Friðrik Þór og Guðrún selja 225 milljón króna parhús í Hlíðunum „Stolt af því að hafa ekki gefist upp á sjálfri mér“ Enn ástfangnari að sjá maka sinn í foreldrahlutverkinu „Klárari, sætari og skemmtilegri með aldrinum“ Mömmupasta að hætti Lindu Ben Tökur á Disneymynd, óttalaus rotta eða eru allir vinir í Vesturbænum? Skvísur landsins skáluðu í miðborginni Vildi frekar hafa David Hasselhoff uppá vegg en Jón Ólafs „Pabbi hélt alltaf að þú værir kunta, takk fyrir að sanna það“ Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Kaupir fjórða húsið við sömu götu Tælenskar salatvefjur í anda Cheesecake Factory Íslenskur Hollywood-leikari selur íbúð í Seljahverfinu Hætta með Þarf alltaf að vera grín? af persónulegum ástæðum Íbúð í Vesturbænum með mikinn karakter Hrósar eiginkonu Bruce Willis fyrir umönnun leikarans Kristján Einar leitar sér aðstoðar Yngsti Íslendingurinn frá upphafi sem safnar skákstigum Nældi sér í einn umdeildan Er hægt að komast yfir framhjáhald? Sjá meira