Emilíana Torrini klippti sig stutt eftir ágreining við Vogue Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 20. október 2022 12:32 Emilíana Torrini rifjar upp myndatöku sem hún fór í hjá tískutímaritinu Vogue þegar hún var tuttugu ára gömul. Getty/Lorne Thomson Tónlistarkonan Emilíana Torrini rifjar upp erfiða upplifun sína af myndatöku sem hún fór í hjá tískutímaritinu Vogue þegar hún var aðeins tuttugu ára gömul. Emilíana segir frá því á Instagram síðu sinni að hún hafi átt að fara í myndatöku fyrir tímaritið og átti hún að fá tveggja blaðsíðna umfjöllun í blaðinu. „En svo vandaðist málið þegar ég vildi ekki klæðast þeim kjólum sem þau höfðu valið á mig,“ rifjar Emilíana upp. Leið eins og gleðikonu Vogue vildi að Emilíana myndi klæðast silfurlituðum, afar stuttum kjól og himinháum pinnahælum. Þá átti hún að vera með slöngulokka eins og voru mikið í tísku á þeim tíma. „Mér leið eins og einhverri lúxus gleðikonu úti í skógi. Alveg frábært lúkk, en bara ekki fyrir mig. Ég var frekar týpan sem var í gallabuxum og strigaskóm,“ segir hún. Þegar Emilíana mótmælti hugmyndum þessa stærsta tískutímarits í heimi segir hún að umboðsmenn hennar hafi fengið ófá símtöl frá útgáfufyrirtækinu. View this post on Instagram A post shared by Emiliana Torrini (@emilianatorrini) Sögð erfið og dekruð „Það voru lagðar fram hótanir. Það var sagt að ég væri erfið og dekruð og að ég gerði mér ekki grein fyrir því hve heppin ég væri.“ Hún segist aftur á móti hafa gert sér fyllilega grein fyrir því hve heppin hún væri. Hún hefði verið algjörlega uppi með sér og hlakkað til í margar vikur fram að þessu. „Þetta var hræðilegt,“ segir Emilíana sem leitaði huggunar hjá hárgreiðslumanni á settinu. „Ég var svo pirruð og reið eftir það sem ég upplifði að hefðu verið margir klukkutímar af rifrildi og spennu. Ég sagði honum að klippa hárið mitt eins og Jim Carrey í Pet Detective.“ Hér má sjá Jim Carrey í myndinni Ace Venture: Pet Detective sem var innblástur klippingarinnar sem Emilíana bað um. IMDB Bað engan um leyfi Hárgreiðslumaðurinn neitaði og sagði að þau þyrftu að biðja um leyfi. „Biðja um leyfi? Hvern þurfum við að biðja um leyfi? Þetta er mitt hár,“ sagði Emilíana og læsti hurðinni. Hárgreiðslumaðurinn hlýddi skipun Emilíönu, þótt hann hafi verið afar stressaður. Þegar Emilíana kom út úr herberginu segir hún að nokkrir hafi tekið trylling. „En ég var hæstánægð. Þessi tveggja blaðsíðna umfjöllun varð að hálfri blaðsíðu en ég var glöð.“ Tíska og hönnun Tónlist Íslendingar erlendis Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Sjá meira
Emilíana segir frá því á Instagram síðu sinni að hún hafi átt að fara í myndatöku fyrir tímaritið og átti hún að fá tveggja blaðsíðna umfjöllun í blaðinu. „En svo vandaðist málið þegar ég vildi ekki klæðast þeim kjólum sem þau höfðu valið á mig,“ rifjar Emilíana upp. Leið eins og gleðikonu Vogue vildi að Emilíana myndi klæðast silfurlituðum, afar stuttum kjól og himinháum pinnahælum. Þá átti hún að vera með slöngulokka eins og voru mikið í tísku á þeim tíma. „Mér leið eins og einhverri lúxus gleðikonu úti í skógi. Alveg frábært lúkk, en bara ekki fyrir mig. Ég var frekar týpan sem var í gallabuxum og strigaskóm,“ segir hún. Þegar Emilíana mótmælti hugmyndum þessa stærsta tískutímarits í heimi segir hún að umboðsmenn hennar hafi fengið ófá símtöl frá útgáfufyrirtækinu. View this post on Instagram A post shared by Emiliana Torrini (@emilianatorrini) Sögð erfið og dekruð „Það voru lagðar fram hótanir. Það var sagt að ég væri erfið og dekruð og að ég gerði mér ekki grein fyrir því hve heppin ég væri.“ Hún segist aftur á móti hafa gert sér fyllilega grein fyrir því hve heppin hún væri. Hún hefði verið algjörlega uppi með sér og hlakkað til í margar vikur fram að þessu. „Þetta var hræðilegt,“ segir Emilíana sem leitaði huggunar hjá hárgreiðslumanni á settinu. „Ég var svo pirruð og reið eftir það sem ég upplifði að hefðu verið margir klukkutímar af rifrildi og spennu. Ég sagði honum að klippa hárið mitt eins og Jim Carrey í Pet Detective.“ Hér má sjá Jim Carrey í myndinni Ace Venture: Pet Detective sem var innblástur klippingarinnar sem Emilíana bað um. IMDB Bað engan um leyfi Hárgreiðslumaðurinn neitaði og sagði að þau þyrftu að biðja um leyfi. „Biðja um leyfi? Hvern þurfum við að biðja um leyfi? Þetta er mitt hár,“ sagði Emilíana og læsti hurðinni. Hárgreiðslumaðurinn hlýddi skipun Emilíönu, þótt hann hafi verið afar stressaður. Þegar Emilíana kom út úr herberginu segir hún að nokkrir hafi tekið trylling. „En ég var hæstánægð. Þessi tveggja blaðsíðna umfjöllun varð að hálfri blaðsíðu en ég var glöð.“
Tíska og hönnun Tónlist Íslendingar erlendis Mest lesið Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Lífið Hjónaskilnaðir: „Þrjár leiðir færar til að semja um lífeyrisréttindi“ Áskorun Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Lífið Ekki allt sem sýnist í Coldplay-skandalnum Lífið Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Lífið Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Lífið Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Lífið „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Lífið Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Leikjavísir Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Lífið Fleiri fréttir Bein útsending: Haustbingó Blökastsins Safnaði fyrir draumaferðinni á þremur mánuðum Krakkatían: Vestfirðir, sundkappi og söngleikur Skyrið okkar ekki lengur ostur heldur jógúrt Snýr aftur sem ritstjóri eftir tvo áratugi Fréttatía vikunnar: Þingsetning, landsleikur og klamydía Nýr forseti ÍSÍ kallar eftir sameiginlegu átaki í lýðheilsu Ásdís Rán og Herbert Guðmunds glæsileg á frumsýningu Sveppi kominn í Púðursykur: „Vettvangur sem ég hef ekki farið inn á áður“ Stofnandi Omnom selur hönnunarhús í Akrahverfinu Sló sér upp með báðum á mótinu og endaði með sigurvegaranum Hollendingar bætast í sniðgönguhópinn Læknirinn með risa heimasmíðaðan pizzakofa í garðinum 2222 dagar sem betri útgáfa af sjálfum sér „Við erum eiginlega gangandi kraftaverk“ Síðasta vígið fallið: „Við erum búnir að ræða þetta í 22 ár“ Óttar selur glæsiíbúð í Garðabæ Guðlaugur Þór í klandri með klukkuna Brynja og Lil Curly ástfangin í draumkenndu fríi Ragnhildur Steinunn snýr aftur á hvíta tjaldið Birti bónorðið í Bændablaðinu Svona verður Moulin Rouge í Borgarleikhúsinu Tugmilljóna trúlofunarhringur ofurfyrirsætu vekur athygli Uppfyllti loksins loforð um ísbjörn í Reykjavík Áslaug Arna situr tíma hjá Hillary Clinton „Eiginlega vandræðalega mikil áhrif“ Er í lagi að fróa sér yfir nektarmyndum af fyrrverandi? „Pabbi minn gaf okkur saman“ Litrík og ljúffeng búddaskál Unnsteinn Manuel og Ágústa selja hvíta miðbæjarperlu Sjá meira