Lífið

Elísabet Metta og Áki trúlofuð í París

Elísabet Hanna skrifar
Parið er trúlofað eftir sex ára samband.
Parið er trúlofað eftir sex ára samband. Skjáskot/Instagram

Parið Elísa­bet Metta Ásgeirs­dótt­ir og Ágúst Freyr Halls­son, betur þekktur sem Áki, deildu fréttum af trúlofun sinni í París á Instagram. Saman reka þau staðinn Maikai og hafa verið par í sex ár. Ágúst bað hennar með hring ömmu Elísabetar sem hún hefur haft augastað á frá unga aldri. 

„Og ég sagði já,“ skrifaði Elísabet undir mynd af þeim með Eiffel turninn í bakgrunn. 

Í færslu á Instagram miðli sínum deildi hún mynd af hringnum. „Hringurinn hennar ömmu sem ég hef verið ástfangin af síðan ég var 4 ára,“ segir hún meðal annars. Hér að neðan má sjá umrædda færslu:

Hringurinn er frá ömmu hennar.Skjáskot/Instagram

Tengdar fréttir

Gummi Kíró og Lína Birgitta trú­lofuð

Kírópraktorinn Guðmundur Birkir Pálmason, eða Gummi Kíró, áhrifavaldurinn Lína Birgitta Sigurðardóttir trúlofuðust í París í dag.

Pétur Jóhann og Sigrún giftu sig

Leikarinn Pétur Jóhann Sigfússon og Sigrún Halldórsdóttir giftu sig um helgina við litla athöfn. Grínistinn greindi frá því í Blökastinu fyrir nokkrum vikum að til stæði að hafa brúðkaupið lítið við dræmar undirtektir frá þáttastjórnendum. Parið kynntist árið 2007 eftir að hún sendi honum skilaboð á Myspace.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×