Lífið

Gummi Kíró og Lína Birgitta trú­lofuð

Viktor Örn Ásgeirsson skrifar
Lína Birgitta sagði já.
Lína Birgitta sagði já. Instagram/Gummikiro

Kírópraktorinn Guðmundur Birkir Pálmason, eða Gummi Kíró, áhrifavaldurinn Lína Birgitta Sigurðardóttir trúlofuðust í París í dag.

Frá þessu greinir Gummi Kíró á Instagram þar sem hann sést fara á skeljarnar við Tuileries Garden í París. Lína Birgitta birtir einnig mynd á Instagram þar sem hún kveðst að sjálfsögðu hafa sagt já.

„Þetta kom mér mikið á óvart og ég hélt að hann væri að grínast til að byrja með. En svo var ekki og að sjálfsögðu sagði ég já,“ segir Lína Birgitta.

Parið heimsótti tískuvikuna í París en fatamerki Línu Birgittu, Define the Line Sport, var sýnt á tískuvikunni í síðustu viku. 


Tengdar fréttir

Innlit í fataskápa Gumma Kíró

Kírópraktorinn Guðmundur Birkir Pálmason eða Gummi Kíró kannast eflaust margir við. Sindri Sindrason leit við hjá Gumma á dögunum fyrir Ísland í dag og fékk að líta inn í fataskápana hans, en Gummi er þekktur fyrir smekklegan fatasmekk og kosta flíkurnar sitt.

Vörumerki Línu Birgittu á tískuvikunni í París

Tískuvörumerkið Define the Line í eigu Línu Birgittu Sigurðardóttur fékk boð um að taka þátt í tískuvikunni í París. „Ég fékk boð um að taka þátt í PFW fyrir nokkrum mánuðum en það var fyrirtæki í New York sem hafði samband við mig eftir að hafa fylgst með vörumerkinu,“ segir Lína í samtali við Vísi.


Fleiri fréttir

Sjá meira


×

Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.