Frá þessu greinir Gummi Kíró á Instagram þar sem hann sést fara á skeljarnar við Tuileries Garden í París. Lína Birgitta birtir einnig mynd á Instagram þar sem hún kveðst að sjálfsögðu hafa sagt já.
„Þetta kom mér mikið á óvart og ég hélt að hann væri að grínast til að byrja með. En svo var ekki og að sjálfsögðu sagði ég já,“ segir Lína Birgitta.
Parið heimsótti tískuvikuna í París en fatamerki Línu Birgittu, Define the Line Sport, var sýnt á tískuvikunni í síðustu viku.